Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Side 46

Fréttatíminn - 05.09.2014, Side 46
46 heimili & hönnun Helgin 5.-7. september 2014  Arkitektúr Björn kristjánsson lærði VAAstu-hönnun í nýju-Mexíkó Húsnæði sem eykur hamingju Björn Kristjánsson, húsasmíðameistari og Vaastu-hönnuður, hafði unnið við húsasmíðar til fjölda ára þegar hann ákvað að læra Vaastu-fræðin í Nýju-Mexíkó. Hann segir Vaastu-húsin geta verið krydd í annars fábreytt borgarumhverfi en þess utan auki þau vellíðan íbúa sinna. V aastu-arkitektúr byggir á sömu lögmálum og nátt-úran notar við sköpun,“ segir Björn Kristjánsson húsa- smíðameistari sem lauk meistara- námi í Vaastu-hönnun frá Americ- an University of Mayonic Science árið 2011. „Náttúran skapar full- komin form og mannslíkaminn er gott dæmi um það en hann er ein- mitt notaður sem fyrirmynd þegar byggt er eftir Vaastu-fræðum. Va- astu byggir á ákveðinni stærðfræði, sem gerir hönnuði kleift að skapa eins jákvætt og heilandi umhverfi og kostur er. Þetta er algjör snilld sem er engin leið að lýsa í orðum og ég skildi í raun ekki almenni- lega hvað ég var að læra fyrr en ég byrjaði að teikna hús, en þá áttaði ég mig, kannski bara ofurlítið, á því hvað fullkomin hönnun er,“ segir Björn sem hefur unnið sem húsa- smíðameistari til fjölda ára. Þegar hann heyrði af Vaastu-fræðunum var hann kominn í nám í fræðunum í Nýju-Mexíkó tveimur vikum síðar. Vantar fjölbreytileika á Íslandi Björn segir Vaastu-hugmyndafræð- ina vera spennandi krydd í tilveru vestræns arkitektúrs. „Ég vinn að sjálfsögðu með vestrænum arkitekt- um og þykir það bara besta mál, en það væri ánægjulegt að sjá meiri fjöl- breytileika í íslensku samfélagi, þar á meðal í byggingum. Við höfum búið til allt of mörg sjálfhverf kerfi í sam- félaginu sem útiloka fjölbreytileika, sama hvert litið er þá allt er fram- kvæmt af einhverri reglustikuhugsun þar sem allir eiga að gera nákvæm- lega eins. Ekkert þessara kerfa er að gera tilraunir með önnur fræðakerfi eða aðra hugmyndafræði sem gæti leitt til ánægjulegra lífs eða valfrelsis fyrir borgarana. Kerfin eru föst í sinu boxi og sjá ekki út fyrir það.“ Vaastu virkjar hamingjuna Björn vill endilega kynna Íslendinga fyrir þessum fræðum sem hann segir geta aukið vellíðan íbúa slíkra húsa. „Vaastu-hús lætur þér líða eins og allt sé eins og það á að vera, að allt sé á sínum stað. Það veitir frið og ánægju.“ Hann segir týpískt Vaastu-hús fara eftir þörfum hvers og eins, en spurn- ingin sé alltaf að finna hinn gullna meðalveg milli pyngjunnar annars vegar og óska um pláss hins vegar. „Fjögurra manna fjölskyldu ættu 120-160 fermetrar að henta vel. Þrjú svefnherbergi, þar af aðal svefnher- bergi með sér baðherbergi og innan- gengt í fataherbergi, skrifstofa, sem getur líka verið staður til að hvíl- ast og hugleiða, tvö salerni, eldhús og borðstofa í sama rými, stofa og þvottahús.“ Getur arkitektúr gert okkur ham- ingjusöm? „Algjörlega. Vaastu snýst um að virkja hamingjuna með því að vera tónkvísl í réttri tóntegund, sam- hljómandi stærð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 – gerir lífið bjartara Hönnunin byrjar í Glóey Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is Sjáðu alla möguleikana í gerð lampa og ljósa. Ótrúlegt úrval af silkisnúrum, flottum perum og íhlutum til ljósagerðar. Fagmenn á staðnum. Frábært efni á góðu verði. Varstu er fræðilegt og hagnýtt nám. Þetta hús smíðaði Björn í skólanum í Nýju- Mexíkó, en það fylgir reglum Vaastu-fræðinnar. Birni Kristjánssyni finnst vanta fjölbreytileika í vestrænan arkitektúr. Hann segir Vaastu-hús vera góðan kost fyrir þá sem vilja láta húsnæði auka vellíðan sína. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.