Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 46
46 heimili & hönnun Helgin 5.-7. september 2014  Arkitektúr Björn kristjánsson lærði VAAstu-hönnun í nýju-Mexíkó Húsnæði sem eykur hamingju Björn Kristjánsson, húsasmíðameistari og Vaastu-hönnuður, hafði unnið við húsasmíðar til fjölda ára þegar hann ákvað að læra Vaastu-fræðin í Nýju-Mexíkó. Hann segir Vaastu-húsin geta verið krydd í annars fábreytt borgarumhverfi en þess utan auki þau vellíðan íbúa sinna. V aastu-arkitektúr byggir á sömu lögmálum og nátt-úran notar við sköpun,“ segir Björn Kristjánsson húsa- smíðameistari sem lauk meistara- námi í Vaastu-hönnun frá Americ- an University of Mayonic Science árið 2011. „Náttúran skapar full- komin form og mannslíkaminn er gott dæmi um það en hann er ein- mitt notaður sem fyrirmynd þegar byggt er eftir Vaastu-fræðum. Va- astu byggir á ákveðinni stærðfræði, sem gerir hönnuði kleift að skapa eins jákvætt og heilandi umhverfi og kostur er. Þetta er algjör snilld sem er engin leið að lýsa í orðum og ég skildi í raun ekki almenni- lega hvað ég var að læra fyrr en ég byrjaði að teikna hús, en þá áttaði ég mig, kannski bara ofurlítið, á því hvað fullkomin hönnun er,“ segir Björn sem hefur unnið sem húsa- smíðameistari til fjölda ára. Þegar hann heyrði af Vaastu-fræðunum var hann kominn í nám í fræðunum í Nýju-Mexíkó tveimur vikum síðar. Vantar fjölbreytileika á Íslandi Björn segir Vaastu-hugmyndafræð- ina vera spennandi krydd í tilveru vestræns arkitektúrs. „Ég vinn að sjálfsögðu með vestrænum arkitekt- um og þykir það bara besta mál, en það væri ánægjulegt að sjá meiri fjöl- breytileika í íslensku samfélagi, þar á meðal í byggingum. Við höfum búið til allt of mörg sjálfhverf kerfi í sam- félaginu sem útiloka fjölbreytileika, sama hvert litið er þá allt er fram- kvæmt af einhverri reglustikuhugsun þar sem allir eiga að gera nákvæm- lega eins. Ekkert þessara kerfa er að gera tilraunir með önnur fræðakerfi eða aðra hugmyndafræði sem gæti leitt til ánægjulegra lífs eða valfrelsis fyrir borgarana. Kerfin eru föst í sinu boxi og sjá ekki út fyrir það.“ Vaastu virkjar hamingjuna Björn vill endilega kynna Íslendinga fyrir þessum fræðum sem hann segir geta aukið vellíðan íbúa slíkra húsa. „Vaastu-hús lætur þér líða eins og allt sé eins og það á að vera, að allt sé á sínum stað. Það veitir frið og ánægju.“ Hann segir týpískt Vaastu-hús fara eftir þörfum hvers og eins, en spurn- ingin sé alltaf að finna hinn gullna meðalveg milli pyngjunnar annars vegar og óska um pláss hins vegar. „Fjögurra manna fjölskyldu ættu 120-160 fermetrar að henta vel. Þrjú svefnherbergi, þar af aðal svefnher- bergi með sér baðherbergi og innan- gengt í fataherbergi, skrifstofa, sem getur líka verið staður til að hvíl- ast og hugleiða, tvö salerni, eldhús og borðstofa í sama rými, stofa og þvottahús.“ Getur arkitektúr gert okkur ham- ingjusöm? „Algjörlega. Vaastu snýst um að virkja hamingjuna með því að vera tónkvísl í réttri tóntegund, sam- hljómandi stærð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 – gerir lífið bjartara Hönnunin byrjar í Glóey Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is Sjáðu alla möguleikana í gerð lampa og ljósa. Ótrúlegt úrval af silkisnúrum, flottum perum og íhlutum til ljósagerðar. Fagmenn á staðnum. Frábært efni á góðu verði. Varstu er fræðilegt og hagnýtt nám. Þetta hús smíðaði Björn í skólanum í Nýju- Mexíkó, en það fylgir reglum Vaastu-fræðinnar. Birni Kristjánssyni finnst vanta fjölbreytileika í vestrænan arkitektúr. Hann segir Vaastu-hús vera góðan kost fyrir þá sem vilja láta húsnæði auka vellíðan sína. Mynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.