Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 14
LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861 7541 NÝ SENDING AF SÓFUM Á FRÁBÆRU VERÐI OPIÐ MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 OG SUNNUDAGA KL. 13-18 SÍMI 861 7541 2JA SÆTA 98.000 KR. 3JA SÆTA 119.000 KR. SVEFNSÓFI M/TUNGU 159.000 KR. SÓFI 2ja sæta 78.000 KR. SÓFI 3ja sæta 98.000 KR. SVEFNSÓFI 159.000 KR. Eigum að vera stolt af því hvernig við tökum á móti útlendingum Sérfræðingur í málefnum útlendinga segir að Íslendingar eigi að vera stoltir af því hvernig þeir taka á móti útlendingum, hvort sem þeir dveljist hér í viku eða ár. Nýr samstarfssam- ingur innanríkisráðuneytisins og Rauða krossins sé vissulega mikilvægt framfaraskref. Með honum styttist meðalmáls- ferðartími hælisleitenda úr tveimur árum að meðaltali í þrjá mánuði. S érfræðingar í málefnum út-lendinga telja nýjan sam-starfssamning innanríkis- ráðuneytisins við Rauða krossinn einar mestu framfarir í málaflokkn- um um langa hríð. Með honum styttist meðferðartími umsókna hælisleitenda úr tveimur árum að meðaltali í þrjá mánuði. Yfirvöld hafa setið undir mikilli gagnrýni að undanförnu vegna langrar máls- meðferðar í ljósi þess að á meðan hælisleitendur bíða eftir því að mál þeirra verði afgreitt eru þeir í óvissu um hvort þeir fái áfram að búa á Ís- landi eða verða sendir til annars lands. Íris Björg Kristjánsdóttir, sér- fræðingur á málefnum innflytjenda og flóttafólks og fyrrverandi for- maður innflytjendaráðs og flótta- mannanefndar, segir þessar brýnu betrumbætur í málaflokknum kær- komnar. „Rauði krossinn hefur gegnt lykilhlutverki í þjónustu við hælisleitendur undanfarin ár og fagna ég því að Rauði krossinn haldi áfram að gegna því lykilhlutverki. Við eigum að taka vel á móti hælis- leitendum sem hingað koma, hvort sem þeir dveljast hér í stuttan tíma eða langan,“ segir hún. „Þetta er vissulega mikilvægt framfaraskref en við erum ekki komin þangað sem við viljum vera,“ segir Íris. Við viljum að við getum verið stolt af því hvernig við tökum á móti fólki á Íslandi. Við eigum að setja okkur það að mark- miði að skila þeim ekki í verra ásigkomulagi en þegar það kom, ef senda þarf það til baka. Það er alveg sama hvort fólk dvelst hér í viku eða ár, við verðum að tryggja að það fái þá þjónustu sem það þarf. Ef það dvelur hér í óvissu og vanlíðan og verður síðan vísað úr landi er líðan þess jafnvel enn verri en þegar það kom. Ef kerfið er í lagi erum við hins vegar að skila því betur á sig komnu út í heiminn og auka þannig líkurnar á því að það geti verið þátttakendur í sam- félaginu,“ segir Íris. Kærunefnd endurskoði ákvarð- anir Útlendingastofnunar Nýlega samþykkti Alþingi breyt- ingar á lögum um útlendinga og var eitt af markmiðum laganna að stytta málsmeðferðartíma hælisleit- enda en auk þess var samþykkt að stofna sérstaka og sjálfstæða kæru- nefnd sem mun fara yfir og endur- skoða ákvarðanir Útlendingastofn- unar í stað innanríkisráðuneytisins. Nefndin á að hefja störf um næstu áramót og verður skipuð sérfræð- ingum í málaflokknum. Markmiðið með skipan kærunefndar er meðal annars að mæta gagnrýni á það fyr- irkomulag sem ríkt hefur að innan- ríkisráðuneytið endurskoði ákvarð- anir Útlendingastofnunar þar sem