Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 72

Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 72
  Í takt við tÍmann Sindri JenSSon Hef ástríðu fyrir fótbolta og fötum S indri er markvörður og hefur leikið með Þrótti, Val og nú síðast KR. „Ég stefni á að spila í átta til tíu ár í viðbót enda er þetta eina leiðin sem ég kann til að halda mér í formi,“ segir hann. Sindri hefur starfað í tískuverslun- um síðan hann var 17 ára, lengst af sem verslunarstjóri í Gallerí Sautján. Hann bjó í eitt og hálft ár í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og var þá verslunarstjóri í Street Machine sem er gömul og rótgróin tísku- og hjólabrettaverslun. Sindri er nú að opna eigin verslun, Húrra Reykjavík, við Hverfisgötu. „Þetta er herrafataverslun og við einblín- um á vandaðan hversdagsfatnað. Við verðum með allt frá toppi til táar nema formlegan klæðnað.“ Staðalbúnaður Fatastíllinn minn einkennist af einföldum flíkum og einfaldleika í sniðum. Ég er mikið í dökk- bláum flíkum og bláum, gallabux- um í bland við strigaskó, leðurskó eða rússkinnsskó. Þetta er svona skandinavískur stíll þar sem gæði í bæði efnum og sniðum eru í fyr- irrúmi. Ég hef mesta ástríðu fyrir fótbolta og fötum í lífinu. Bæði að spila og horfa á fótbolta og skoða föt, selja þau, kaupa þau og spá í þau. Svo er ég auðvitað áhugamað- ur um kvenþjóðina og reyni að fara á stefnumót eins oft og hægt er. Hugbúnaður Um þessar mundir horfi ég aldrei á sjónvarp og fer örsjaldan í bíó. Í febrúar, þegar við ákváðum að opna búðina og ég vildi halda áfram í fótboltanum, tók ég ákvörð- un um að hætta alfarið að drekka áfengi. Ég fer því örsjaldan út á lífið en þegar það gerist finnst mér best að fara með félögunum á þægilega staði eins og Bunk og Kex. Mér finnst rosa gott að fara á kaffihús og Stofan er í miklu uppáhaldi. Ég er mikill sælkeri og finnst gott að fara út að borða. Ég fæ mér Grænu þrumuna á Manni lifandi á morgn- ana og er mikill aðdáandi Gló. Svo borða ég oft á Local í Borgartúni og er hrifinn af Cuckoos Nest úti á Granda. Vélbúnaður Ég er með Apple-bakteríu eins og margir, enda eru þetta einföld og falleg tæki. Ég er með iMac, iPad og iPhone 5. Í símanum nota ég þessi vinsælu öpp; Instagram, Facebook og Twitter en líka Lives- core og Forza Football sem ég nota til að fylgjast með fótboltanum. Aukabúnaður Ég get eldað allt þetta helsta en ég er þó hrifnari af því að láta fag- menn elda ofan í mig og greiða þeim fyrir. VIð erum með svo flotta matarmenningu á Íslandi og frábært úrval af stöðum. Ég hef sérhæft mig í að búa til pítsur en ég er líka búinn að mastera kjúk- lingaréttinn Búró sem er á boð- stólum þegar við hittumst öll í fjöl- skyldunni. Þegar ég flutti heim frá Köben ætlaði ég að vera bíllaus en það er hægara sagt en gert, sama hvað mig langar. Ég reyni að hjóla sem mest og Jón Davíð, við- skiptafélagi minn, er á bíl en annars fæ ég liðsfélagana til að skutla mér eftir æf- ingar. Þeir eru sumir orðnir pínu þreyttir á mér en nokkrir eru á bíl frá KR og eiga bara að taka við skipunum frá mér. Við KR-ing- arnir erum átta saman í svoköll- uðum hádegis - klúbbi þar sem við förum daginn eftir leik út að borða. Það er dregið út hvaða veitinga- staður verður fyrir valinu og svo gefum við honum einkunn eftir á. Strákarnir eru byrjaðir að hanna app upp úr þessu sem kallast Food Roulette. Ljósm ynd/H ari Sindri Jensson er 28 ára fótboltamaður og fagurkeri. Hann opnar herrafataverslunina Húrra Reykjavík í dag á Hverf- isgötu ásamt félaga sínum. Sindri nýtur þess að fara út að borða og er áhugamaður um kvenþjóðina. Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár  appafengur Yelp App vikunnar er lífsnauðsynlegt þeim sem kannast við það að labba um í ókunnugri borg í leit að góðum veitingastað. Yelp virkar einfaldlega á þann hátt að þú skráir inn borgina, hverfið og hvernig mat þú vilt borða og Yelp leiðir þig áfram og fullkomnar kvöldið. Forr it ið er þannig búið að nánast allir veit- ingastaðir sem skráðir eru á einhvern hátt á veraldarvefinn fara sjálfkrafa inn á Yelp. Mjög mikilvægt er að skrá komur sínar á veitinga- staðina og gefa þeim einkunn, og jafnvel henda inn einn mynd af matnum. Svona um leið og mað- ur hendir inn á Instagram. Með þessu eykur maður allt upp- lýsingaflæði hvers veitinga- húss og gerir það að verkum að maður treyst- ir betur þeim veitingahúsum sem hafa fengið góða umsögn og girnilega mynd. Einnig er gott að vafra um appið áður en haldið er af stað, ef maður er óákveðinn um hvar eigi að snæða. Sparar tíma og fyrir- höfn. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 72 dægurmál Helgin 5.-7. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.