Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 52
52 heilsa Helgin 13.-15. júní 2014  Jóga Íslenskir Jógakennarar skipuleggJa Í fJórða sinn JógahátÍð á sólstöðum Jógahátíð á sumarsólstöðum Jógahátíð á sumarsólstöðum verður haldin í fjórða sinn dagana 18. til 22. júní. Hátíðin fer að þessu sinni fram á Varmalandi í Borgarfirði. Að hátíð- inni standa sex jógakennarar en alls taka um 25 kennarar þátt í hátíð- inni. Skipulagning hátíðarinnar er að mestu leyti í sjálfboðavinnu og reynt að halda kostnaði lágmarki. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári, gestum fjölgað mikið og kennur- um einnig. Barnadagskráin verður einnig sífellt metnaðarfyllri og í ár verður boðið upp á gæslu fyrir börn- in á meðan helstu viðburðir eru fyr- ir fullorðna. Á hátíðinni er áhersla á jóga og náttúru, farið í gönguferðir og nánasta umhverfi kannað. Sumarsólstöður er þegar sólar- gangurinn er lengstur og sól hæst á lofti á norðurhveli jarðar. Sólstöð- ur eru á tilteknu augnabliki 20. eða 21. júní og í ár eru þær nákvæm- lega klukkan 10.51 laugardaginn 21. júní. Innan Kundalini jóga er sumarsól- stöðum fagnað með hátíðum víða um heim. Markmiðið er að skapa samfé- lag þar sem áhugafólk um jóga kemur saman, stundar jóga og hugleiðslu, syngur saman möntrur og borðar hollan og góðan mat. Nánari upp- lýsingar má finna á Sumarsolstodur. is. -eh Hátíðin var í fyrra haldin á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Markmiðið er að sameina áhugafólk um jóga, stunda saman jóga og hugleiðslu, og borða hollan grænmetismat. Mynd/Alisa Kalyanova VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR margar gerðir, stærðir og l itir í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 Duffle Big Zip Rack-Pack X-tremer PS 10 Moto dry bag PD 350 Sölustaðir: Ellingsen Útilíf Smáralind og Glæsibæ PD 350 Föstudagspizzan Pollapizzan er bökuð úr Kornax brauðhveitinu  heilsa húðin er stærsta lÍffærið og hún getur verið afar viðkvæm Matur fyrir sólbruna n auðsynlegt er að verja húðina vel þegar sólin er sem hæst á lofti en jafnvel þó notuð sé góð sólarvörn kemur stundum fyrir að húðin brennur. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem koma sér vel í sólinni, ýmist til átu eða til að bera á bruna. - eh Kartöflur Skerðu hráa kartöflu og nuddaðu henni á þau svæði sem hafa orðið verst úti. Enn áhrifaríkari meðferð fæst með því að rífa niður kartöflu og nota sem bakstur á brunann. Jarðarber Jarðarber innihalda tannín sem veitir fróun vegna sársaukans við að sólbrenna. Maukaðu nokkur vel þroskuð jarðarber, berðu á sólbrunann og láttu standa í nokkrar mínútur. Best er að velja lífræn jarðarber án eiturefna. Granatepli Granatepli eru rík af efnum sem veita húðinni auka vernd gegn útfjólubláum geislum. Það er því ráðlegt að borða vel af granateplum þegar sólin er sem hæst á lofti. Tómatar Tómatar eru sérlega ríkir af andoxunarefn- inu lýkópeni sem einnig veitir vörn gegn skaðlegum geislum sólarinnar og því er mælt með að borða mikið af tómötum yfir sumarmánuðina. Aloe Vera Aloe vera-plantan er drottningin þegar kemur að því að kæla niður sólbruna. Við mælum með því að rækta plöntuna heima í stofu og geta því alltaf rifið af lauf, opnað það og borið vökvann á brunann. Gúrka Gúrka kælir sólbruna jafn vel og fínustu krem. Skerðu niður gúrku og legðu á sólbrunann, eða jafnvel rífðu hana niður fyrst. Einnig er hægt að nota safann af gúrku til að bera á sig eftir sólbað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.