Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 74
13. júní 2014 Hrotu-Baninn heldur efri öndunarvegi opnum og þannig eiga hroturnar að minnka eða hverfa alveg. Þú ættir að finna mun strax eftir fyrstu nóttina. Leiðbeiningar fylgja bæði á íslensku og ensku. Þú getur skilað Hrotu-Bananum innan 45 daga frá afhendingu ef þér finnst hann ekki standa undir væntingum og fengið endurgreitt. (Að frádregnum pökkunar- og sendingarkostnaði). Eftirtalin apótek og www.heilsubudin.is selja Hrotu-Banann: Akureyrarapótek, Kaupangi Lyfjaver, Suðurlandsbraut 22 - Borgarapótek, Borgartúni 28 - Garðsapótek, Sogavegi 108 Urðarapótek, Grafarholti - Árbæjarapótek, Hraunbæ 115 - Apótek Garðabæjar, Litlatúni 3 Reykjavíkurapótek, Seljavegi 2 - Apótek Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11. Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði Spírandi ofurfæði Útsölustaðir: Bónus um allt land. Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.www.ecospira.is Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið: Fjarðarkaup, Græni Hlekkurinn, Hagkaup, Lifandi Markaður og Melabúðin. Um land allt: Bónus, Krónan, Nóatún, Kaskó, Nettó, Samkaup Úrval og Strax. Heyrnartól fyrir snjalltækin og hægt er að tengja þau við iPhone, iPad og iPod. Tækin eru svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Heyrnartækin frá ReSound eru fáanleg hjá Heyrn og þar eru einnig allar gerðir af heyrnartækjum sem henta mismunandi heyrnartapi og lífsstíl. Ellisif Katrín Björnsdóttir er löggiltur heyrnarfræðingur og starfar hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta, stofnuð árið 2007. Að hennar sögn minnkar heyrnar- skerðing lífsgæði og getu til að sinna vinnu og námi. „Þegar möguleikinn á því að eiga snurðulaus samskipti er skertur getur það valdið félagslegri einangrun. Algengt er að fólk hætti að vinna og að taka þátt í öðru sem það hefur gaman að þegar heyrnin tapast,“ segir hún. Margir halda að allir aðrir séu farnir að tala hratt og óskýrt, en í raun og veru er það visst tíðnisvið sem tapast úr heyrninni og því greinir fólk tal illa. „Það getur gerst að fólk viti ekki af því að það sé farið að tapa heyrn. Þegar sagt er við okkur að við séum farin að hvá, er rétt að bregðast við og fara í heyrnargreiningu. Ekki þarf tilvísun til að koma til okkar.“ Þegar nýr Apple búnaður kemur á markað stendur fólk í löngum röðum til að tryggja sér eintak en þegar kemur að því að kaupa heyrnartæki Hljómgæði með hæstu einkunn Dönsku heyrnartækin LiNX frá ReSound tengjast þráðlaust við iPhone, iPad og iPod. Í óháðri rannsókn gaf hópur heyrnartæk- janotenda þeim hæstu einkunn. dregur fólk það árum saman, jafnvel þó það viti að slík tæki geti aukið lífs- gæðin til muna. „Rannsóknir sýna að fólk bíður í um sjö ár að meðaltali frá því það grunar að það sé farið að heyra illa þangað til það gerir eitthvað í mál- unum og fær sér heyrnartæki. Það er einhver feimni ríkjandi gagnvart því að fá sér heyrnartæki,“ segir Ellisif. LiNX heyrnartækin er búin Surro- und Sound by ReSound sem er einstök kringnæm hljóðvinnsla sem hermir eftir vinnslu mannseyrans. Með ReSo- und heyrnartækjum verður heyrnin notaleg og áreynslulaus og öll hljóð eru mjög greinileg og eðlileg. Þess vegna er talmál ætíð skýrt með góðum styrk sem auðvelt er að skilja. „Tilfinn- ing fyrir umhverfinu breytist þegar maður tekur betur eftir og heyrir eðlilega á ný.“ Ef LiNX heyrnartæki týnist er hægt að nota tenginguna við iPhone til að finna það. Síminn getur staðsett tækin með GPS tækni. Ljós á símanum verður skærara eftir því sem hann er nær tækinu. Hjá Heyrn getur fólk komið í grein- ingu og fengið lánuð tæki til reynslu. Nánari upplýsingar má nálgast á síðunni www.heyrn.is og á Facebook- síðunni Heyrn. Heyrnartækin frá ReSound er svo fíngerð að þau sjást varla þegar þau eru komin á bak við eyrun. Tækin eru fáanleg hjá Heyrn sem er einkarekin heyrnarþjónusta. UNNið Í SamviNNU við Heyrn Konur sem eru að komast á breyt- ingaskeiðið hafa meira magn en aðrar af ákveðnu próteini í heila sem tengt hefur verið við þunglyndi, að því er kemur fram á vefnum Science Daily. Rannsókn sem gerð var af vísinda- mönnum hjá Centre for Addiction and Mental Health leiddi þetta í ljós og voru niðurstöðurnar birtar í tímaritinu JAMA Psychiatry. Niðurstöðurnar þykja skýra hvers vegna hátt hlutfall kvenna fær í fyrsta sinn á ævinni þunglyndi rétt fyrir breytingaskeiðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem uppgötvuð hefur verið líffræðileg breyting, tengd þunglyndi, í heila kvenna rétt fyrir breytingaskeiðið,“ segir dr. Jeffrey Meyer, vísindamaður hjá teyminu sem að rannsókninni vann. Hjá konum á aldrinum 41 til 51 árs fannst mun meira magn af efninu mónóamín oxidasa-A, sem skamm- stafað er MAO-A. Rétt fyrir breytingaskeiðið er algengt að konur finni fyrir skapsveiflum og gráti oftar en vanalega. Þá er þekkt að hjá konum á þessum aldri fái 16 til 17 prósent alvarlegt þunglyndi í fyrsta sinn á ævinni. Svipað hlutfall fær vægt þunglyndi. MAO-A er ensím sem brýtur niður efni eins og sero- tónín, norepinephrine og dópamín sem stuðla að jafnvægi í skapi. Þegar verið var að rannsaka hvort mikið magn MAO-A gæti útskýrt skapsveiflur rétt fyrir breytingaskeið- ið voru teknar sneiðmyndir af heila þátttakenda í þremur hópum. Einn hópurinn var á barneignaraldri, annar rétt undir aldri breytingaskeiðsins og sá þriðji á breytingaskeiðinu. Að með- altali var 34 prósent meira af MAO-A í konum rétt fyrir breytingaskeiðið en hjá konum á barneignaraldri. Um 16 prósent meira af MAO-A var hjá konum rétt fyrir breytingaskeiðið en hjá konum á breytingaskeiðinu. Þunglyndi algengt rétt fyrir breytingaskeiðið — 6 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.