Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNANEMAR Læknanám í Árósum Þeir Örn Hauksteinn Ingólfsson og Halldór Bjarki Einarsson eru báðir við læknanám í Árósum. Örn er á 4. ári en Halldór Bjarki á 3. ári Þeir segjast báðir hafa farið í Numerus Clausus við læknadeild HÍ en ekki komist inn og því sótt um inngöngu í læknadeildina í Árósum sem er ein af þremur læknadeildum í Danmörku, hinar tvær eru í Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Þeir urðu góðfúslega við þeirri beiðni að lýsa náminu svo samanburður við læknanámið heima á íslandi væri mögulegur en varla þarf þó að taka fram að námið er fyllilega sambærilegt og veitir sömu réttindi. Tilhögun námsins í Árósum „Náminu er skipt upp í tvo hluta. Fyrsti hlut- inn samanstendur af líffærafræði og vefjafræði, erfðafræði, sálarfræði og verknámi á 3. önn. Á öðru námsári hefjast heilsárskúrsar í ólífrænni og lífrænni efnafræði, sem og læknisfræðilegri eðlis- fræði og lífeðlisfræði. Fyrsta hlutanum lýkur með prófum í ónæmis- og örveirufræði, faraldsfræði og umhverfis- og vinnutengdri læknisfræði. Annar hluti læknisfræðinnar í Árósum hefst með kúrsum í lyfja- og meinafræði ásamt smærri kúrsum í sálarfræði og heimspeki. Fjórða árinu lýkur með einnar annar verknámi í lyf- og skurðlækningum. Á fimmta ári eru kenndar háls,- nef- og eyrnalækningar, og húð- og kynsjúkdóma- fræði, ásamt augnlæknisfræði. Níundu önninni lýkur síðan með sex vikna rannsóknarverkefni. Nemendur sem tekið hafa rannsóknarár, sem er í boði fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á rann- sóknum, fá kúrsinn metinn standist þeir rannsókn- arárið. Á seinni hluta fimmta ársins, fara nemend- ur aftur á spítala í verknám, í almenna læknisfræði, taugalæknisfræði og taugaskurðlækningar. Einnig er kennd fræðileg æxlafræði. Verknámið heldur svo áfram á fæðinga- og kvensjúkdómadeild og lýkur með barnalækn- isfræði. Sjötta árið hefst með klínískri erfðafræði, myndgreiningu, geislalæknisfræði og klínískri lyfjafræði, öldrunarlæknisfræði og geðlæknisfræði. Einnig er kennd réttarlæknisfræði og gigtarlækn- isfræði. Elleftu önn lýkur með kúrs í fæðingar- og kven- sjúkdómalæknisfræði. Á tólftu önn, sem og jafn- framt er sú síðasta, undirbúa nemendur sig fyrir kandídatspróf í lyf- og skurðlækningum. Námið endar svo með skriflegu prófi í barnalæknisfræði. Turnus, eða kandídatsárið í Danmörku, er 1 og Vi ár, ein önn á lyflækningadeild, ein á skurðdeild og ein á heilsugæslu.” Ein af byggingum lœknadeiidar háskólans í Árósum. Félag íslenskra læknanema Þeir Örn og Halldór benda á að námið er ekki eins byggt upp í öllum þremur deildunum í Danmörku en niðurstaðan er að sjálfsögðu sú sama. Loks má nefna að fyrir íslenska stúdenta í Danmörku eru skólagjöld engin og námið því ódýrara en víðast hvar annars staðar utan Norðurlandanna. Aðspurðir um framhaldsnám segist Halldór horfa til Bandaríkjanna en hann tók rannsóknarár í Bandaríkjunum og hyggst fara aftur þangað eftir kandídatsárið sitt. „Dvölin vestanhafs reyndist vera lærdómsrík og bauð uppá mikla möguleika.” Örn kveðst óráðinn ennþá en honum þykir líklegt að fyrir valinu verði eitt af Norðurlöndunum. Þess má svo geta að læknastúdentar í Danmörku hafa með sér félag sem starfrækir heimasíðuna http://www.fild.dk. Félagið hefur sex manna stjórn, skipaða tveimur fulltrúum frá hverjum skóla. Á hverjum stað er svo sjálfstæð starfsemi undirfélaga FÍLD. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna, efla félagsleg tengsl, miðla upplýs- ingum nemenda á milli, taka á móti nýnemum og kynna félagið. Læknablaðið 2006/92 627
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.