Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA best út Flokkur A er með lægstu svörun í þremur spurningum af sex. Þegar starfsmenn eru spurðir hvort þeir geti sinnt börnunum vel á leikskólanum kemur í ljós að um 95% starfsmanna í B og C segjast oftast eða stundum geta það, en 75-80% í hinum hópunum (p<0,001). Þegar spurt er hvort starfsmaður komi með tillögur um hagræðingu eða breytingar til að létta störfin segjast um 90% í A, B og D gera það oft eða stundum á meðan 75% í C svarar slíku (p<0,05). Varðandi að fá stuðning ef vinna er erfið (p<0,05), er jákvæð svörun um 67% í A en um 86- 93% í hinum flokkunum. Þegar starfsmenn eru beðnir að svara því hvort starfsandinn sé afslappaður og þægilegur svarar D að meðaltali 8,8 á skala frá 1-10 að þeir séu sam- mála því en svörun hjá hinum flokkunum er að meðaltali 7,4-7,7 jákvæð (p<0,001). Sama á við um svör við spurningu um tortryggni og grunsemdir, en með öfugum formerkjum (p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur milli vinnumatsflokkanna er varðar samskipti við yfirmenn (allir flokkar >90%) eða foreldra; samstaða á vinnustað (allir flokkar >90%); fá hrós; andlega fjölbreytt eða einhæft starf; skreppa frá vegna símtala eða úr vinnu; tímapressa við vinnu; samræma kröfur og væntingar foreldra og samstarfsmanna og varðandi upplýsingaflæði. Líkamleg einkenni Þegar spurt er um líkamlegt erfiði við vinnu, svara 70% starfsmanna í D því játandi en 60-65% í hinum flokkunum. Þetta snýst við þegar spurt er um andlegt erfiði. Þá er flokkur D lægstur en hinir hærri. Líkamleg líðan starfsmanna er athuguð með spurningum um hvort starfsmenn hafi haft óþæg- indi (sársauka, verki, ónot) frá ýmsum líkamssvæð- um síðustu 12 rnánuði. Þá kemur í ljós að mikill meirihluti starfsmanna í öllum flokkum (70-90%) hefur haft líkamleg óþægindi frá hálsi, öxlum og mjóhrygg (tafla V). Óþægindi frá efri hluta baks eru minni eða 22-50%. Starfsmenn í D eru almennt með mestu óþægindin síðustu 12 mánuði. Flokkur D er með mestu óþægindin frá hálsi og öxlurn, en A frá mjóbaki og efri hluta baks. Marktækur munur er milli flokkanna þegar spurt er um óþægindi frá mjöðmum síðustu 12 mánuði (p<0,01). Minnstu einkennin eru hjá A (19%), þar sem yngsta fólkið er, en mestu einkennin hjá elsta flokknum sem er D (54%). Óþægindi frá hnjám eru svipuð hjá öllum flokk- unum eða 30-35%. Einnig var spurt um líkamleg óþægindi síðustu Tafla IV. Yfirlit yfir breytur sem sýna marktækan mun milli vinnumatsflokkanna í spurningum um félagslega og andlega álagsþætti áriö 2000. Sett fram í fjölda starfsmanna í hverjum flokki. Flokkar leikskóla Félagslegir- og andlegir álagsþættir A n=31 B n=72 C n=89 D n=39 Getur oftast/stundum sinnt börnum vel fjöldi*** 22 (76%) 68 (99%) 79 (93%) 27 (82%) Kemur með tillögur til að létta störfin - fjöldi* 29 (91%) 64 (88%) 68 (75%) 38 (90%) Fær stuðning ef vinna erfið - fjöldi* 20 (67%) 62 (86%) 78 (87%) 38 (93%) Samskipti fremur/mjög ánægjuleg við samstarfsfélaga - fjöldi** 30 (91%) 51 (70%) 79 (88%) 38 (93%) Starfsandinn er afslappaður/þægilegur - meðaltal*** 7,6= 7,4 7,7 8,8 Starfsandinn einkennist af tortryggni/ grunsemdum - meðaltal*** 2,7 = 1,9 2,2 1,4 *p<0,05, **p<0,01,*** p<0,001. “Meöaltalstölur á skalanum 1-10 Tafla V. Líkamleg óþægindi starfsmanna í vinnumatsflokkunum árið 2000. Sett fram í fjölda starfsmanna en hundraóstala í sviga. Flokkar leikskóla Líkamleg óþægindi - fjöldi A n=32 B n=71 C n=86 D n=34 Fláls/hnakki sl. 12 mán. 22 (67%) 52 (71%) 57 (65%) 28(87%) Fleröar/axlir sl. 12 mán. 25 (78%) 58 (80%) 68 (76%) 32 (91%) Efri hluti baks sl. 12 mán. 16 (50%) 27(40%) 25 (30%) 8 (24%) Neðri hluti baks sl. 12 mán. 25 (78%) 51 (70%) 60 (68%) 28 (72%) Mjaömir sl. 12 mán.* 6 (19%) 23 (34%) 25 (29%) 20 (54%) Flné sl. 12 mán. 10(34%) 22 (31%) 27(33%) 13 (35%) Háls/hnakki sl. 7 daga 17 (51%) 37 (49%) 40 (44%) 17 (40%) Herðar/axlir sl. 7 daga 17 (51%) 45 (60%) 49 (54%) 26 (62%) Efri hl. baks sl. 7 daga 10 (30%) 23 (31%) 16 (18%) 6 (14%) Neðri hl. baks sl. 7 daga 14 (42%) 34 (45%) 36 (40%) 15 (36%) Mjaðmir sl. 7 daga 2 (6%) 14 (19%) 13(14%) 9 (21%) Flné sl. 7 daga 5 (15%) 12 (16%) 17 (19%) 7 (17%) *p<0,01, sl.= síóastliöinn, hl. = hluti, mán. = mánuóur sjö daga (tafla V). Starfsmenn lýsa minni óþægind- um þegar spurt er um þau síðustu sjö daga heldur en þegar spurt er um þau síðastliðna 12 mánuði og er ntunurinn 9-47%. Þó er það þannig að um helm- ingur til þrír af hverjum fjórum sern hafa óþægindi einhvern tíma síðustu 12 mánuði hafa þau einnig síðastliðna sjö daga. Ekki er marktækur ntunur milli flokkanna varðandi líkamleg óþægindi síð- ustu sjö daga. Umræða Styrkur þessa verkefnis liggur í mikilli þátttöku starfsmanna. Um 90% starfsmanna í 22% leik- skóla í Reykjavík tóku þátt. Leikskólarnir voru Læknablaðið 2006/92 603
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.