Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 56

Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 56
56 bílar Helgin 5.-7. september 2014  ReynsluakstuR toyota yaRis HybRid É g man það eins og það hafi gerst í gær þegar Toyota Yaris kom fyrst á markað fyrir 15 árum. Ég var á gömlum hvítum Daihatsu Charade, mín­ um fyrsta bíl, en Tinna vinkona splæsti í glænýjan svartsaneraðan Yaris. Mikið sem ég öfundaði hana og þrátt fyrir að brátt væri annar hver maður kominn á Yaris þá fannst mér sá svartsanseraði allt­ af fallegastur. Það gladdi því hjarta mitt þegar ég sótti nýjan Yaris til prufukeyrslu og sá að mín beið svartsanserað eintak. Nýr Yaris er kallaður einmitt það í auglýsingunum – Nýr Yaris – þó sumir myndu bara segja að hann hafi fengið andlitslyftingu. Þessi andlitslyfting er sannarlega vel heppnuð og gefur skörp framhliðin honum hressilegt yfirbragð. Já, það er ekki laust við að ég hafi notið þess í botn að aka um bæinn á svart­ sanseruðum nýjum Yaris með miklu flottari framenda en allir hinir tugir þeirra Yarisbíla sem ég mætti á ferðum mínum. Ein ferðin var á sýningu Sirkuss Íslands á Klam­ bratúni. Þar var margt um manninn, margir bílar en ég kom Yarisnum í stæði sem hefði ekki rúmað Co­ rolluna mína. Næsta dag fór ég í sveppatínsluferð sem hófst með fræðslu í Háskóla Íslands. Þegar þangað var komið voru flest bílastæði full þar sem maraþonhlauparar í Reykjavíkurmaraþon­ inu höfðu lagt þar fyrir hlaup og skokkað í miðbæinn. En ég fann stæði, lítið stæði sem ekki hver sem er hefði getað nýtt sér. En það gátum við Yarisinn svartsanseraði. Þessi Yaris hefur líka þá sérstöðu að hann er afar sparneytinn og Hybrid­út­ gáfan, tvinnbíllinn, felst í að hann notar ýmist rafmagn eða bensín sem orkugjafa. Þegar bílnum er startað með því að ýta á Power­hnappinn er raunar bara eins og maður hafi kveikt á tölvu, svo hljóðlátur er hann í byrjun, þó það heyrist meira í honum þegar brunað er upp í Heiðmörk að tína sveppina sem við fræddumst um í háskólanum. Það skemmtilega er að á skjá í bílnum er síðan hægt að fylgjast með hvernig hann nýtir orkuna og endurhleður sig þegar hann getur. Þá er meðal annars hægt að skoða yfirlit yfir eyðslu eftir hverja bílferð. Allt mælaborðið er raunar líka endurhannað og er mun meira töff en áður. Svo má ekki gleyma því hversu gott er að keyra hann. Sérstaklega ef hann er svartsanseraður. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Bílastæðavænn borgarbíll Toyota Yaris er einn af þeim bílum sem ég man vel eftir þegar hann kom fyrst á markað árið 1999. Hann hefur nú fengið gríðarlega vel heppnaða and- litslyftingu. Hann er tilvalinn á sirkussýningar þar sem erfitt er að finna bílastæði og hann er tilvalinn í fræðsluferðir um sveppatínslu þar sem varla er bílastæði að fá. Svo eyðir hann nánast engu. Nýr Yaris er með nýtt útlit og Hybrid-útgáfan er auðkennd með því að Toyota-merkið er blátt. Mælaborðið er endurhannað og á skjánum til hliðar er hægt að skoða orkueyðslu eftir hverja bílferð, og svo er þar vitanlega bakkmyndavél. Hægt er að fylgjast með því á skjá hvernig bíllinn nýtir orkuna og endurhleður sig þegar hann getur. Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Yaris Hybrid Vél 1,5 VVT-i 100 hestöfl 3,3 l/100 km í blönduðum akstri 82 g/km CO2 Sjálfskiptur Verð frá 3.490.000 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.