Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 39

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF KVENNADEILD Námskeið í spangarskurði spangarviðgerðum í lok júni' var haldið námskeið á vegum kvenna- deildar Landspítala og Icepharma fyrir ljósmæður og fæðingarlækna um spangarskurð og spang- arviðgerðir. Læknablaðið bað Hildi Harðardóttur yfirlækni á kvennadeild Landspítala að segja frá námskeiðinu. „Abdul Sultan og Ranee Thakar fæðingarlækn- ar fara fyrir þessum breska kúrsus sem nokkrir íslenskir fæðingarlæknar og ljósmæður hafa sótt á síðastliðnum 2-3 árurn. Með þeim starfar einn- ig Chris Kettle prófessor í ljósmóðurfræðum og læknar í framhaldsnámi. Þessi hópur heldur reglulega námskeið í Bretlandi og víðar og við ákváðum að fá þau hing- að og gefa sem flestum fæðingarlæknum og ljós- mæðrum, og öðrum sem starfa við fæðingar, kost á að sækja námskeiðið í stað þess að senda einn og einn héðan til Bretlands með ærnum tilkostnaði. Með þeim Abdul, Ranee og Chris voru læknar í framhaldsnámi, þau Inka Sheer, sem er fæðing- arlæknir og Ravi Bhate sem er í framhaldsnámi í skurðlækningum ristils og endaþarms. Hópurinn skipti síðan á milli sín fyrirlestrahaldi og sýni- kennslu,” segir Hildur. Að sögn Hildar var námskeiðið var tvíþætt; annars vegar var fjallað um spangarskurð (ep- isiotomia) og viðgerð á þeim ásamt minni hátt- ar spangarrifum (1. og 2. gráðu) og hins vegar námskeið um viðgerð á alvarlegri rifum sem ná inn í hringvöðva endaþarms (3. gráðu) og inn í endaþarm (4. gráðu rifur). „Hefðin er að ljós- mæður sauma 1. og 2. gráðu rifur og spangarskurði en læknar sauma 3. og 4. gráðu rifur. Þriðju gráðu rifur innfela hringvöðvann við endaþarm og er skipt í þrjú stig eftir umfangi, 3A ef minna en helmingur hringvöðvans rofnar, 3B ef allur hring- vöðvinn rofnar og 3C ef innri hringvöðvinn er einnig rofinn. Fjórðu gráðu rifur ná alveg upp í rectum. Héðan hafa nokkrir farið á þetta námskeið til Bretlands og það hefur þegar skilað sér í breyttu verklagi hér á kvennadeildinni en sú hugmynd kom upp að fá þessa sérfræðinga hingað til íslands og halda námskeiðið til að sem flestir ættu þess kost að tileinka sér aðferðirnar. Við leituðum eftir samvinnu við fyrirtækið Icepharma þar sem Margrét Guðmundsdóttir forstjóri og Ingibjörg Eyþórsdóttir hjúkrunar- fræðingur, sölu- og markaðsstjóri tóku okkur vel. Námskeiðið var haldið í húsakynnum þeirra og lagði fyrirtækið til mat og drykk, auk sauma til að nota við kennsluna, en við sáum um að útvega fyrirlesara og skipuleggja dagskrá. Námskeiðið var stutt af Félagi íslenskra kvensjúkdómalækna og Ljósmæðrafélaginu og eru þeim færðar bestu þakkir. Einnig fengum við stuðning frá Sfld og fisk, en þeir gáfu okkur góðfúslega svínalíffæri til að nota við kennslu á saumaskap, fyrir milligöngu Kristínar Viktorsdóttur, aðstoðaryfirljósmóður á kvennadeild. “ Skipuleggjendur og kennarar á námskeiðinu. Aftastur eru Ravi Bhate, við hlið hans erfulltrúi Ethicon. Fremri röð f.v.: Ingibjörg Eyþórsdóttir, Chris Kettle, Abdul Sultan, Ranee Thakar, Inka Sheer, Kristín Viktorsdóttir og Hildur Harðardóttir. Mikill og einlægur áhugi „Námskeiðið var ætlað öllum sem starfa við fæð- ingar og hér á Landspítala eru það fyrst og fremst fæðingarlæknar og ljósmæður en úti á landi eru það auk ljósmæðra, heimilislæknar og skurðlækn- ar og það var mjög ánægjulegt að nokkrir læknar komu utan af landi. Námskeiðið sóttu alls 64 Ijós- mæður og 15 læknar, hvaðanæva af landinu. Við áttum von á að ljósmæðurnar hefðu fyrst og fremst áhuga á fyrra námskeiðinu en raunin varð sú að margar kornu líka seinni daginn þegar fjallað var um viðgerðir á 3. og 4. gráðu spang- arrifum. Fyrir ljósmæður utan af landi var það rnjög gagnlegt því þær eru oft einar við störf. Þær þurfa að treysta á sjálfar sig og hafa ekki stuðning af fæðingarlæknum eða öðrum læknum eins og er til dæmis hér á fæðingardeildinni. Báða dagana voru fyrirlestrar þar sem farið Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 619

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.