Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2006, Side 25

Læknablaðið - 15.09.2006, Side 25
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA völdum í starfi leikskólastarfsmanna, samkvæmt Bright og Calabro (1). Þar er lýst lágum launum, ekki er borgað fyrir unnin tíma, engar heilsutrygg- ingar eru fyrir hendi, undirmönnun er til staðar og lítil starfsánægja (1). Manlove (1993) segir að streita myndist vegna samspils í samskiptum við börn og foreldra (1). Við þetta bætist lítil virð- ing, engar afleysingar, hátt hlutfall barna á hvern starfsmann, stundaskrá starfsmanna, engir hvíld- artímar, enginn skipulagstími, ónóg miðlun milli starfsmanna, og milli starfsmanna og foreldra er varðar samspil og tjáskipti. Einnig vöntun á að geta haft áhrif á ákvarðanir (6,19). I ljósi þessa og með hliðsjón af alvarleika kulnunar, smits og áhættuþátta hafa kenningar verið uppi um að starf á leikskólum sé í hlutfallslega háum áhættuflokki í heilsu- og öryggismenningu (1-3,12). í niðurstöðum rannsóknarinnar sem birtar eru í þessari grein eru hins vegar staðfest mikil starfs- ánægja í öllum flokkum, þó einnig sé marktækur munur milli flokkanna er kemur að sálfélagslegum þáttum. Flokkur D kemur best út varðandi and- legan og félagslegan stuðning á vinnustað. Jákvæð svörun er yfir 90% í flestum spurningum er við kemur, stuðningi, samvinnu og starfsanda. Flokkur A svarar samsvarandi þáttum á bilinu 70-90%. Hinir flokkarnir koma þar á milli. Hins vegar virð- ast um 75-80% starfsmanna hafa nægan tíma til að sinna börnunum í A og D en 93-99% hjá hinum flokkunum, sem hefur ef til vill eitthvað með við- horf starfsmanna sjálfra til sjálfs sín og verkefna í vinnunni að gera. Athyglisvert er að í D eru flestu fagmennirnir, elsti starfsmannahópurinn sem hefur unnið lengst og sjaldnast skipt um starf á síðustu fimm árum. Greinilegt er að starfsmenn hafa náð að aðlaga sig að vinnuumhverfinu og eru mjög sátt- ir bæði andlega og félagslega. Líklegt er að ofmat það sem sést í mati D á vinnuaðstöðunni út frá vinnumatseinkunninni megi rekja til mjög jákvæðs viðhorfs og stuðnings sem starfsmenn lýsa. Lægri jákvæð svörun á andlegum og félags- legum þáttum í A má ef til vill rekja til stærðar leikskólanna. I A er leikskólastjóri yfir allt að 36 manns á meðan fjöldi starfsmanna í hverjum leik- skóla í D er 12-18 manns. Nánd yfirmanns getur þannig ekki verið eins mikil í A og í D. Einnig hefur í A verið mikil endurnýjun á húsnæði leik- skólanna árið 1999 sem gæti haft áhrif á áherslur í starfinu. Varðandi D kemur einnig til álita að ef vinnuumhverfið er ekki nógu gott þá sýni yfir- maður skilning á því og það virkar jákvætt í huga starfsmanna. Þegar kvartanir starfsfólks eru skoðaðar kemur í ljós að dagleg vinnuferli ýta undir spennu í vöðvum, ofreynslu og tognun (3, 5, 6, 12). Bak- meiðsl eru dýrasta uppspretta bóta og er önnur helsta orsök fjarvista frá vinnu (5). í leikskól- unum verða meiðslin við endurteknar lyftur, mikið bogur, snúning á bol, að sitja á hækjum sér, að seilast langt og að bera byrðar (1,5,6,19). I þessari rannsókn eru mikil líkamleg óþæg- indi staðfest hjá starfsmönnnum á leikskólum eða hjá 70-90% starfsmanna varðandi óþægindi frá mjóbaki, hálsi og herðum. Yfirleitt er ekki mark- tækur munur milli flokkanna þó um mismunandi vinnuumhverfi sé að ræða. Mjóbakið hefur svip- aða svörun milli flokka. Flokkur D hefur mestu óþægindin í heild og mestu óþægindin eru frá hálsi og öxlum. Flokkur A sýnir mestu óþægindin frá mjóbaki og efri hluta baks. Marktækur munur er á einkennum frá mjöðmum þar sem elstu og reynd- ustu starfsmennirnir eru í versta vinnuumhverfinu en minnst eru þau hjá A. Umtalsverður fjöldi starfsmanna leikskólanna virðist vera með viðvarandi líkamleg einkenni. Út frá þessu er raunsætt að áætla að aldur og vinnuaðstæður hafi töluvert um að segja, hvort meiri óþægindi séu til staðar eða minni. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinnuumhverfi sé gott en einnig að huga þarf að aldurssamsetningu starfsmanna þegar vinnuumhverfi er metið. Má hugsanlega tengja þekkingu á líkamsbeit- ingu og menntun í faginu við fjölda starfsmanna sem finnur fyrir óþægindum? Getur verið að kennslan í líkamsbeitingu hafi lagt meiri áherslu á mjóbak heldur en háls og herðar og að „faglega ábyrgðin” valdi frekar óþægindum frá herðum og hálsi, hjá menntuðum starfsmönnum? Þessum síð- ustu spurningum verður ekki svarað hér. Ljóst er að umfang óþæginda gefur tilefni til þess að unnið sé með nrarkvissum aðgerðum á vinnustaðnum að því að draga úr þessum óþægindum og gera starfs- mönnum kleift að sinna starfi sínu þrátt fyrir þau. í grein um vinnuaðstæður sjúkraflutninga- manna frá 2005 kemur fram að ekki eru tengsl á milli mikillar starfsánægju og minni heilsukvart- ana (20). í stórri rannsókn á starfsmönnum í stór- verslunum á Ítalíu er starfsmönnum skipt í fjóra flokka, þar sem einn flokkur er einkennalaus en hinir þrír hafa mismunandi alvarleg óþægindi frá mjóbaki (21). Þar kemur fram mikil starfsánægja í öllum flokkum eða í um 90-95% tilvika. Enginn munur er á flokkunum með tilliti til starfsánægju. Þessar niðurstöður styðja niðurstöðu þessa verkefnis það er að mikil starfsánægja og stuðn- ingur endurspeglast ekki endilega í minni álags- einkennum. Niðurstöður greinar um sálfélagslegt vinnu- umhverfi og heilsu gefa til kynna að langvarandi streituviðbrögð geti þróast, þegar ójafnvægi er milli áreynslu og verðlauna í starfi (22). Hugs- Læknablaðið 2006/92 605

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.