Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 43
Vegna framkvæmda eru farþegar hvair til að mæta tímanlega MÆTTU FYRR Í FRÍIÐ Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug hefst nú kl. 4.30. Mætum snemma og styttum biðraðirnar. Góða ferð! Mæ­u fyrir klukkan 5.00 á völlinn og fáðu afslá­ af langtímastæðum KEF Parking við flugstöðina Gildir til 15. júní 1 4 -0 9 6 9 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA réttinda. Þess vegna erum við með skatta til að halda uppi heilbrigðis- kerfi og menntun. Reyndar gengur þetta erfiðlega í Bandaríkjunum þar sem hugsunin hefur alltaf verið sú að það sem er mitt er mitt og mér er alveg sama um þitt. Það væri óskandi að Bandaríkin myndu fylgja stjórnarháttum sem líktust meira barnauppeldi.“ Og svo þegar öllu er skipt jafnt þá er þeim misboðið. Er gagnrýni á kynja- kvótann ekki dæmi um það? „Jú, en þeir sem gagnrýna kynja- kvóta þurfa að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Það hefur aldrei verið þannig að sá hæfasti fær starfið. Konum hefur verið neitað um störf í gegnum tíðina, og er enn neitað, vegna þess að þær eru konur. Eða vegna þess að samfélagið hefur ekki boðið upp á að þær komist út á vinnumarkaðinn. Karlar hafa alltaf verið teknir fram fyrir konur og ástæðan er langt frá því að vera sú að þeir hafi verið hæfari. Ef störf hefðu alltaf verið valin út frá hæfni þá liti heimurinn nú öðruvísi út í dag.“ „Persónulega trúi ég því að kynja- kvóti sé góð lausn, einfaldlega vegna þessa að þrátt fyrir allar framfarirnar í kvennabaráttunni þá erum við ekki enn á réttum stað. Mér finnst norska módelið flott, þar sem miðað er við 40% prósent. En ég veit að það er ekki hægt að selja Bandaríkjunum það. Bandaríkjamenn eru með ofnæmi fyrir kvótum. Það er vegna þess að þeim er illa við allt sem inniheldur orðið ríkisafskipti. En við vitum að markmið virka ekki. Fyrirtæki setja sér markmið eins og að eftir tíu ár verði 25% af stjórninni að vera konur. Níu árum siðar hefur engin kona ver- ið ráðin. Svo það er ekki hægt að ná réttum hlutföllum með markmiðum og í Bandaríkjunum er ekki heldur hægt að gera það með kvótum. Svo við verðum að fara milliveginn. Ein helsta afsökun stjórna er að það sé ekkert framboð af hæfum konum. Í Ástralíu er gott prógram í gangi sem kallast „Women on boards“ en þar leitar ríkisstjórnin að mjög hæfum konum á alls konar sviðum, býr til lista og mælir með þeim við stjórnir. Og það virkar.“ Hvernig getum við hjálpað þessum reiðu mönnum? „Þetta er tegund í útrýmingu og ég er alls ekki svo viss um að við verðum að gera nokkuð fyrir þá. Það verða erfiðir tímar og það verða bakslög en þróunin er í rétta átt. Ef við tökum aftur Bandaríkin sem dæmi þá erum við með meira kynjajafnrétti heldur nokkurn tímann í sögunni. Það þýðir alls ekki að við séum komin á réttan stað en við svo sannarlega á réttri leið. Þú sérð það líka bara á því að það myndi aldrei neinn snúa til baka. Konur eiga ekki eftir að segja allt í einu, „nei mig langar ekki að vinna, kjósa, keyra bíl, vinna í kviðdómi eða fá fullnægingu. Mig langar bara að verða aftur þjónn karlmannsins.“ Það á aldrei eftir að gerast. Ef við horfum á stóra sam- hengið þá er hægt að segja að við höfum komist nokkuð langt áfram á stuttum tíma. Á meðan heyrist mjög hátt í þessum reiðu hvítu karlmönnum en þeir eru að hverfa hægt og rólega.“ En hvað með stráka í dag? Þeir eiga erfiðara með lærdóminn, eru frekar greindir með athyglisbrest og ofvirkni, hætta frekar í skóla og virðast eiga erfiðara með að finna sig í lífinu. Þetta sýna kannanir á Ís- landi og víðar. „Já, þetta er líka reyndin í Banda- ríkjunum. Strákum virðist ganga verr í skóla og eru með mun fleiri hegðunarvandamál en stelpur. En við verðum að spyrja okkur af hverju þetta sé svona. Staðan er auðvitað allt önnur í dag en í gær. Núna eru fleiri stelpur en strákar í framhaldsskólum og háskólum en að sama skapi er líka miklu fleira fólk í námi en áður. Þegar foreldrar þínir voru að alast upp fóru um 40% fólks í háskólanám, núna er það 65%. Sífellt fleira fólk fer í fram- haldsnám og já, það er hærra hlut- fall kvenna en karla sem myndar þessa aukningu. En þar að auki heltast strákar úr lestinni. „Það er vegna þess að strákar eru farnir að sjá skóla sem eitthvað of kvenlegt. Mjög margir ungir menn sjá áhugaleysi á skóla sem stað- festingu á karlmennsku þeirra. Þess vegna er svo mikilvægt í um- ræðunni um skóla og stráka að tala um karlmennsku. Við verðum að kenna þeim að það er ekki stelpu- legt eða hommalegt að líða vel í skóla. Að það sé ekkert stráka- legra að vera í fótbolta en að vera á bókasafninu. Við getum ekki bent á kennarana sem eru mestmegnis konur, eða á femínískar bækur eða ranga sætaskipan til að útskýra brottfall stráka. Við þurfum að skoða karlmennsku og hugmyndir okkar um hana.“ En hvað með að kynjaskipta bekkjum? „Ég er ekki hrifinn af því. Af sömu ástæðu og ég er ekki hrifinn af því að skipta bekkjum eftir kynþáttum. Stelpubekkir geta verið gagnlegir því stelpur læra þar að þær geti gert allt sem strákarnir geta gert. Stelpubekkir útrýma steríótýpum en strákabekkir gera það ekki. Kannanir hafa sýnt að strákabekkir ýta undir kynjaójafnrétti. En ég gæti þó mögulega verið fylgjandi strákabekkjum ef kynjafræði og hugmyndir um karlmennskuna væru á námsskránni. Reyndar ætti það bara að vera á námskránni alls- staðar því við verðum að henda út þessum gömlu steríótýpum. Án þeirra liði öllum betur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Michael Kimmel, sérfræðingur í karlmennskurannsóknum, segir reiða hvíta karlmenn líta á sig sem fórnarlömb misréttis og sem oft finni sig í rasískum og ofbeldisfullum fjöldahreyfingum. Ljósmynd/Hari Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.