Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 28
ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 6 82 19 0 3/ 14 Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu á Ísbúa árið 1989. Fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn. ÍSBÚI HERRALEGUR www.odalsostar.is T sering þýðir langlífi og Gyal þýðir sigur. Þetta eru algeng nöfn í Tíbet þar sem flest nöfn hafa mikla merkingu. Gyal er ekki eftirnafnið mitt því í Tíbet eru engin eftirnöfn,“ segir Tsering sem situr fyrir svörum á meðan Kun Sung stússast í eldhúsinu. „Ég kom hingað fyrir þrettán árum frá Indlandi en ég bjó í nokkur ár í Dharamsla þar sem ég starfaði við tíbeska menningarmiðstöð,“ segir Tsering sem er menntaður í tíbeskum bókmenntum. „Ég vann þarna í nokkur ár undir handleiðslu þýsks prófessors við að safna í skrár öllu sem tengist tíbeskum bókmenntum alls staðar að úr heiminum. Þetta var nokkuð skemmtilegt starf en ég ákvað að fara á vit ævintýranna. Langt, langt í burtu, á kaldan, dimman stað,“ segir Tsering og hlær. Hló mikið að tómu strætisvögnunum „Ég man hvað ég var hissa þegar ég vaknaði upp á Birkimel þar sem ég bjó fyrstu árin mín hér. Ísland er eins ólíkt Indlandi og hugsast getur. Hér er kalt en þar er heitt, hér er allt svo hreint en þar er skítugt og hér er lítið af fólki en þar er ótrúlega mikið fólk allsstaðar sem þú ferð. Ég man að ég kíkti út um gluggann og spurði hvort það væri einhver frídagur því það væri bara enginn á ferli. Svo fór ég út að ganga og sá strætisvagnana keyra í hringi, tóma! Mér fannst þetta alltaf jafn fyndin sjón. Á Indlandi eru strætisvagnarnir svo fullir að fólk þarf að hanga utan á þeim,“ segir hann og hlær enn meira. Tsering réð sig í byggingarvinnu stuttu eftir að hann kom til landsins en fór svo að vinna á veitingastöðum og vann sem sushi kokkur í nokkur ár. „Ég kom til að upplifa eitthvað nýtt en ég viðurkenni að þetta voru mikil viðbrigði. Ég hafði aldrei áður unnið svona líkamlega vinnu og svo var nokkuð erfitt að venjast myrkrinu,“ segir Tsering, hlær og rifjar upp þegar hann mætti nokkrum sinnum til vinnu um miðja nótt þegar hann hélt að það væri komin dagur. „Það tók langan tíma að venjast þessu. Í Tíbet og á Indlandi er alltaf nótt og dagur, ekki stundum alltaf nótt og stundum alltaf dagur.“ Sex Tíbetar á Íslandi Kun Sung flutti til landsins vegna ástarinnar en hann kynnt- ist íslenskri konu sinni á Spáni þar sem hann vann í búddískri menningarmiðstöð. Hann fluttist hingað fyrir þremur árum og þeir Tsering voru ekki lengi að kynnast. „Við erum bara sex Tíbetar á Íslandi svo það er erfitt að frétta ekki af því ef einhver nýr kemur til landsins,“ segir Tsering. „Mig hafði lengi dreymt um að opna eigin stað og í fyrstu langaði mig að opna sushibar. En svo er komið svo mikið af sushi út um allt núna að ég ákvað að gera eitthvað annað. Þegar ég sá þennan stað hérna ákváðum við að gera svona lítinn súpubar. Bara eitthvað einfalt og gott. Þetta er góð stað- setning því hér er mikið af ferðamönnum,“ segir Tserign en á meðan við spjöllum saman yfir tíbeskum tebolla koma nokkrir hundblautir ferðamenn inn, margir hverjir nýkomnir úr sjóferð, biðja um súpu til að hlýja sér og verða eitt bros þegar þeir taka við stórri skálinni fullri af gómsæti. Tíbetarnir Tsering Gyal og Kun Sung Tsering reka saman súpustaðinn Ramen Mono í Tryggvagötu. Tsering hefur búið hér í þrettán ár en Kung Sun í þrjú. Þeir þekktust ekkert áður en voru fljótir að finna hvor annan þar sem aðeins sex Tíbetar búa á Íslandi. Þeir njóta þess að elda súpur frá grunni enda lengi verið draumurinn að reka eigin stað. Tsering Guyal og Kun Sung Tsering eru ánægðir með viðtökurnar á nýja staðnum sínum. Súpurnar segja þeir vera undir áhrifum frá Kína, Japan og heimalandinu, Tíbet. Ljósmynd/Hari Ramen Mumo „Ramen eru japanskar eggjanúðlur en Momo er tíbekst nafn yfir kínverska dumplings. Þetta eru okkar tíbesku súpur en undir áhrifum frá Japan og Kína,“ segir Tsering. „Ég nota líka Udon núðlur sem eru stærri og þykkari en Ramen núðlurnar og eru úr hveiti. Svo gerum við sterka kryddsósu eftir tíbeskri uppskrift fyrir þá sem vilja sterkt. Við setjum líka smá þara í súpurnar en það eru áhrif frá Japan, það er aldrei gert í Tíbet. En það langmikilvægasta í súpunni er soðið og það fer líka mestur tími í það. Við byrjum á því snemma á morgnana og látum það svo malla í nokkra klukkutíma. Svona súpur eru mjög hversdags- legar í mest allri Asíu, borðaðar allt árið um kring og á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Áður fyrr gerðu allir sínar núðlur heima en nú eru þær oftast keyptar út í búð. Á mínu heimili var það mamma sem gerði bestu núðlurn- ar, miklu betri en pabbi,“ segir Tsering sem er farinn að vinna á meðan við spjöllum enda komið úrhelli og æ fleiri ferðamenn tínast inn í leit að heitri súpu. „Það góða við þennan stað er hve lítill hann er, það er bara alltaf fullt hjá okkur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Núðlurnar hennar mömmu bestar 28 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.