Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR Björgu Jónsdóttur leist svo vel á lœknanámið að hún skipti um grein. „ Gott að geta tekið hluta afklíníska náminu heima á Islandi, ” segir Daði Jónsson. Þau stefna bæði á útskrift á næsta ári en segja að skólinn gefi reyndar talsvert svigrúm hvernig haga skuli námslokum. „Það mega líða allt að því tvö ár og maður getur unnið á deildum og gert ýmislegt áður en maður útskrifast ef það er eitthvað sem hentar manni betur,” segir Daði. Þau segja að íslenskum læknanemum hafi fjölg- að hratt á þeim árum sem þau hafa verið í námi í Debrecan. „Það voru sex byrjaðir hér á undan mér fyrir fimm árum,” segir Daði og bætir því við að þau hafi verið fimm sem byrjuðu samtímis. „Af þeim eru þrír eftir þannig að Islendingarnir eru að standa sig nokkuð vel. Hér í alþjóðlegu deildinni eru að byrja um 180 manns og árlega útskrifast á milli 50-60. “ Um 1500 læknanemar í tveimur deildum Læknaháskólinn í Debrecan er sannarlega stór í sniðum því ef lagt er saman þá eru um 1500 læknanemar þar á hverjum tíma þó alþjóðlega deildin og sú ungverska séu algerlega aðskildar. „Hér eru síðan tvö sjúkrahús og hið minna þeirra er háskólasjúkrahúsið og það er um það bil tvöfalt stærra en Landspítalinn. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þegar læknanemarnir eru svo margir þá eru tækifærin í klíníska hluta náms- ins ekki eins mörg og fjölbreytt og heima á fslandi. Það getur því komið mjög vel út að fara heim sem skiptinemi þegar komið er út í klíníkina,” segir Daði. Hann segir að tæknilega sé háskólasjúkrahúsið í Debrecan mjög vel útbúið og standist fyllilega samanburð við Landspítalann. „Á sumum svið- um er tækjakosturinn jafnvel betri. Aðbúnaður sjúklinga er hins vegar langt á eftir, og er líklega svipaður því að tíðkaðist heima fyrir hálfri öld. Til þessa hafa yfirvöld spítalans nýtt allt fjármagn sem fengist hefur við inngöngu Ungverjalands í Evrópusambandið til tækjakaupa en þetta stendur nú líklega til bóta.” Björg segist ekki hafa ákveðið hvaða sérnám hún leggi fyrir sig. „Ég hef alltaf mestan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni þannig að valið er erfitt,” segir hún. „Ég stefni þó á að fara til Englands og vinna þar í einhvern tíma eftir út- skriftina og síðan verður framhaldið bara að koma í ljós.” Daði kveðst hafa ætlað að gera samanburð á námi í Bretlandi og Bandaríkjunum og taka sitt- hvorn mánuðinn þar á deild. „En þegar ég komst að því að ég þyrfti að taka út einnar milljónar doll- ara tryggingu gegn hugsanlegum mistökum í starfi þá hætti ég við Bandaríkin og verð í staðinn í tvo mánuði í vetur á bráðadeild St. Thomas sjúkra- hússins í London sem verður hluti af sjötta árinu mínu. Ef mér líkar vel þá getur vel verið að ég taki sérnámið þar líka.” LÆKNANEMAR ■ Læknablaðið 2006/92 625
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.