Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Tekjur, heilsa og forvarnir Sigríður Ólína Haraldsdóttir sigrohar@landspitali. is Höfundur er lyf- og lungnalæknir og meðstjórnandi í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. VlÐTAL SEM BIRTIST í MORGUNBLAÐINU 15. ágÚSt sl. við Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, doktor í heilsu- hagfræði, um tengsl tekna og heilsu var athyglisvert. Ekki kom fram á hvaða gögnumTinna byggði rann- sókn sína en þar sagði að eftir því sem launamis- munur er meiri í þjóðfélagi, þeim mun meiri munur er yfirleitt á heilsufari fólks, það er þeir tekjulægri búa við verra heilsufar en þeir tekjuhærri. í umfjöll- un um rannsókn Tinnu kom fram að tengsl launa og heilsufars eru minni hér en í níu vestrænum löndum sem við vorum borin saman við. Mér finnst mik- ilvægt að við höldum vörð um þetta ástand, en þró- unin getur orðið önnur, þar sem launamunur er að aukast hér á landi. í greininni um rannsókn Tinnu kom fram að kostnaður við heilbrigðiskerfið hér á landi hefur aukist hratt frá árinu 1970. Hlutdeild þiggjenda þjónustunnar hefur einnig aukist. Útgjöld til heilbrigðismála eru ekki áreiðanleg- ur mælikvarði á góða heilsu þegnanna. Pað virðast vera aðrir þættir sem máli skipta, aðgengi að heil- brigðisþjónustu og lyfjum svo dæmi séu tekin. Við búum við ríkisrekið heilbrigðiskerfi að nán- ast öllu leyti. Þetta þýðir þó ekki að þeir sem leita þurfa til heilbrigðiskerfisins þurfi ekki að borga neitt úr eigin vasa. Heimsóknir á göngudeildir eða til sérfræðinga, allar rannsóknir sem gerðar eru á göngudeildarsjúklingum og innan við 24 tíma lega á sjúkradeild kostar þann, sem þiggur þjónustuna, og hlutur hans í kostnaðinum getur orðið æði hár. Ég verð oftar en áður vör við það að sjúklingar spyrja um kostnað við þær rannsóknir sem gera þarf og ekki síður lyfjakostnað. Ég skynja stundum að fólkið setur verðið fyrir sig og mig grunar oft að það ætli ekki að leysa út lyfin eftir að það heyrir um kostnaðinn. Þarna getur skapast mismunun eftir kjörum. í grein sem Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, doktor í heilbrigðisvísindum, skrifaði í Tímarit hjúkrunarfræðinga nýlega og nefnist Ójöfimður í heilsufari á íslandi eru teknar saman rannsóknar- niðurstöður um tengsl þjóðfélagshópa og heilsufars hér á landi. Rannsóknir á vegum Hjartaverndar og Manneldisráðs sýndu fram á að lengd skólagöngu skiptir máli varðandi áhættuþætti kransæða- sjúkdóma og dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma og hollustuhætti í mataræði hérlendis. Gallup kannaði reykingavenjur árið 2003 og reyndist öfug fylgni á milli reykinga og lengdar skólagöngu og 616 Læknablaðið 2006/92 einnig milli fjölskyldutekna og daglegra reykinga. Hólmfríður ályktar sem svo að niðurstöður rann- sókna sem gerðar hafa verið hér á landi bendi til þess að ójafnræðis gæti í heilsufari hérlendis og þeir sem verst séu settir félagslega og fjárhagslega, hafi stutta skólagöngu og sinni ófaglærðum láglauna- störfum búi við verst heilsufar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf út skýrsluna Heilbrigðisáœthm til ársins 2010 árið 2001 og var hún samþykkt á Alþingi sama ár. Hugtökin samábyrgð, jafnrétti til heilbrigðis og for- varnir koma þar meðal annars fyrir. Sett eru mark- mið varðandi forvarnir og leiðir til að ná þeim. Draga á meðal annars úr ofbeldi, vímuefnaneyslu, áfengisnotkun og reykingum. Hér á landi hafa nýlega verið birtar tölur um að ofbeldi hafi aukist ár frá ári. Er þar meðal annars kennt um lengingu á opnun skemmtistaða í miðborginni og þar með aukinni vímuefna- og áfengisnotkun. Almennt hefur dregið úr reykingum á undanförnum áratug- um en þegar ég sé reykjandi unglinga get ég ekki varist þeirri hugsun að forvarnir séu ekki nægar. Ég er móðir unglings sem hefur nú í haust nám í 9. bekk grunnskóla. Að hennar sögn var einum kennslutíma í 8. bekk varið í fræðslu um vímuefni. Það var allt og sumt. Á nýliðinni menningarnótt tók lögreglan sérstaklega fram hve ölvun barna og unglinga hefði verið áberandi. Það var verið að gefa sígarettur til hlustenda á útvarpsstöð á dögunum. Það er greinilegt að þetta unga fólk lítur ekki á síg- arettur og áfengi sem hættulega vímugjafa, heldur hluta af eðlilegu, daglegu lífi. Landlæknisembættið gaf út skýrslu árið 2003 sem nefnist Áherslur til heilsueflingar. Þar er einnig töluvert rætt um forvarnir og mikilvægi heilsugæsl- unnar í að stuðla að þeim. Bent er á að efla þurfi heilsugæsluna meðal annars með það að markmiði að hún sé í stakk búin að takast á við þau mikilvægu verkefni sem forvarnir eru. Fjölmargir íbúar á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa ekki heimilislækni. Heimilislæknar, sem hafa aflað sér sérfræðimennt- unar á sínu sviði, fá ekki að opna eigin stofur eins og aðrir sérfræðingar í læknisfræði. Þarna er mis- munun sem erfitt er að skilja. Ég kynntist því í Noregi þar sem ég var við sérnám hve heilsugæslan var þar öflug. Þar gera sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar samning við borgina/sveitarstjórnina um hvaða þjónustu þeim beri að veita. Munurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.