Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNI
íslensk börn með ofvirkniröskun
- lýsing á nokkrum þáttum í meðgöngu
og fæðingu
Margrét
Valdimarsdóttir
BARNA- OG UNGLINGA-
GEÐLÆKNIR
Agnes Huld
Hrafnsdóttir
SÉRFRÆÐINGUR f KLÍNÍSKRI
SÁLFRÆÐI
Páll Magnússon
SÁLFRÆÐINGUR
Ólafur Ó.
Guðmundsson
YFIRLÆKNIR
Höfundar starfa allir
á Barna- og unglingageðdeild
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Margrét Valdimarsdóttir,
Barna- og unglingageðdeild
Landspítala. Sími 543-4300,
543-1519.
Netfang: margval@lsh.is
Lykilorð: ojvirkniröskun,
ofvirkni, meðganga, fœðing,
börn.
Ágrip
Tilgangur: Ofvirkniröskun (athyglisbrestur með
ofvirkni) er vel þekkt klínískt heilkenni athygl-
isbrests, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Einkenni
heilkennisins koma fram á barnsaldri og geta
haldist fram á fullorðinsár. Rannsóknir benda til
að um samspil ýmissa orsakaþátta sé að ræða en
að erfðaþátturinn vegi þyngst. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna tengsl vissra þátta á með-
göngu og í fæðingu við ofvirkniröskun hjá börnum
og unglingum á íslandi. Um er að ræða lýsandi,
afturvirka rannsókn.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr
sjúkraskrám þeirra barna sem komu til greiningar
vegna gruns um ofvirkni á göngudeild Barna- og
unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) 1998
og 1999. í rannsóknarhópnum voru 196 börn
sem fengu ofvirknigreiningu samkvæmt greining-
arkerfunum ICD-10 eða DSM-IV. Foreldrar fylltu
út spurningalista þar sem rneðal annars var spurt
um heilsufar barnsins, meðgöngu og fæðingu og
byggjast niðurstöðurnar á upplýsingum úr þessum
listum.
Niðurstöður: Fram komu marktæk tengsl milli
ofvirkniröskunar hjá barni og þáttanna: aldur
móður innan við tvítugt við fæðingu barns, að
barnið hafi verið fyrirburi eða hafi verið tekið með
keisaraskurði eða töngum. Einnig voru þættirnir:
fæðingarþyngd barns, áfengisnotkun, reykingar,
lyfjanotkun og sogklukkufæðingar athugaðir en
ekki var hægt að sýna fram á marktæk tengsl þessa
við ofvirkniröskun.
Ályktanir: Niðurstöðurnar eru áþekkar niðurstöð-
um nokkurra erlendra rannsókna og benda til þess
að tengsl séu milli nokkrurra þátta á meðgöngu og
í fæðingu og þess að börn greinist rneð ofvirkni-
röskun. Um er að ræða lýsandi rannsókn en enn
eru ekki nægar forsendur til staðar til að draga
ályktanir um orsakasamhengi áhættuþátta.
ENGLISH SUMMARY
Valdimarsdóttir M, Hrafnsdóttir AH, Magnússon P, Guðmundsson ÓÓ
The frequency of some factors in pregnancy and delivery for lcelandic children with ADHD
Læknablaðið 2006; 92: 609-614
Objective: ADHD is a well known psychiatric disorder
that begins in childhood and frequently persists into
adulthood. In the last decade numerous studies have
shown the importance of genetic factors in the etiology
of ADHD. However other etiological factors seem to
be involved. The aim of this study was to examine the
frequency of some possible etiological factors for ADHD
in lcelandic children diagnosed with ADHD. The study is
descriptive.
Materials and methods: The participants were 196
children referred for suspected ADHD to the outpatient
unit of the Department of Child and Adolescent
Psychiatry, Landspitali University Hospital during a 2 year
period 1998-1999. The participants had either ICD-10
or DSM-IV hyperkinetic disorder and/or ADHD and the
information was obtained from patient case. Information
provided by parents in a questionnaire concerning health
in pregnancy and the perinatal period was retrospectively
analysed.
Results: The main results show statistically significant
increased risk for ADHÐ associated with several factors
such as low birthweight, young age of the mother at the
time of the child’s birth and Caesarian section, compared
with reference groups such as mean values in all of the
community. Other factors such as birthweight, alcohol
or tobacco use in pregnancy, use of medication in
pregnancy or vacuum extration did not show statistically
significant association with ADHD.
Conclusion: The results indicate as some studies from
other countries have suggested that an association exists
between a number of factors in pregnancy, delivery and
perinatal period and ADHD, even though there is still not
enough evidence to confirm definite etiological factors.
Keywords: ADHD, Attention deficit-hyperactivity disorder,
Hyperkinetic disorder, pregnancy, lcelandic children.
Correspondance: Margrét Valdimarsdóttir, margval@lsh.is
Læknablaðið 2006/92 609