Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 76
13. júní 2014
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun
Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna
U
m
boðsaðili: Vistor hf.
Hefur góð áhrif á:
- Orku og úthald
- Beinþéttni
- Þyngdarstjórnun
- Frjósemi og grundvallar-
heilbrigði
Revolution Macalibrium
Macarót fyrir karlmenn
www.facebook.Revolution-Macalibrium
www.vistor.is
®Revolution Macalibrium
Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu
Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
F ólk í flugáhöfnum er líklegra en annað til að fá ákveðin krabbamein. Athyglin hefur beinst að sortuæxlum í húð
og brjóstakrabbameini. Niðurstöður
rannsókna benda til að hættan geti
jafnvel verið meiri hjá íslenskum flug-
áhöfnum en öðrum, ef til vill vegna þess
að nær allt flug til og frá Íslandi er yfir
pólsgeislasvæði en á því svæði er meiri
jónandi geislun en á öðrum flugleiðum.
„Hjá flugmönnum er nýgengi sortu-
æxla um tvisvar sinnum tíðara en hjá
körlum almennt. Hlutföllin hjá okkur
hér á Íslandi eru ansi há og í sumum
undirflokkum er hættan tíföld,“ segir
Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands. Hjá flug-
freyjum er brjóstakrabbamein fimmtíu
prósent tíðara en hjá konum almennt
en hjá þeim komu einnig fram sortu-
æxli í húð. Þetta voru niðurstöður sam-
norrænnar rannsóknar, sem birtar voru
fyrir einu og hálfu ári. Langan fylgitíma
og stóra hópa þarf til að fylgjast með
hvort eitthvað í starfsumhverfi leiði til
krabbameina og því liggja ekki fyrir
niðurstöður um krabbameinsáhættu
kvenna sem eru flugmenn. Á árum áður
voru flugþjónar ekki marktækur rann-
sóknarhópur, vegna ytri aðstæðna.
Til stendur að rannsaka nýgengi
krabbameina hjá flugáhöfnum nánar á
næstunni og hefur Háskóli Íslands aug-
lýst launaða stöðu doktorsnema til að
vinna að þeirri rannsókn undir stjórn
Vilhjálms.
Er orsakir að finna í
geimgeislun?
Undirhópar flugáhafna, sem greinast
tíðar með krabbamein er fólk með lang-
an starfsaldur og fólk sem hefur unnið
á þeim gerðum af flugvélum sem fljúga
mjög hátt. „Það skiptir máli hvort fólk
hafi flogið með þotum eða eldri gerðum
af flugvélum. Þær eldri flugu ekki eins
hátt og því var hættan á geimgeislun
minni,“ segir Vilhjálmur. Geimgeislun
kemur utan úr geimnum en það dregur
mikið úr henni þegar hún fer í gegnum
þéttari hluta gufuhvolfsins. Við sjávar-
mál er mikil vörn af þéttu gufuhvolfinu
fyrir geimgeisluninni.
Algeng flughæð nú til dags er 30.000
fet eða tíu kílómetrar og er geimgeisl-
unin þar öðruvísi og meiri en jónandi
geislun af þessum uppruna nær jörðu
eða við sjávarmál. Stundum er jafnvel
flogið í 40.000 feta hæð og segir Vil-
hjálmur muna um það, með tilliti til
geislunar. Í svo mikilli hæð nýtur varn-
ar gufuhvolfsins síður við. „Geislar og
partar úr atómum eru á ferð þarna uppi
og eru þeir hluti af geisluninni. Geim-
geislarnir rekast til dæmis á efni í flug-
vélinni og það gefur annars stigs geisl-
un. Atómin geta vegna þessa brotnað
og sundrast í árekstrum þannig kjarna-
hlutar og smærri einingar atómanna
geta komið fram og þannig orðið hluti
af þessari jónandi geislun.“
Jónandi geislun sem f lugáhafnir
verða fyrir er ekki mikil að magni til en
fylgir stöðugt vinnunni. Samt sem áður
er farið að líta á flugáhafnir sem hópa
sem eru útsettir fyrir jónandi geislun á
sama hátt og starfsfólk í kjarnorkuver-
um eða á röntgen-deildum sjúkrahúsa.
Vilhjálmur segir jónandi geislun notaða
víða í samfélaginu, til dæmis við rann-
sóknir í iðnaði. „Með árunum hefur
þekking á skaðlegum áhrifum jónandi
geislunar aukist. Það hefur tekið ára-
tugi að komast nær því hversu hættuleg
hún er. Flugfélögin eiga að fylgjast með
þessari útsetningu sinna starfsmanna
og upplýsa þá um hættuna. Það þarf
að fylgjast með og það gera flugfélögin
fyrir sínar áhafnir. Það var ekki þannig
áður fyrr en er orðið þannig núna.“
Pólsgeislun nálægt Íslandi
Svæðin í kringum norður- og suður-
skautin eru í meiri geimgeislun en
svæðin nær miðbaug á hnettinum.
