Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 4
SUMARTILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is 98.900 • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum Er frá Þýskalandi Opið laugardaga til kl. 16 Niðurfellanleg hliðarborð S ýrlendingurinn Yaman Brinkhan hefur búið á Íslandi í 14 ár en fær ekki ís- lenskan ríkisborgararétt því hann hefur fengið um- ferðarsektir. Fyrir vikið er hann vegabréfslaus því sýrlenska vegabréfið hans rann út árið 2012 og fæst ekki endurnýjað því vegna ástandsins í Sýr- landi hefur sendiráðum Sýrlands víða um heim verið lokað. Yaman kom hingað beint frá Sýrlandi og fékk strax atvinnu- og dvalarleyfi. „Ég hef unnið frá því ég kom hingað og aldrei verið á bótum,“ segir Yaman. Hann á nú og rekur hér tvo veit- ingastaði undir nafninu Alibaba, er kvæntur sýr- lenskri konu og eiga þau tvö börn. Hvorugt þeirra er með íslenskt vegabréf, því íslensk lög heimila það ekki nema annað for- eldrið sé íslenskt, þrátt fyrir að börnin séu fædd og uppalin hér á landi. „Ég byrjaði að sækja um íslenskan ríkisborgara- rétt þegar ég var búinn að búa hér í níu ár en lögum samkvæmt má sækja um ríkisborgara- rétt eftir 7 ára búsetu. Ég fékk hins vegar synjun frá Útlendingastofnun því ég hafði fengið hraðasekt,“ segir Yaman. Árlega síðan hefur hann sótt um ríkisborgararétt en ávallt fengið synjun á þeim forsendum að hann hafi fengið umferðarsekt eða hraðasekt. „Ég hef reynd- ar verið mjög óheppinn með þetta,“ viðurkennir Yaman, „að ég hef fengið umferðarsekt á hverju af þessum fjórum árum sem ég hef sótt um.“ Samkvæmt lögum má ekki veita fólki íslenskan ríkisborgararétt ef það hefur fengið sekt á síðast- liðnum tólf mánuðum. Lögfræðingur Yaman benti honum á að sækja um ríkisborgararétt í gegnum Alþingi, því þar veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur Dálítil væta S- og Sv-lanDS frá miðjum Degi. Bjart og hlýtt n- og a-lanDS. höfuðBorgarSvæðið: Þykknar upp og smá rign. eftir hádegi. Sólarlítið og Smávæta hér og þar um v-vert lanDið. hægviðri. höfuðBorgarSvæðið: Þungbúið en Þurrt að kalla. fremur hlýtt, en víðaSt Skýjað og Stutt í Smá vætu. höfuðBorgarSvæðið: sólarlaust, og smá rigning um miðjan daginn. áfram milt og blítt, en sólarlítið júní fer vel af stað í hita í reykjavík. meðalhiti það sem af er 11,2°C. met- mánuðurinn frá 2010 er skammt undan ef tíðin helst svipuð. spáð mildu lofti af suðlægum uppruna yfir landinu. meira og minna skýjað á laugardag og sunnudag og lítilsháttar væta, einkum s- og V-til. Vindur hægur og ef sólin nær að brjótast í gegn fyrir norðan og austan fer hiti fljótt í 20 stig. 12 14 19 18 12 13 11 15 17 14 13 10 14 15 13 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  ríkiSborgararéttur Fær ekki ríkiSborgararétt vegna hraðaSektar yaman brinkhan hefur búið 14 ár á Íslandi en fær ekki ríkisborgararétt. sýrlenska vegabréfið hans er útrunnið og því getur hann ekki heimsótt fjölskyldu sína sem býr á tyrklandi. Vegabréfslaus eftir 14 ár á Íslandi sýrlendingur sem búsettur hefur verið á Íslandi í 14 ár og rekur hér eigið fyrirtæki fær ekki íslenskan ríkisborgararétt af ástæðum sem hann skilur ekki sjálfur. hann er vegabréfslaus og því nánast fastur í landinu því sýrlenska vegabréfið hans rann út fyrir tveimur árum. Vegna ástandsins í sýrlandi var sendiráðum víða um heim lokað svo hann fær ekki nýtt. er ekki litið til smávægilegra brota á borð við umferðarlagabrot við veitingu ríkisborgararéttar. alþingi synjaði honum