Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 49
Joseph Drouhin Laforet Pinot Noir Gerð: Rauðvín Uppruni: Frakkland, 2011 Styrkleiki: 12,5% Verð: kr. 2.649 Þetta er svona vín sem er gott að byrja Búrgúnd smökkunina á. Það tilheyrir ódýrasta flokknum sem eingöngu eru kennd við Bourgogne héraðið sjálft. Það er moldað með miðlungs tannín, leður og kirsuber. Gott með léttari kjötréttum og ljósu kjöti. Joseph Drouhin Côte de Beaune Gerð: Rauðvín Uppruni: Frakkland, 2011 Styrkleiki: 13% Verð: kr. 4.497 Vín sem tilheyrir miðflokknum sam- kvæmt gæðastöðlum Búrgúnd, kennt við Côte d’Beaune. Örlítið brennt í nefi, súlfúrinn kemur í gegn. Það er sýruríkt með töluverðum tannínum, vel uppbyggt og skilar vel sínu flókna bragði með skógar- botni og hindberjum. Hefði hugsanlega gott af því að eldast aðeins. Það er hægt að drekka þetta vín með rauðu kjöti en það stein- liggur með smá sætu, kakói og súkkulaði. Joseph Drouhin Beaune Clos des Mouches Gerð: Rauðvín Uppruni: Frakkland, 2011 Styrkleiki: 13% Verð: kr. 8.998 Stóri bróðir Côte de Beaune og það finnst. Býður upp á allt það sem einkennir frábær Pinot Noir frá Búrgúnd. Gott jafn- vægi, lyktin er örlítið reykt . Kirsuber og lakkrís sem enda á mildri vanillu. Verður ekki betra nema þú geymir vínið í nokkur ár, þá verður það enn betra. Þetta er vín til að njóta íjafnvel með smá ostbita. Corton Grand Cru Le Rognet et Corton Gerð: Rauðvín Uppruni: Frakkland, 2010 Verð: kr. 9.233 (sérpöntun) Hér er annað stórvín á ferð frá Corton í Côte d’Beaune. Gott berjabragð með bláberjum og sólberjum. Langt gott eftirbragð og þurrkaðir ávextir. Eilítið sultað en þó sýruríkt með mildu tanníni. Jafnvægið dansar á línunni. Um að gera að bera þetta vín fram aðeins kælt eða við 17 gráður. Gott með bragðmiklu kjöti og ostum. Þetta vín mun batna með árunum og geymast vel inn í næsta áratug. Nokkur góð frá Búrgúnd Helgin 13.-15. júní 2014 matur & vín 49 Hér eru 4 hvítvín og 4 rauðvín frá Búrgúnd í smökkun. Reynt var að hafa vínin í mismunandi verð- og gæða- flokkum til að gefa betri mynd af úrvalinu. Mersault Francois d’Allaines Gerð: Hvítvín Uppruni: Frakkland, 2010 Styrkleiki: 13% Verð: kr. 5.199 (til reynslu) Hér er á ferðinni frábært vín frá Mersault þorpinu, þekkt fyrir góð Chardonnay. Gult á lit með góðan skýr- leika. Græn epli og smá grösugum keim. Létt eikað með smá smjörkeim og meðalfyllingu. Vín í góðu jafnvægi. Þetta vín mun batna með aldrinum og hentar vel með öllum fiski. Domaine Laroche Chablis Vaudevey Gerð: Hvítvín Uppruni: Frakkland, 2012 Styrkleiki: 12,5% Verð: kr. 4.298 Þetta er vín frá Chablis hérð- aðinu í Búrgúnd. Ljósgult og gras í nefi. Ávöxturinn er epli og sýran er töluverð en nær þó að halda ágætis jafnvægi. Maður finnur líka fyrir smá seltu í bragðinu sem er ansi áhugavert. Chablis getur verið hinn fullkomni fordrykkur og það á við um þetta vín. Líka gott með fiski og ljósu kjöti. Joseph Drouhin Chablis Les Clos Gerð: Hvítvín Uppruni: Frakkland, 2011 Styrkleiki: 13% Verð: kr. 7.998 Flott vín hér á ferð. Það er allt að gerast í þessari flösku. Lyktin er afar sérstök nánast eins og af gúmmíi. Uppbygg- ingin á víninu er frábær og eftirbragðið langt. Það er eikað með hunangskeim og ávöxturinn er sítrus. Þetta vín kallar á skeldýr, helst ostrur ef hægt er að nálgast þær. Francois d'Allaines Pou- illy-Fuisse Gerð: Hvítvín Uppruni: Frakkland, 2012 Styrkleiki: 12,5% Verð: kr. 3.995 Pouilly-Fuisse kemur frá Mâconnais héraðinu í suður Búrgúnd og er þekkt fyrir frábær Chardonnay. Þú færð heilmikið fyrir peningana í þessu víni. Það er þykkt og tiltölulega mikið með eplum og smá sítrus. Eikað og með smá ómissandi vanillu. Gott með fiskréttum, helst með hol- landaise sósu eða álíka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.