ráðuneytið geti ekki talist óháður og óhlutdrægur aðili. Hefur sú gagnrýni bæði komið frá innlend- um og erlendum fagaðilum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra tók undir þá gagnrýni þegar hún lagði frumvarpið fram á Alþingi og sagði þá jafnframt að mikilvægt væri að mannréttindasamtök ættu aðild að nefndinni. „Aðkoma Rauða krossins að þess- um verkefnum hefur mikla þýðingu, ekki aðeins vegna þeirrar þekking- ar og reynslu sem samtökin hafa af málefnum tengdum innflytjendum, heldur einnig vegna þeirra gilda og fagmennsku sem einkenna störf samtakanna. Hér er um að ræða mikil tímamót í þessum málaflokki og við getum í framhaldinu tryggt hælisleitendum betri og skilvirkari þjónustu samhliða betri nýtingu fjármagns,“ sagði Hanna Birna við undirritun samningsins í vikunni. Gert er ráð fyrir að nefndin taki til starfa um næstu áramót en undir- búningur er þegar hafinn og stefnt að því að nefndin verði skipuð á næstunni. Löggjöf um útlendinga endurskoðuð Í ársbyrjun skipaði innanríkisráð- herra þverpólitíska þingmanna- nefnd, undir forystu Óttarrs Proppé alþingismanns, til að meta hvort og þá með hvaða hætti þörf sé á heild- arendurskoðun á löggjöf um mál- efni útlendinga á Íslandi. Þess má vænta að næsta vetur liggi fyrir frumvarp um heildarendurskoðun útlendingalaga. Undanfarið ár hefur mikil áhersla verið lögð á umbætur og endurskoð- un á verklagi í innflytjendamálum og þá sérstaklega ört fjölgandi um- sóknum vegna óska um alþjóðlega vernd. Innanríkisráðuneytið hefur lagt mikla vinnu í að undirbúa um- ræddar umbætur og byggt þær að mestu á reynslu, áherslum og að- ferðum Norðmanna. Aðstoða við leit týndra ættingja Innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn hafa skrifað undir samn- ing um aðstoð og þjónustu við ein- staklinga sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi. Meg- inmarkmið samningsins er að tryggja hlutlausa og óháða réttar- gæslu fyrir alla hælisleitendur þannig að jafnræðis sé gætt og að allir hælisleitendur fái vandaða málsmeðferð. Í samningnum felst auk þess að Rauði krossinn metur reglulega aðbúnað hælisleitenda, sinnir heimsóknarþjónustu og félagsstarfi. Rauði krossinn mun jafnframt halda úti alþjóðlegri leit- arþjónustu fyrir hælisleitendur og flóttamenn til þess að hafa uppi á týndum ættingjum sínum og end- urvekja samband innan fjölskyldna sem hafa sundrast þegar slíkt er mögulegt. Samkvæmt samningnum mun Rauði krossinn taka tímabundið við því hlutverki að gæta hagsmuna hælisleitenda við umsókn þeirra um hæli. Í hagsmunagæslu tals- mannanna felast meðal annars leið- beiningar og upplýsingagjöf í mót- tökumiðstöð, þátttaka í að greina sérstaklega viðkvæma hælisleitend- ur, viðvera í viðtali og fleira. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Mouhamed Lo var handtekinn hér á landi í árslok 2010 og sat í rúman hálfan mánuð í fangelsi vegna þess að hann framvísaði fölsku vegabréfi. Árið 2012 kom hann í viðtal í Fréttatímanum þegar hann var í felum eftir að hafa verið vísað úr landi. Nýr sam- starfssamningur innanríkisráðuneytisins við Rauða krossinn styttir meðferðartími umsókna hælisleitenda úr tveimur árum að meðaltali í þrjá mánuði. 14 fréttaskýring Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.