Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNI Greiningarskilmerki Hópnum var skipt í tvennt, annars vegar voru börn sem uppfylltu greiningarskilmerki fyrir ofvirkni- röskun samkvæmt ICD-10 greiningarkerfinu eða samkvæmt bandaríska DSM-IV greiningarkerfinu. Hins vegar voru þau börn sem uppfylltu hvorug greiningarskilmerkin og voru þau ekki tekin inn í rannsóknarhópinn. Greiningarkerfin byggja á sömu einkennum þó áherslur séu mismun- andi. Þannig er ofvirkni í DSM-IV greind í þrjá flokka, athyglisbrest með ofvirkni, athyglisbrest án ofvirkni og ofvirkni/hvatvísi án athyglisbrests, en í ICD-10 kerfinu er ein greining, ofvirkniröskun, sem krefst bæði athyglisbrests - og hreyfiofvirkni/ hvatvísieinkenna. Hóparnir sem uppfylltu önnur hvor greiningarskilmerkin (ICD-10 eða DSM-IV) eða bæði voru bornir saman en ekki var marktæk- ur munur á þáttum, svo sem aldri og kynjahlutfalli, rnilli þeirra. Á BUGL er ICD-10 greiningarkerfið notað en DSM-IV greiningarkerfið einnig haft til hliðsjónar. Sjá töflu I. Tölfræðiaðferðir: Fischer exact próf var notað til að bera saman hlutfall mæðra sem voru yngri en 20 ára, mæðra sem reyktu og fæðingarinngripa við tilsvarandi hlutfall í viðmiðunarhóp. Hlutfall fyrirbura og fæðingarþyngd í rannsóknarhópnum var borið saman við tilsvarandi hlutföll í 10.000 slembiúrtökum úr viðmiðunarhópnum. í hvert slembiúrtak voru valdir jafnmargir einstaklingar og voru í rannsóknarhópnum og, til að forðast hugsanlega bjögun vegna kynbundins mismunar í tíðni fyrirbura og fæðingarþyngdar, þá innihélt hvert slembiúrtak einnig jafnmarga drengi og stúlkur og rannsóknarhópurinn. Tilsvarandi p- gildi var reiknað sem hlutfall slembiúrtaka sem sýndu jafnháa eða hærri tíðni fyrirbura eða létt- bura og rannsóknarhópurinn. Siðfræði: Leyfi til úrvinnslu gagna var fengið frá Siðanefnd Landspítala og hjá Persónuvernd. Gögn voru gerð ópersónugreinanleg. Aldur Mynd 2. Aldur mœðra við fœðingu barns. Viðmiðunarhópur (ísland) eru allar fœðingar á íslandi 1986-1995 (6). Tafla 1. Skipting hóps. Fjöldi sem var ekki með í endanlegum rannsóknarhóp: Fjöldi Upplýsingaskrá vantar 19 Uppfyllir ekki greiningarskilmerki fyrir ofvirkniröskun 29 Samtals 48 Rannsóknarhópur: Fjöldi Uppfyilir greiningarskilmerki ICD-10 fyrir ofvirkniröskun 150 Uppfyllir eingöngu greiningarskilmerki DSM-IV fyrir ADHD 46 Þar af „Combined" 7 „Attention Deficit” 27 „Hyperactive-lmpulsive” 12 Samtals 196 Niðurstöður Aldur mœðra við fœðingu barns Mynd 2 sýnir aldursskiptingu mæðra við fæðingu barns í rannsóknarhópnum annars vegar og við- miðunarhóp hins vegar. í þessu tilviki var við- miðunarhópurinn öll börn sem fæddust á Islandi á árabilinu 1986-1995 (úrtaksstærð 44.512 börn). Rúmlega tvisvar sinnum fleiri mæður í rannsókn- arhópnum (18,8% á móti 6,4%) eru undir 20 ára við fæðingu barns, p< 0,001. Reykingar á meðgöngit í töflu II eru bornar saman reykingar á meðgöngu hjá mæðrum barna í rannsóknarhópnum miðað Tafla II. Reykingar á meðgöngu. Rannsóknarhópur(%) Viðmið (%)* Ekki reykt á meðgöngu 41,9 50,9 Eitthvað reykt á meðgöngu 54,0 48,4 Þar af daglegar reykingar 36,2 27,2 Vantar 4,1 0,7 Heildarfjöldi 196 440 * Reykingar íslenskra kvenna á meógöngu (7). við reykingar á meðgöngu hjá viðmiðunarhóp (úrtaksstærð 440 konur) (7). í rannsóknarhópnum voru ekki marktækt fleiri konur sem reyktu, tví- hliða p-gildi = 0,82. Læknablaðið 2006/92 611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.