Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Fjallamenn bestir á fimmtugsaldri Gunnar Guðmundsson lungnalæknir veit fátt betra en halda til fjalla og ganga á brattann til að „hlaða batteríin” einsog hann orðar það þegar ég spyr hann hvers vegna þetta áhugamál hafi gripið hug hans á unga aldri. Hann rekur upp- hafið þó til þess er hann starfaði í Hjálparsveit skáta og tók þátt í þeim fjölbreytta starfa sem slík þátttaka veitir. „Við erum nokkrir gamlir félag- ar í Hjálparsveitinni sem höfum stofnað sérstaka deild sem við köllum Spretti og njótum þess að vera orðnir eldri og ráð- settari en þeir sem yngri eru. Við erum eins konar varalið í útköllum og ýmsu starfi sem fram fer.” Gunnar er þó engan veginn kominn að fótum fram hvað aldur varðar, aðeins 44 ára að aldri, og segir sjálfur að rannsóknir hafi sýnt að eftir fertugt sé líkaminn hvað best til þess fallinn að þola álagið sem fylgir minnkuðu súrefni í mikilli hæð og ýmislegt annað sem háfjallaklifur ** ber með sér. „Eg er því fyrst núna að detta inná rétta aldurinn fyrir þetta áhugamál og ég finn það á sjálfum mér að þetta er auðveldara fyrir lík- amann en þegar ég var á þrítugsaldri. Þá var ég iðulega með miklar harðsperrur eftir stífar göngur en ég fæ þær aldrei núorðið.” Af þessu má draga þá ályktun að þó menn séu komnir yfir fertugt þá sé ekkert því til fyrirstöðu að byrja stunda fjallgöngur. „Þetta er einmitt besti aldurinn til þess,” segir Gunnar. Hann segist hafa byrjað fyrir 25 árum að stunda klifur ásamt nokkrum kunningjum sínum. „Þetta vatt uppá sig og við vorum í Alpaklúbbnum og svo starfaði ég með Hjálparsveit skáta í Reykjavík í nokkur ár. Þetta var nú allt heldur frumstæðara þá en nú þó ekki sé liðinn lengri tími. Þá voru slóðir lítið merktar og oft erfitt að verða sér úti um upp- lýsingar um ákveðna staði. Nú er þetta allt við hendina á netinu og hægt að ná í góð kort og gps- punkta af hvaða stað sem manni dettur í hug.” Voruð þið þá að fara leiðir sem ekki höfðu Sigurjónsson verið farnar áður? 634 Læknabi.aðið 2006/92 „Já, ég á víst þátt í að hafa farið nýja leið á Hrútfellstinda sem „eyðilagði” leiðina fyrir klifr- ara því leiðin sem við fundum er gönguleið og síðan hafa margir gengið á tindana eftir þessari gönguleið. Ég tók líka þátt í því á sínum tíma að stika leiðina frá Bræðrafelli undir Herðubreið í Drekagil við Öskju. Þetta var þakklátt verk því slóðin er hluti af svokölluðunt Öskjuvegi og býsna villugjarnt á þessum kafla. Þess má geta að Ingvar Teitsson læknir á Akureyri og formaður Ferðafélags Akureyrar fer oft nteð gönguhópa þessa skemmtilegu leið. Þá eru gengnar dagleiðir á milli skála.” Gunnar segist hættur að klifra en fari frekar það sein kallist erfiðar fjallgöngur. „Þá er klif- urbúnaður hafður nteð en ekki beinlínis til að nota hann heldur til að grípa til svo ntaður þurfi ekki að snúa við. Maður notar jú ísöxi og mann- brodda til að komast fyrir eða yfir fyrirstöður en ekki beinlínis til að klifra. Áherslurnar breytast með aldrinum og núorðið þykja mér svona ferðir skemmtilegastar.” Gunnar segist oftast fara dagsferðir og eyða talsverðum tíma í undirbúning til dæmis með skoðun korta, lestur leiðalýsinga og öflun gps punkta, enda sé hann ómissandi hluti af iðkun áhugamálsins. Þegar ég spyr hann hvert hann hafi nýlega farið nefnir hann Hvannadalshnjúk, „sem ég gekk á í vor ásamt Ólafi Baldurssyni lungna- lækni sem er mikill fjallantaður og ákaflega ratvís” og Eyjafjallajökul. „Svo hef ég eiginlega ef svo má að orði komast sérhæft mig í Tröllaskaganum, milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Konan mín er frá Dalvík og við förum oft þangað norður og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara með gönguskíðin upp dalina á Tröllaskaga og þar er hægt að ganga langar leiðir á skíðum þó allur snjór sé horfinn annars staðar. Það eru ekki rnargir sem vita af þessu, sern er synd, því það er tiltölulega auðvelt að komast í snjóinn. Ég keyri til dæmis upp á Lágheiði og þarf þá yfirleitt ekki ganga með skíðin nema í 20-30 mínútur áður en komið er í góðan snjó. Ég hef gert talsvert mikið af þessu undanfarin ár og gengið á skíðunt þarna fyrir norðan en einnig farið á Eyjafjallajökul og víðar á Suðurlandi.” Gunnar segir að þegar gengið sé á jökul þurfi ntenn að þekkja leiðir og stundum skíði þeir saman í línu. „Það er nauðsynlegt að þekkja leið- irnar og gæta fyllsta öryggis.” Aðspurður um fjallgöngur erlendis rifjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.