Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / HJARTASTOPP uppgjörum og því er ekki hægt að meta áhrif far- símavæðingar þjóðarinnar á tíma frá hjartastoppi að tilkynningu, þó líklegt verði að teljast að hann hafi styst eitthvað. Arangur við að sjúklingar nái að útskrifast er fyllilega sambærilegur við erlendar rannsóknir. I samanburði á árangri í fimm borgum með end- urlífgunarþjónustu með neyðarbílslæknum, og var Reykjavík þeirra á meðal, útskrifuðust 15-23% þeirra sem reynt var að endurlífga (10). Þetta var jafnframt besti árangur sem náðist í þeim rúmlega tuttugu borgum sem könnunin náði til í Evrópu. í rannsókn Soo og félaga (11) var metinn árangur endurlífgunartilrauna eftir heilbrigðisstarfsmönn- um. Reyndisl þar árangur bráðatækna vera betri en sjúkraflutningamanna með grunnmenntun, en marktækt bestum árangri skilaði ef endurlífgun var reynd af lækni og vel þjálfuðum sjúkraflutn- ingamönnum starfandi saman líkt og gert er í okkar kerfi. í heldur fleiri tilvikum en í síðasta uppgjöri hafa nærstaddir reynt að veita grunnendurlífgun fyrir komu sjúkrabíls. Að vísu vantar upplýsingar um hvort skyndihjálp var reynd fyrir komu sjúkrabíls í 42 tilfellum, en erfitt getur reynst að fá þær upplýs- ingar fram á vettvangi. Hlutfallið er þó enn nokk- uð lágt, í ekki nema 54% tilvika var nokkuð gert fyrr en að sjúkraflutningamenn eða læknir koma á staðinn þó að vitni hafi verið að hjartastoppi. Þrátt fyrir að opinberlega hafi verið ráðlagt að allir landsmenn læri skyndihjálp og rifji þá þekkingu upp eigi sjaldnar en annað hvert ár, er fjarri því að það takmark hafi náðst. Nauðsynlegt er því að haldið verði áfram að efla skyndihjálparfræðslu og auka útbreiðslu hennar. A rannsóknartímabilinu var ekki farið að nota sjálfvirk stuðtæki í höndum almennings. Athygli vekur þó í rannsókn okkar að í 70% tilfella verður hjartastopp í einkabíþsjúkrabíl eða í heimahúsi þar sem slík tæki koma ekki að notum. Ef áætlað er að í helmingi annarra tilfella væri sjálfvirkt stuðtæki til staðar og að lifun einstaklinga myndi tvöfald- ast við það, má áætla að unnt væri að bjarga um þremur einstaklingum árlega. Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar af Endurlífgunarráði Landlæknis (3) um notkun og útbreiðslu sjálf- virkra hjartastuðtækja og er mikilvægt að út- breiðsla og notkun tækjanna sé í samræmi við þær leiðbeiningar til þess að tækin nýtist sem best. Um fimmti hver einstaklingur sem útskrifast eftir heppnaða endurlífgun úr hjartastoppi er með einhverja andlega skerðingu á eftir. Er það nokk- uð hærra hlutfall en í fyrri uppgjörum. Er erfitt að finna skýringu á þessari breytingu, en hugsanlega gæti hinn vægt aukni meðalaldur sjúklinga eða lenging útkallstíma átt sinn þátt í breytingunni. Mögulegt er einnig að tækni við endurlífgun sé betri en áður þannig að náist að endurlífga ein- staklinga sem áður hefðu látist, auk þess sem verið getur að betri upplýsingar séu fáanlegar í dag um afdrif sjúklinganna. Reyndir neyðarbflslæknar eru með hærra hlutfall af sjúklingum í VF/VT en þeir sem hafa skemmri reynslu. Er það líklega vegna þess að með aukinni reynslu treysti læknar sér betur til að meta hvenær raunhæft sé að reyna endurlífgun og hvenær rétt sé að úrskurða mann látinn. Aukin reynsla neyðarbílslækna virðist hins vegar skila einum sjúklingi til viðbótar lifandi inn á legudeild fyrir hverja 10 í sleglatifi sem endurlífgun er reynd á án þess að fleiri nái að útskrifast Það, að þessi áhrif skuli ekki vera meiri, bendir til þess að þjálf- un og aðlögun nýrra neyðarbflslækna sé í góðum farvegi, þó einhverjum viðbótarárangri megi ná með aukinni reynslu læknanna. Alþjóðlegar leiðbeininingar ráðleggja nú að meðvitundarlausir einstaklingar eftir hjartastopp utan sjúkrahúsa séu kældir niður á gjörgæsludeild (12) og virðist það bæta horfur þessa sjúklingahóps marktækt (13). Á árinu 2002 var farið að beita kæl- ingarmeðferð á gjörgæsludeildum Landspítala(14), og á árinu 2003 var tekin upp stöðug hjartaþræð- ingarvakt. Verður því að teljast mögulegt að hinn bætti árangur í lifun inn á sjúkradeild, sem fram kemur í þessari rannsókn samanborið við síðasta uppgjör, geti leitt til aukinnar lifunar að útskrift þegar áhrif kælingar og bráðra kransæðavíkkana verða komin fram að fullu. Á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið starf- ræktur neyðarbíll í yfir 20 ár og er nú víða á Norðurlöndunum verið að taka upp samskonar þjónustu. Líkt og í fyrri rannsóknum virðist end- urlífgunarþjónustan á svæðinu skila góðum ár- angri og árlega útskrifast lifandi um 10 sjúklingar sem voru endurlífgaðir úr hjartastoppi utan sjúkrahúsa. Af þeim sem reynt er að endurlífga lifa 41% að innlögn á sjúkrahús og 19% útskrifast. Skyndihjálp er beitt í 54% tilvika þar sem vitni voru að upphafi hjartastopps. Árangur endurlffg- unartilrauna er svipaður og í fyrri uppgjörum þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar á þjónustunni. Þakkir Neyðarbílslæknar Landspítala Sjúkraflutningamenn SHS Neyðarverðir 112 Örn Ólafsson Guðmundur Jónsson 596 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.