Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 31

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / OFVIRKNI Greiningarskilmerki Hópnum var skipt í tvennt, annars vegar voru börn sem uppfylltu greiningarskilmerki fyrir ofvirkni- röskun samkvæmt ICD-10 greiningarkerfinu eða samkvæmt bandaríska DSM-IV greiningarkerfinu. Hins vegar voru þau börn sem uppfylltu hvorug greiningarskilmerkin og voru þau ekki tekin inn í rannsóknarhópinn. Greiningarkerfin byggja á sömu einkennum þó áherslur séu mismun- andi. Þannig er ofvirkni í DSM-IV greind í þrjá flokka, athyglisbrest með ofvirkni, athyglisbrest án ofvirkni og ofvirkni/hvatvísi án athyglisbrests, en í ICD-10 kerfinu er ein greining, ofvirkniröskun, sem krefst bæði athyglisbrests - og hreyfiofvirkni/ hvatvísieinkenna. Hóparnir sem uppfylltu önnur hvor greiningarskilmerkin (ICD-10 eða DSM-IV) eða bæði voru bornir saman en ekki var marktæk- ur munur á þáttum, svo sem aldri og kynjahlutfalli, rnilli þeirra. Á BUGL er ICD-10 greiningarkerfið notað en DSM-IV greiningarkerfið einnig haft til hliðsjónar. Sjá töflu I. Tölfræðiaðferðir: Fischer exact próf var notað til að bera saman hlutfall mæðra sem voru yngri en 20 ára, mæðra sem reyktu og fæðingarinngripa við tilsvarandi hlutfall í viðmiðunarhóp. Hlutfall fyrirbura og fæðingarþyngd í rannsóknarhópnum var borið saman við tilsvarandi hlutföll í 10.000 slembiúrtökum úr viðmiðunarhópnum. í hvert slembiúrtak voru valdir jafnmargir einstaklingar og voru í rannsóknarhópnum og, til að forðast hugsanlega bjögun vegna kynbundins mismunar í tíðni fyrirbura og fæðingarþyngdar, þá innihélt hvert slembiúrtak einnig jafnmarga drengi og stúlkur og rannsóknarhópurinn. Tilsvarandi p- gildi var reiknað sem hlutfall slembiúrtaka sem sýndu jafnháa eða hærri tíðni fyrirbura eða létt- bura og rannsóknarhópurinn. Siðfræði: Leyfi til úrvinnslu gagna var fengið frá Siðanefnd Landspítala og hjá Persónuvernd. Gögn voru gerð ópersónugreinanleg. Aldur Mynd 2. Aldur mœðra við fœðingu barns. Viðmiðunarhópur (ísland) eru allar fœðingar á íslandi 1986-1995 (6). Tafla 1. Skipting hóps. Fjöldi sem var ekki með í endanlegum rannsóknarhóp: Fjöldi Upplýsingaskrá vantar 19 Uppfyllir ekki greiningarskilmerki fyrir ofvirkniröskun 29 Samtals 48 Rannsóknarhópur: Fjöldi Uppfyilir greiningarskilmerki ICD-10 fyrir ofvirkniröskun 150 Uppfyllir eingöngu greiningarskilmerki DSM-IV fyrir ADHD 46 Þar af „Combined" 7 „Attention Deficit” 27 „Hyperactive-lmpulsive” 12 Samtals 196 Niðurstöður Aldur mœðra við fœðingu barns Mynd 2 sýnir aldursskiptingu mæðra við fæðingu barns í rannsóknarhópnum annars vegar og við- miðunarhóp hins vegar. í þessu tilviki var við- miðunarhópurinn öll börn sem fæddust á Islandi á árabilinu 1986-1995 (úrtaksstærð 44.512 börn). Rúmlega tvisvar sinnum fleiri mæður í rannsókn- arhópnum (18,8% á móti 6,4%) eru undir 20 ára við fæðingu barns, p< 0,001. Reykingar á meðgöngit í töflu II eru bornar saman reykingar á meðgöngu hjá mæðrum barna í rannsóknarhópnum miðað Tafla II. Reykingar á meðgöngu. Rannsóknarhópur(%) Viðmið (%)* Ekki reykt á meðgöngu 41,9 50,9 Eitthvað reykt á meðgöngu 54,0 48,4 Þar af daglegar reykingar 36,2 27,2 Vantar 4,1 0,7 Heildarfjöldi 196 440 * Reykingar íslenskra kvenna á meógöngu (7). við reykingar á meðgöngu hjá viðmiðunarhóp (úrtaksstærð 440 konur) (7). í rannsóknarhópnum voru ekki marktækt fleiri konur sem reyktu, tví- hliða p-gildi = 0,82. Læknablaðið 2006/92 611

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.