Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 42
Í fyrirlestri sínum í Reykjavík kynnti Kimmel efni nýjustu bókar sinnar „Angry White Men“ en í henni skoðar hann hópa karlmanna sem trúa því að þeir séu hin nýju fórnarlömb mis- réttis í Ameríku. Afhverju eru hvítir karlar svona reiðir? „Þeir eru reiðir því þeim finnst þeir ekki fá það sem þeir verð- skulda. Þeir bjuggust við ákveðn- um forréttindum í lífinu sem þeir eru ekki að öðlast. Þeir trúa því að þeir eigi rétt á valdi og stöðum til að geta séð fyrir fjölskyldum sínum, en þeim finnst stjórnvöld landa sinna hafa tekið af þeim þann rétt. Þeir eru reiðir vegna þess feður þeirra og afar höfðu þennan rétt, en ekki þeir. Þeim finnst þeir vera að tapa karlmennskunni og rétti sem hafi verið þeirra eign.“ Þú lýsir því í bókinni þinni hvernig þessir menn missa fótanna og finna sér ekki hlutverk, hvernig þeir sækja í hreyfingar oft á tíðum ofbeldisfullar og rasískar. Höfum við öll þörf fyrir að vera hluti af einhverju? „Já, því það hjálpar okkur að móta sjálfsmynd okkar. Við flökkum milli þess að vilja vera við sjálf og að vera hluti af einhverju sem er stærra en við sjálf. Tilfinningin að tilheyra er okkur nauðsynleg en við viljum líka vera einstaklingar. Þess- ir menn eru reiðir því þeim finnst þeir hafa misst öll tengsl. Einu sinni bjuggu þeir í litlu þorpi og voru tengdir vinnufélögum sínum. Svo tengdu þeir við fjölskylduna, en núna eru þeir kannski atvinnulaus- ir og konurnar með hærri tekjur. Þá eru ekki margir staðir eftir þar sem þeim líður líkt og „sönnum“ karlmönnum. Hvorki í hópnum né einn. Þeir hópa sig gjarnan saman gegn öðrum þjóðfélagshópum, til að mynda innflytjendum og konum, sem þeim finnst hafa tekið karl- mennskuna af þeim.“ Þeim finnst þeir í raun eiga landið og störfin og allt sem því fylgir? „Já, ég varð sérstaklega meðvitaður um þetta þegar ég sat í spjallþætti á CNN með fjórum hvítum körlum. Þessir menn töldu sig hæfasta af öllum fyrir ákveðin störf og launa- hækkanir sem þeir höfðu ekki feng- ið og voru því alveg fokvondir. Þeim fannst störfin tilheyra þeim bara vegna þess að þeir voru hvítir karl- menn. Titill þáttarins var tilvitnun í einn þessara manna; „Svört kona stal vinnunni minni“. Þeim leið eins og vinnan væri „þeirra“. Að sama skapi segir ameríska teboðshreyf- ingin „tökum landið okkar aftur“. „Landið okkar“! Hver erum við, og afhverju eiga þessir „við“ landið og frá hverjum á að taka það?“ Þetta minnir mig á rifrildi barna minna, sem byggist oftar en ekki á þörfinni fyrir að „eiga“. „Þetta er athyglisverður punktur því Ameríka er byggð á rétti hvítra manna til að taka annara manna land. Þegar þú elst upp í landi þar sem menningin er sú að allt sé ein- hvers, þá læra börn að allt eigi að vera eign einhvers. En í lýðræðis- ríki þarf réttur alltaf að vera í jafnvægi við ábyrgð. Við kennum börnunum okkar að jú, dótið sé þeirra, en þau þurfi að deila því með systkinum sínum og leika sér á ábyrgðarfullan hátt. Færum þetta út fyrir heimilið. Þú hefur rétt á að búa í landi og vinna fyrir þér en því fylgir líka ábyrgð, sú ábyrgð að gefa til baka svo allir geti notið þessara Reiðir hvítir karlar eru að deyja út Í síðastliðinni viku var haldin norræn ráðstefna í Reykjavík um karla og karlmennskurannsóknir undir yfirskriftinni: „Emerging ideas in masculinity research – Masculinity studies in the North“. Michael Kimmel var einn lykilfyrirlesaranna en hann er hálfgerð stjarna í sínu fagi. Kimmel er prófessor í félags-og kynjafræði við Stony Brook háskólann í New York þar sem hann stýrir jafnframt miðstöð fyrir rannsóknir á körlum og karlmennsku í samstarfi við Gloriu Steinem, Eve Ensler og Jane Fonda, meðal annarra. Kimmel hefur þar að auki gefið út yfir tuttugu bækur, þeirra á meðal metsölubókina „Guyland“ sem Dreamworks hefur keypt réttin að. Kimmel hefur starfað með jafnréttisráðuneytum allra Norðurlandanna og var fyrsti karlmaðurinn til að halda tölu á Evrópuþinginu á alþjóðlega kvennadeginum. Ég er ekki hrifinn af því [kynjaskipta bekkjum]. Af sömu ástæðu og ég er ekki hrifinn af því að skipta bekkjum eftir kynþáttum. Stelpubekkir geta verið gagnlegir því stelpur læra þar að þær geti gert allt sem strákarnir geta gert. Stelpu- bekkir útrýma steríótýpum en strákabekkir gera það ekki. 42 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.