Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 73
13. júní 2014 — 5 —
Þetta er
barnið
þeirra
og fæð-
ingin er
hluti af
sorgar-
ferlinu.
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Prófaðu ALTA frá Oticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný
hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift
að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum.
ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er
að fá þau í mörgum útfærslum.
Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir
Þ egar börn deyja burðarmálsdauða er hægt að fá svör við orsökinni í tveimur þriðju tilfella og segir Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Kvenna- og barnasviði
Landspítalans, það miklu skipta fyrir foreldra. „Árið 1995
fékkst svar í helmingi tilfella en núna í
tveimur þriðju hluta. Við leggjum mikla
áherslu á að komast að ástæðunum, sér-
staklega fyrir næstu meðgöngu,“ segir
hún.
Helstu rannsóknirnar eru sýklarækt-
anir, blóðprufur, fylgjurannsókn og
krufning en sýni eru send til íslensks
meinafræðings í Flórída, Þóru Steffen-
sen, sem er með sérhæfða menntun á
sínu sviði og rannsakar andvana fædd
börn og fóstur. „Við fáum oft mjög ná-
kvæm svör við ástæðu dauðsfallsins frá
henni,“ segir Ragnheiður.
Þegar börn deyja í móðurkviði fyrir
tuttugustu og aðra viku meðgöngu er
talað um fósturlát en þegar börn fæðast
andvana eftir þann tíma eða deyja á
fyrstu viku er talað um burðarmáls-
dauða. Hér á landi deyja um fimmtán til
tuttugu börn á ári eða þrjú til fjögur af hverjum þúsund
fæddum börn sem er með því lægsta sem gerist í heim-
inum.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að barn deyr. Undir-
liggjandi ástæður geta verið hjá barninu, móðurinni eða
umhverfinu en oft eru það ýmsir samverkandi þættir. Með
fósturgreiningum hefur börnum sem deyja vegna með-
fæddra galla fækkað en Ragnheiður segir þá ákvörðun að
rjúfa meðgöngu vegna fósturgalla líka vera mikinn missi
og sorg. Móðir getur verið með undirliggjandi alvarlega
sjúkdóma sem geta leitt til andvana fæðingar eða með leg-
hálsbilun sem veldur því að fæðingin fer að stað löngu fyrir
tímann og barnið deyr þá vegna mikils vanþroska. Ýmsir
sjúkdómar sem geta komið upp hjá áður hraustri konu svo
sem meðgöngueitrun geta leitt til andvana fæðingar og
auk þess geta vandamál með fylgju eða naflastreng orðið
til þess að barnið deyr án fyrirboða. Einstaka sinnum
verða ófyrirséð áföll í fæðingunni sem valda því að barn
deyr, eins og rof á legi, naflastrengsframfall eða axlar-
klemma en Ragnheiður segir það sem betur fer afar fátítt.
Þegar börn látast í móðurkviði er yfirleitt mælt með
fæðingu um leggöng en algengt er að fyrstu viðbrögð for-
eldra séu að þeir vilji að barnið sé tekið með keisaraskurði.
Ragnheiður segir að í flestum tilfellum sé eðlileg fæðing
betri kostur. „Því fylgir minni áhætta fyrir móðurina, hún
verður fljótari að jafna sig líkamlega og kemst fyrr heim.
Hún fær góðan stuðning í fæðingunni og eftir hana. Í
næstu meðgöngu er líka betra að vera ekki með ör í leginu
eftir keisaraskurð. Eftir á eru flestir foreldrar sáttir við
eðlilega fæðingu. Þetta er barnið þeirra og fæðingin er
hluti af sorgarferlinu.“
Lögð er áhersla á að fylgja foreldrum eftir og fylgjast
með líkamlegri og andlegri heilsu og veita ráðgjöf fyrir
næstu þungun. „Annað barn kemur aldrei í staðinn fyrir
það sem lést en það er samt mikilvægt að finna að lífið
heldur áfram.“ Andvana fæðing er líka áfall fyrir heil-
brigðisstarfsfólk og segir Ragnheiður lækna og ljósmæður
vinna þétt saman og styðja hvert annað. Þá er djákni og
sálfræðingur á deildinni sem starfsfólki stendur til boða
að ræða við. „Við sækjumst sérstaklega eftir því að fá að
fylgja þessum foreldrum eftir á næstu meðgöngu. Það er
mikilvægt fyrir okkur að fá líka að gleðjast með þessum
fjölskyldum.“
Mikilvægt
fyrir foreldra
að fá svar
Þegar börn deyja á meðgöngu eða í
fæðingu er boðið upp á nákvæmar rann-
sóknir svo foreldrar fá í flestum tilvikum
svör við ástæðu andlátsins. Sýni eru
send til íslensks meinafræðins í Flórída
sem hefur sérhæfingu í rannsóknum á
andvana fæddum börnum og fóstrum.
Árið 1995 fékkst svar í helmingi tilfella
en núna í tveimur þriðju hluta.
Ragnheiður Ingi-
björg Bjarnadóttir,
fæðinga- og kven-
sjúkdómalæknir
á Kvenna- og
barnasviði Land-
spítalans.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir andvana
fæðingu. Undirliggjandi ástæður geta
verið hjá barninu, móðurinni eða í um-
hverfinu en oft eru það ýmsir samverkandi
þættir. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages