Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 62

Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 62
62 ferðalög Helgin 5.-7. september 2014  Aðventuferðir GirnileGir réttir í Gömlu höfuðborGinni Góður julefrokost í Kaupmannahöfn Hundaræktarfélags Íslands » » » » » » ● ● ● ● ● ● ● hundasýning Schønnemann Það eru sennilega allir helstu matgæðingar Danmerkur sammála um að á Schønnemann við Hauser Plads er danskri matarhefð gert sérstaklega hátt undir höfði. Þess vegna bókast borðin hratt vikurnar sem hægt er að snæða julefrokost staðarins frá 7. nóvember og fram til jóla. Í ár kosta herlegheitin 438 danskar (um 9 þúsund íslenskar). Julefrokost Schønnemann: Steikt síld í öllegi, síld í jólaákavíti, rauðspretta með remúlaði, grafinn lax, hænsnasalat, grísasulta, kálfakæfa, „flæskesteg“, brie og stilton ostar með púrtvínshnetum, ris a la mande með heitri kirsuberjasósu. www.res- taurantschonnemann.dk Café Sorgenfri Á meðan flestar smurbrauð- sjómfrúr stimpla sig út eftir hádegismatinn þá heldur sú á Café Sorgenfri áfram fram eftir kvöldi. Það eru því sennilega margir Íslendingar sem varið hafa kvöldinu á þessum litla, sjarmerandi stað í Brolæggersstræde. Þar verður auðvitað líka boðið upp á julefrokost frá morgni og fram á kvöld og kostar veislan 325 danskar á mann (um 6700 krónur). Julefrokost Sorgenfri: Maríneruð karrí- og krydduð síld, reyktur lax með eggi og aspas, fiskifillet með rækjum, lifrarkæfa með sveppum, hænsnasalat, heilsteikt lund, „flæskesteg“, ostar og vínber. www. cafesorgenfri.dk Sankt Annæ Á milli Nýhafnar og Kastellet eru nokkrir rómaðir smur- brauðsstaðir og kannski er Sankt Annæ þeirra fremstur. Þeir sem borða jólaborð ársins á þessum borgara- lega veitingastað verða ekki fyrir vonbrigðum og munu alveg örugglega ekki fara út svangir, jafnvel þó þeir láti Det lille julebord (395 danskar) duga. Det lille julebord Sankt Annæ: Maríneruð síld í kapers og lauk, heimalöguð karrísíld með eplum, jólasíld hússins með appelsínu, grafinn lax, smjörsteikt rauðspretta, sultaðar rauðbeður, lifrar- kæfa með beikoni og sætu graskeri, rifjasteik, önd með eplum og sveskjum, ostaborð og ris a la mande. www.restaurantsankt- annae.dk Told og Snaps Leið margra ferðamanna í Kaupmannahöfn liggur um Nýhöfn. Í hliðargötunni Toldbodgade er Told og snaps til húsa og þar verður síldin á jólaborði ársins íslensk og reykti laxinn kemur frá frændum okkar í Færeyjum. Matseðilinn kostar 435 danskar (um 9 þúsund íslenskar). Julemenuen: Krydduð og maríneruð íslensk síld, karrísalat, færeyskur reyktur lax, rauð- spretta, lifrarkæfa með beikoni og sultuðum rauðbeðum, steikt medies- terpylsa með grænkáli, rifjasteik af glöðum grísum, danskur lífrænn brie, blámygluostur, rauðvíns- sultaðar sveskjur og ristað rúgbrauð, ris a la mande. www.toldogsnaps.dk Kanal Caféen Í kjallara bak við Kristjáns- borgarhöll er Kanal Cafeen til húsa. Ein þekktasta smur- brauðsstofa borgarinnar og þangað venja víst ennþá þingmenn komur sínar enda stutt fyrir þá að fara úr vinnunni. Julefrokost hússins kostar 355 danskar (um 7300 íslenskar). Julebord: Karrísíld, jólasíld hússins, kryddsíld, rauðsprettusíld, rauðspretta, reyktur áll, rækjur með majónesi, hænsnasalat, andabringa, eplaflesk, lifrarkæfa, rifjasteik, medisterpylsa, heimalöguð rauðbeðusultu, ostaborð og ris a la mande. www.kanalcafeen.dk Einnig má mæla með Slot- skælderen hos Gitte Kik og Husmans Vinstue. Á Túristi.is má finna veg- vísi fyrir Kaupmannahöfn og gera verðsamanburð á hótelum borgarinnar. Í lok árs fjölgar ferðum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar og þá koma líklega margir við á smurbrauðsstofu. Þeir sem ætla í þannig reisu í ár ættu að taka frá borð fyrr en síðar því heimamenn skipuleggja sig langt fram í tímann. Nóvember er einn vinsælasti mánuðurinn fyrir Kaupmannahafnarreisur meðal Íslend- inga. Þá setjast margir að dönsku jólaborði. Mynd: Adrian Lazar/Copenhagen Media Center v itið þið af hverju hjónaskiln-aðir eru svona tíðir hér í Danmörku?,“ spurði kenn- arinn bekkinn. Þegar nemendurnir gerðu sig ekki líklega til að svara skrifaði hann svarið með stórum stöfum á töfluna. „Þetta er ástæð- an,“ sagði hann og benti á orðið JU- LEFROKOST á töflunni. Sennilega er þetta mikil einföld- un á raunveruleikanum hjá kenn- aranum en það verður þó ekki litið framhjá því að margir Danir sleppa fram af sér beislinu þegar vinnu- staðurinn eða vinahópurinn safnast saman á aðventunni til að borða ju- lefrokost. Gleðin endar þá stundum með leiðindum. En hvað sem þessu líður þá munu sennilega fjölmarg- ir Íslendingar setjast að borðum á dönskum smurbrauðsstofum í nóvember og desember innan um hina glöðu Dani. Þeir sem vilja vera alveg vissir um að fá pláss á góðum stað ættu að panta sem fyrst því heimamenn eru þekktir fyrir að vera tímanlega í því. Hér eru nokkrir af þeim stöðum sem óhætt er að mæla með í Kaup- mannahöfn sé stefnan sett á síld, flæskesteg og ris a la mande að hætti Dana í nóvember og desem- ber. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.