ríkisborg- ararétti „Ég fékk að heyra að ég uppfyllti öll skilyrði, hefði staðið íslenskupróf, væri fjárhagslega sjálfstæður og með hreint sakavottorð,“ segir Yaman. „Samt sem áður hefur nafnið mitt aldrei verið á listanum frá Alþingi,“ segir hann. „Það er óskiljanlegt, er mér sagt,“ segir hann. Fjölskylda Yaman, þar á meðal móðir hans, er búsett í Tyrklandi. Eftir að vegabréfið hans rann út þurfti hann að heimsækja móður sína en það tók hann sjö mánuði að fá ferðaleyfi frá ís- lenskum yfirvöldum til að geta ferðast á milli landa vegabréfslaus. „Mér var bent á að fara í sýrlenskt sendiráð og sækja um vegabréf eða fá staðfestingu á því að þeir gætu ekki gefið út vegabréf fyrir mig. Ég spurði hvort fólk væri ekki meðvitað um það að sýrlenskum sendiráðum hefði verið lokað, en þá var mér sagt að koma með staðfestingu þess efnis. Það tók mig sjö mánuði að fá ferðaleyfið,“ segir Yaman. Tyrkneska landamæraeftirlitið tók hins vegar ferðaleyfið hans ekki gilt og var Yaman handtekinn við komuna til Tyrklands og sendur í handjárnum aftur til Danmerkur, þaðan sem hann hafði flogið. Hann fékk þó blíðari móttökur í Danmörku og kom aftur til Íslands. „Ég kemst kannski til Dan- merkur eða Þýskalands á íslenskum ferðapappírum, en ekki til Tyrklands eða til að mynda Dubaí, þar sem móðir mín dvaldist um tíma,“ segir Yaman. Fyrir ári síðan óskaði Yaman eftir viðtali við Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra. Hann hefur enn ekki fengið viðtal við hana. Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is hemmi styrkir efnalítil börn hermann hreiðarsson knattspyrnu- maður hefur stofnað sjóð í samstarfi við hjálparstofnun kirkjunnar sem hefur fengið nafnið „hemmasjóður“. stofn- framlag hermanns er 500.000 krónur en sjóðurinn er til þess gerður að styrkja börn efnalítilla fjölskyldna og veita þeim þannig tækifæri til að stunda íþróttir. á www.gjöfsemgefur.is geta þeir sem vilja leggja sitt af mörkum lagt inn á hemma- sjóð. Vilborg oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs hjálparstofn- unar kirkjunnar, segir íþróttaiðkun barna oft geta verið þungan bagga að bera fyrir efnalitlar fjölskyldur enda hafi iðkunar- gjöld, búninga- kaup og ferðalög mikinn kostnað í för með sér. breyting hefur orðið til hins betra á mati stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnu- lífinu og telja mun fleiri að þær batni á næstu sex mánuðum en þær versni. nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir starfsmenn í iðnaði og byggingarstarfsemi en enginn skortur er í verslun. Mun fleiri fyrirtæki áforma fjölgun starfsmanna en fækkun næstu sex mánuði, en á heildina litið gera þau ráð fyrir óbreyttum starfs- mannafjölda þar sem stærri fyrirtækin gera ráð fyrir fækkun starfsmanna. að jafnaði vænta stjórnendur 3,0% verðbólgu næstu 12 mánuði. Þetta eru helstu niðurstöður könn- unar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja, sem gerð var í maí 2014 og greint er frá á síðu samtaka atvinnulífsins. mat stjórnenda á núverandi aðstæðum er jákvæðara en í mars og jákvæðara en það hefur verið frá árinu 2007. 23% stjórnenda telja aðstæður í atvinnulífinu góðar, 16% slæmar en 60% telja þær hvorki vera góðar né slæmar. jákvæðni á þennan mælikvarða er langmest í sérhæfðri þjónustu og sjávarútvegi, minnst í iðnaði en matið er svipað í öðrum atvinnu- grein- um. -jh aukin bjartsýni stjórnenda stærstu fyrirtækja Lj ós m yn d/ H ar i 4 fréttir helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.