Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 23

Læknablaðið - 15.09.2006, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / HEILSUEFLING í LEIKSKÓLA best út Flokkur A er með lægstu svörun í þremur spurningum af sex. Þegar starfsmenn eru spurðir hvort þeir geti sinnt börnunum vel á leikskólanum kemur í ljós að um 95% starfsmanna í B og C segjast oftast eða stundum geta það, en 75-80% í hinum hópunum (p<0,001). Þegar spurt er hvort starfsmaður komi með tillögur um hagræðingu eða breytingar til að létta störfin segjast um 90% í A, B og D gera það oft eða stundum á meðan 75% í C svarar slíku (p<0,05). Varðandi að fá stuðning ef vinna er erfið (p<0,05), er jákvæð svörun um 67% í A en um 86- 93% í hinum flokkunum. Þegar starfsmenn eru beðnir að svara því hvort starfsandinn sé afslappaður og þægilegur svarar D að meðaltali 8,8 á skala frá 1-10 að þeir séu sam- mála því en svörun hjá hinum flokkunum er að meðaltali 7,4-7,7 jákvæð (p<0,001). Sama á við um svör við spurningu um tortryggni og grunsemdir, en með öfugum formerkjum (p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur milli vinnumatsflokkanna er varðar samskipti við yfirmenn (allir flokkar >90%) eða foreldra; samstaða á vinnustað (allir flokkar >90%); fá hrós; andlega fjölbreytt eða einhæft starf; skreppa frá vegna símtala eða úr vinnu; tímapressa við vinnu; samræma kröfur og væntingar foreldra og samstarfsmanna og varðandi upplýsingaflæði. Líkamleg einkenni Þegar spurt er um líkamlegt erfiði við vinnu, svara 70% starfsmanna í D því játandi en 60-65% í hinum flokkunum. Þetta snýst við þegar spurt er um andlegt erfiði. Þá er flokkur D lægstur en hinir hærri. Líkamleg líðan starfsmanna er athuguð með spurningum um hvort starfsmenn hafi haft óþæg- indi (sársauka, verki, ónot) frá ýmsum líkamssvæð- um síðustu 12 rnánuði. Þá kemur í ljós að mikill meirihluti starfsmanna í öllum flokkum (70-90%) hefur haft líkamleg óþægindi frá hálsi, öxlum og mjóhrygg (tafla V). Óþægindi frá efri hluta baks eru minni eða 22-50%. Starfsmenn í D eru almennt með mestu óþægindin síðustu 12 mánuði. Flokkur D er með mestu óþægindin frá hálsi og öxlurn, en A frá mjóbaki og efri hluta baks. Marktækur munur er milli flokkanna þegar spurt er um óþægindi frá mjöðmum síðustu 12 mánuði (p<0,01). Minnstu einkennin eru hjá A (19%), þar sem yngsta fólkið er, en mestu einkennin hjá elsta flokknum sem er D (54%). Óþægindi frá hnjám eru svipuð hjá öllum flokk- unum eða 30-35%. Einnig var spurt um líkamleg óþægindi síðustu Tafla IV. Yfirlit yfir breytur sem sýna marktækan mun milli vinnumatsflokkanna í spurningum um félagslega og andlega álagsþætti áriö 2000. Sett fram í fjölda starfsmanna í hverjum flokki. Flokkar leikskóla Félagslegir- og andlegir álagsþættir A n=31 B n=72 C n=89 D n=39 Getur oftast/stundum sinnt börnum vel fjöldi*** 22 (76%) 68 (99%) 79 (93%) 27 (82%) Kemur með tillögur til að létta störfin - fjöldi* 29 (91%) 64 (88%) 68 (75%) 38 (90%) Fær stuðning ef vinna erfið - fjöldi* 20 (67%) 62 (86%) 78 (87%) 38 (93%) Samskipti fremur/mjög ánægjuleg við samstarfsfélaga - fjöldi** 30 (91%) 51 (70%) 79 (88%) 38 (93%) Starfsandinn er afslappaður/þægilegur - meðaltal*** 7,6= 7,4 7,7 8,8 Starfsandinn einkennist af tortryggni/ grunsemdum - meðaltal*** 2,7 = 1,9 2,2 1,4 *p<0,05, **p<0,01,*** p<0,001. “Meöaltalstölur á skalanum 1-10 Tafla V. Líkamleg óþægindi starfsmanna í vinnumatsflokkunum árið 2000. Sett fram í fjölda starfsmanna en hundraóstala í sviga. Flokkar leikskóla Líkamleg óþægindi - fjöldi A n=32 B n=71 C n=86 D n=34 Fláls/hnakki sl. 12 mán. 22 (67%) 52 (71%) 57 (65%) 28(87%) Fleröar/axlir sl. 12 mán. 25 (78%) 58 (80%) 68 (76%) 32 (91%) Efri hluti baks sl. 12 mán. 16 (50%) 27(40%) 25 (30%) 8 (24%) Neðri hluti baks sl. 12 mán. 25 (78%) 51 (70%) 60 (68%) 28 (72%) Mjaömir sl. 12 mán.* 6 (19%) 23 (34%) 25 (29%) 20 (54%) Flné sl. 12 mán. 10(34%) 22 (31%) 27(33%) 13 (35%) Háls/hnakki sl. 7 daga 17 (51%) 37 (49%) 40 (44%) 17 (40%) Herðar/axlir sl. 7 daga 17 (51%) 45 (60%) 49 (54%) 26 (62%) Efri hl. baks sl. 7 daga 10 (30%) 23 (31%) 16 (18%) 6 (14%) Neðri hl. baks sl. 7 daga 14 (42%) 34 (45%) 36 (40%) 15 (36%) Mjaðmir sl. 7 daga 2 (6%) 14 (19%) 13(14%) 9 (21%) Flné sl. 7 daga 5 (15%) 12 (16%) 17 (19%) 7 (17%) *p<0,01, sl.= síóastliöinn, hl. = hluti, mán. = mánuóur sjö daga (tafla V). Starfsmenn lýsa minni óþægind- um þegar spurt er um þau síðustu sjö daga heldur en þegar spurt er um þau síðastliðna 12 mánuði og er ntunurinn 9-47%. Þó er það þannig að um helm- ingur til þrír af hverjum fjórum sern hafa óþægindi einhvern tíma síðustu 12 mánuði hafa þau einnig síðastliðna sjö daga. Ekki er marktækur ntunur milli flokkanna varðandi líkamleg óþægindi síð- ustu sjö daga. Umræða Styrkur þessa verkefnis liggur í mikilli þátttöku starfsmanna. Um 90% starfsmanna í 22% leik- skóla í Reykjavík tóku þátt. Leikskólarnir voru Læknablaðið 2006/92 603

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.