Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 5

Læknablaðið - 15.09.2006, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS U M R Æ fl A 0 G F R É T T I R 616 Af sjónarhóli stjórnar.Tekjur, heilsa og forvarnir Sigríður Ólína Haraldsdóttir 617 Heimilislæknaþingið 2006 619 Námskeið í spangarskurði og spangarviðgerðum Hávar Sigurjónsson 624 Læknanemar í Ungverjalandi. íslenska nýlendan í Debrecan Hávar Sigurjónsson 627 Læknanám í Árósum Hávar Sigurjónsson 629 Gott að læra í Danmörku Hávar Sigurjónsson 617 Opin ritrýni Hávar Sigurjónsson 632 Endurskoðun skyndihjálparkennslu á íslandi Hjalti Már Björnsson, Gunnhildur Sveinsdóttir 634 Áhugamál Gunnars Guðmundssonar: Fjallamenn bestir á íimmtugsaldri Hávar Sigurjónsson 636 Starfsemi CPME 2005-2006 Katrín Fjeldsted 637 Nýr stjórn Félags íslenskra barnalækna 639 Doktorsvörn í Uppsölum - Helgi Birgisson 640 Haustþing LA 643 Nýr doktor í geðlækningum - Páll Magnússon F A S T I R P I S T L A R 645 íðorð 190. Sarpur eða sekkur? Jóltann Heiðar Jóhannsson 647 Einingaverð og taxtar/styrkir 649 Sérlyfjatextar 659 Ráðstefnur og fundir Saga myndlistar í okkar heimshluta er framan af um leið saga átrúnaðar manna á Guð. Helstu listrænu stórvirki miðalda voru unnin fyrir milligöngu kirkjunnar honum til dýrðar og þannig má segja að samband listamanna og æðri máttarvalda hafi löngum verið órjúfanlegt. Þetta hefur auðvitað breyst og áhersla flust á önnur hugðarefni listamanna, en það er alltaf áhugavert að skoða hvernig samtímalist tekur á trúarlegum þáttum tilverunnar. Ólíkt fyrri tið er nú sjaldnast farin sú leið að myndskreyta sögur og boðskap trúarinnar, heldur skoða eðli hennar og hlutverk í lífi einstaklingsins. Snorri Ásmundsson (1966) veltir iðulega upp spurningum um hlutverk listamannsins og þátt hans sem milliliðar milli listaverks og áhorfanda. Hann brenglar þessi skil og lætur á þau reyna til dæmis í gjörningum og málverkum. Hann er þekktur fyrir að bjóða sig fram til forseta þjóðarinnar en einnig hefur hann unnið að málverkum sem búa yfir heilunaráhrifum. Þannig lætur hann reyna á traust og væntingar fólks til listarinnar, nokkuð sem hann undirstrikar með því að standa að sölu aflátsbréfa, syndaaflausn fyrir nokkur þúsund krónur - sjálfur skrifar hann undir. Hann setur sig á stall aflausnara og hjálpara og í því samhengi er skemmst að minnast sjálfsmyndar þar sem hann birtist alblóðugur frammi fyrir islenska fánanum með krossform hans að baki. í seríu sinni Bænir, frá 2004, setur Snorri saman Ijósmyndir af skýjuðum himni og prentar þar á bæn með í smekklegu letri. Textinn er á skjön við það sem við er að búast í þessu samhengi, persónulegar óskir og hugleiðingar um hversdagslega hluti. Hér sækir hann í texta æðruleysisbænarinnar og snýr henni upp i ákall þess efnis að fólk taki honum sem listamanni og kaupi verk hans. Ekki er ótrúlegt að listamenn ólíkra tíma hafi hugleitt nokkuð þessu líkt, hver með sínum hætti. Snorri gengur beint til verks, á ögrandi hátt og kann að hrekja þá áhorfendur frá sem vænta settlegri hluta frá listamönnum. I verkum hans er þó að finna mjög athyglisverðar hugleiðingar sem draga fram hverfulleika listarinnar og hvetja til vangaveltna um hvað liggi raunverulega að baki listsköpun og að hvaða marki við trúum því sem borið er á borð fyrir okkur. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2006/92 585

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.