„Þetta þýðir að flug til og frá Íslandi er
mikið til í mesta geimgeislasvæðinu á
jörðinni,“ segir Vilhjálmur. Segulpól-
arnir eru ekki nákvæmlega undir pól-
unum og á norðurhveli er segulpóllinn
hliðraður í áttina að meginlandi Amer-
íku. „Það að fljúga með þotu frá Íslandi
til New York þýðir að maður verður
fyrir þeim skammti af jónandi geislum
sem svarar til þess skammts sem menn
verða fyrir þegar teknar eru af þeim
tvær röntgenmyndir af lungunum.“ Vil-
hjálmur segir að pólsgeislasvæðið nái
því talsvert niður í meginland Ameríku.
„Nánast alla leiðina frá Íslandi til
New York er flogið um pólsgeislasvæði.
Þegar flogið er frá Íslandi austur til Evr-
ópu er flogið út úr pólssvæðinu síðasta
klukkutímann til Kaupmannahafnar.
Þannig að pólsgeislasvæðið nær ekki
eins langt niður þeim megin og það ger-
ir að vestanverðu.“ Af þessum sökum
verða flugáhafnir á flugleiðum til og
frá Íslandi fyrir stærri geislaskammti
en fólk sem flýgur innan Evrópu eða
Bandaríkjanna þó flogið sé í sömu hæð
og sömu vegalengd. Búið er að kort-
leggja geislunina nokkuð nákvæmlega
og breytist hún eftir virkni sólar og því
hvort sólgos eiga sér stað.
Lífsstíllinn skiptir máli
Ýmislegt er vitað um krabbamein hjá
flugáhöfnum en ekki er hægt að slá
því föstu að geimgeisluninni sé um
að kenna því að í eldri rannsóknum er
ekki hægt að sjá að flugáhafnameðlim-
ir sem verða fyrir meiri geimgeislun
en aðrir séu líklegri til að fá krabba-
mein. „Við vitum ekki í dag hvort á að
skrifa krabbameinin á vinnuaðstæður
þessa fólks eða hvort það eru aðrar
ástæður en gengur og gerist hjá al-
menningi. Í nýju rannsókninni, sem
nú er fyrirhuguð á íslenskum flug-
áhöfnum, verður mögulegt að taka til-
lit til ýmissa lífsstílsþátta og barneigna
kvenna en þær hafa mikið að segja í
sambandi við brjóstakrabbamein. „Því
fyrr á ævinni sem konur eignast sitt
fyrsta barn, því minni líkur eru á að
þær fái brjóstakrabbamein síðar á lífs-
leiðinni. Það er mikill munur á konum
sem eignast fyrsta barn fyrir tvítugt
og þeim sem eignast það eftir 35 ára
aldur. Þessi munur kemur fólki mjög
á óvart. Brjóstakrabbameinshættan er
helmingi meiri hjá konum sem eignast
fyrsta barn svona seint á ævinni.“
Fyrir um fjórtán árum síðan voru sól-
baðsvenjur hjá íslenskum flugáhöfnum
kannaðar og segir Vilhjálmur að mun-
urinn á þeim og öðrum Íslendingum
hafi ekki verið áberandi, þó flugfólk
hafi vissulega haft fleiri tækifæri til að
ferðast til sólarlanda en almenningur.
„Hins vegar notaði flugfólkið meira
af sólarvörn en gengur og gerist. Þá
Flugáhafnir líklegri til að fá krabbamein
Ákveðin krabbamein eru algengari meðal flugáhafna en fólks almennt. Rannsóknir hafa snúist um hvort geislun
úr geimnum hafi þar áhrif en talið er að önnur atriði eins og óreglulegur vinnutími og aðrir lífsstílstengdir þættir
geti haft þýðingu. Flug til og frá Íslandi fer yfir pólsgeislasvæði þar sem er meiri jónandi geislun en annars
staðar á hnettinum og því hugsanlega meiri krabbameinshætta.
Undirhópar flugáhafna, sem
greinast tíðar með krabbamein
er fólk með langan starfsaldur
og fólk sem hefur unnið á þeim
gerðum af flugvélum sem fljúga
mjög hátt. Máli skiptir hvort
fólk hafi flogið með þotum eða
eldri gerðum flugvéla. Þær eldri
flugu ekki eins hátt og því var
minni hætta á geimgeislun. Ljós-
mynd/NordicPhoto/GettyImages
Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari
— 8 —