Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 13.06.2014, Blaðsíða 56
Spennumyndin RoboCop (2014) kom brakandi fersk í SkjáBíó í vikunni en myndin er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Paul Verhoven frá árinu 1987 sem naut mikilla vinsælda. Brasilíski leikstjórinn José Padhila er við stjórnvölinn á endurgerðinni og Joel Kinnaman fer með aðalhlutverkið en hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum The Killing. Með önnur hlutverk fara Gary Oldman, Michael Keaton og Samuel L. Jackson. Myndin gerist árið 2028 í Detroit og fjallar um lögreglu- manninn Alex Murphy sem slasast alvarlega við skyldustörf. Alþjóðlegt fyrir- tæki sér tækifæri í því að bæta hluta vélmennis við líkama hans sem gerir Alex að hálfum manni og hálfu vélmenni og ekkert fær hann stöðvað. Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS V ið fengum mjög góð viðbrögð við laginu þeg-ar það var frumflutt í þættinum vestanhafs og þetta varð til þess að fleiri lög eftir okkur fóru að hljóma í bandarískum þáttum. Nú hafa alls ellefu lög verið flutt í hinum ýmsu þáttum sem er auðvitað frábært fyrir okkur,“ segir Jón Björn, einn meðlima í hljómsveitinni Ourlives. Lag sveitarinnar, Loose Lips, hljómaði í bandaríska þættinum Emily Owens MD sem sýndur var á SkjáEinum í vikunni. Þættirnir um Emily Owens MD hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur í Bandaríkjunum en þar má sjá hina hæfileikaríku Mamie Gummer, dóttur Óskarsverðlaunaleikonunnar Meryl Streep, í aðal- hlutverki. „Þættirnir eru mjög vinsælir og var þetta í fyrsta skipti sem lag eftir okkur komst í bandarískan þátt. Í júlí gefum við út plötu fyrir bandarískan markað og erum við bjartsýnir á að henni verði vel tekið,“ segir Jón Björn. Hljómsveitin Ourlives hefur gefið út tvær plötur á Íslandi og verða lög af þeim báðum á nýju plötunni sem fer á Bandaríkjamarkað. Íslenskt lag í þætti Emily Owens MD SkjárEinn gefur áskrif- endum sínum vikulegar sumargjafir í allt sumar og býður upp á eina frímynd í viku hverri. Frímyndin að þessu sinni er stórskemmti- lega teiknimyndin Aulinn ég 2 og gefur hún þeirri fyrri ekkert eftir enda frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Myndin var frumsýnd í fyrra og naut mikilla vinsælda. Hún hefur verið tilnefnd til 30 verðlauna og Drengurinn úr E.T í nýjum þáttum á SkjáEinum Á mánudaginn hefjast sýningar á SkjáEinum á drama- tísku spennuþáttunum Betrayal. Þættirnir fjalla um ljósmyndarann Söru sem stofnar til sjóðheits ástar- sambands með Jack sem er lögfræðingur á vegum áhrifamikillar fjölskyldu. Vandamálið er að Sara og Jack eru bæði gift en ráða ekki við tilfinningar sínar og laðast hvort að öðru. Flækjustigið hækkar þegar þau verða bæði viðriðin áberandi réttarhöld í morðmáli. Hinn grunaði er leikinn af Henry Thomas, sem flestir þekkja sem litla drenginn í einni frægustu mynd Steven Spielbergs, E.T. og kom sætustu geimveru kvikmynda- sögunnar til hjálpar. RoboCop í Skjábíó FRábæR FjölSkylDumynD viðurkenninga víðs vegar um heiminn, meðal annars til Óskarsverðlauna og BAFTA. Auk þess að vera tilnefnd sem besta teiknimyndin og með skemmtilegasta lagið Happy sem Pharrell Williams gerði heimsfrægt, hefur myndin verið meðal annars tilnefnd fyrir bestu talsetninguna og sem besta fjölskyldu- myndin. Áhorfendur ættu því ekki að verða sviknir af þessari eðal skemmtun um helgina. Strákarnir í hljómsveitinni Ourlives hafa vakið mikla athygli eftir að lagið Loose Lips hljómaði í þættinum Emily Owens MD sem sýndur er á SkjáEinum. SUMARHÚSGÖGN tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Zeno garðsett – borð og fjórir stólar hægt að leggja saman. – yfirbreiðsla fylgir. 99.200 kr. blanche fjölbreytt garðhúsgagnalína hvít epoxylökkuð álgrind sólstóll m/höfuðpúða 48.000 kr. sólbekkur 79.000 kr. garðborð 149.000 kr. klappstóll 24.500kr. safaristóll 39.000 kr. maui sólstóll með taubaki 17.250 kr. summer plastáhöld verð frá 750 kr. teva sólstóll/bekkur fjórir litir – 14.500 kr. ellipse púði 3.120 kr. 56 stjörnufréttir Helgin 13.-15. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.