Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 60

Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 60
60 menning Helgin 13.-15. júní 2014 sumarkaffið 2014: afríkusól - veitir gleði og yl Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. kaffitar.is S umarbækurnar eru ekki síður spennandi en jólabækurnar og sífellt færist meira fjör í bókaútgáfu á vordögum. Við tökum bækur með okkur í flugvélina, í útileguna og auð- vitað allnokkrar í sumarbústaðinn. Fréttatíminn ákvað að gefa lesendum smá inn- sýn í úrvalið í íslenski út- gáfu. Allar þær bækur sem hér er fjallað um eiga það sammerkt að vera kilj- ur, fyrir utan stórvirkið Ljóðasafn Gerðar Kristn- ýjar sem að sjálfsögðu er fallega innbundin. -eh  Bækur Mikið líf hefur verið í Bókaútgáfu fyrir SuMarið Sumarbækur á ferð og flugi Heillandi og átakanleg „Beðið eftir brottnumdum“ er átakanlegt saga frá Mexíkó, óður til kven- persóna bókarinnar en líka um mátt skáldskaparins. Neon-bækurnar frá Bjarti eru kapítuli út af fyrir sig. Morð og mat- reiðsla Höfundur metsölu- bókarinnar Rósablaða- strandarinnar sendir frá sér glænýja bók „Bragð af ást.“ Ekkja lýkur við matreiðslubók sem eiginmaðurinn var að semja en fer skyndilega að fá bréf frá morðingja hans. Minna kolvetni, meiri fita Höfundur „Fæðubyltingarinnar“ heldur úti einu vinsælasta heilsubloggi Svíþjóðar, kostdoktorn.se. Hann er ungur læknir og í þessari bók fer hann yfir kosti þess að minnka kolvetni og borða meiri fitu. Kærastar og kokteilboð Tobbu Marínós þarf ekki að kynna og eru „20 ástæður til dagdrykkju“ sannar sögur úr lífi hennar og uppvexti sem sannarlega myndu fá hvaða móður sem er til að teygja sig eftir vodkapelanum. Tobba er engri lík. Hlátur og grátur „Amma biður að heilsa“ er eftir höfund metsölubókarinnar „Maður sem heitir Ove.“ Þetta er einstök og falleg saga um hina sjö ára Elsu og ömmu hennar. Hér er spilað á allan tilfinningaskalann. Lætur hárin rísa „Piparkökuhúsið“ lætur kannski ekki mikið yfir sér í byrjun en þetta er bók sem þú leggur ekki frá þér. Höfundurinn þekkir einelti af eigin raun og gefur okkur hér innsýn í hvernig afbrotamaður verður til. Kolsvartur húmor Hugleikur Dagsson er eins og hann gerist bestur í „Bestsellers“ þar sem hann mynd- skreytir einhverja þekktustu bókatitla heims, jafnvel þannig að einhverjum misbjóði. Teflt við dauðann „Lífsmörk“ er fyrsta skáldsaga læknisins Ara Jóhannessonar. Hún fjallar um ungan lækni sem vegna álags missir tökin á tilverunni og mörkin milli þess að líkna og valda sársauka taka að dofna. Ekki er allt sem sýnist Bókin „Öngstræti“ er tileinkuð öllum þeim „sem vita að ekki er allt sem sýnist.“ Þetta er hörkuspennandi sálfræðitryllir sem einnig vekur okkur til umhugsunar. Þéttur pakki. Falin veröld Pulitzerverðlaunahafinn Katherine Book skrifar um líf, dauða og von í fátæktar- hverfi í Mumbai í bókinni „Hinum megin við fallegt að eilífu.“ Sjálfur Salman Rus- hdie mælir með þessari. Safngripur „Ljóðasafn“ Gerðar Kristnýjar er gríðar- legur fengur fyrir Íslendinga. Þar eru saman komnar allar ljóðabækur þessa merka skálds, þar á meðal hin margverð- launaða „Blóðhófnir.“ Þessi er lesin aftur og aftur. Brot úr ævi Úlfar Þormóðsson vakti mikla athygli fyrir bækur sínar um móður sína annars vegar og föður hins vegar. Nú er það Úlfar sjálfur sem er viðfangsefnið, rithöfundur sem fær óvænta höfnun og missir fótanna. Meira fyrir stelpurnar „Þessi týpa“ er sjálfstætt framhald vinsælu skvísubókarinnar „Ekki þessi týpa.“ Hér kafar Björg Magnúsdóttir dýpra undir yfirborðið en líf fjögurra ungra kvenna í Reykjavík er eftir sem áður í forgrunni. – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 50% afsláttur Hámark 4 pakkar á mann meða n birgðir endas t! 249kr.pk. Verð áður 498 kr. pk. GM Cocoa Puffs, 335 g Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR 4 Grill sumar! Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. GRILLVEISLUR Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið. FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.