Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 7
RITSTJÓRIUARGREIIU Hin mannlega ásýnd læknis- fræðinnar í hátækniheimi Heimstyrjöldin síðari er ekki eingöngu saga hern- aðar og hörmunga. Hún var einnig vettvangur samfélagslegra hugsjóna og hugmyndafræðilegra átaka. Fyrir stríðið hafði Hitler hrifið þjóð sína með háfleygum hugsjónum um félagslegar úrbæt- ur og heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Churchill þurfti því með einhverjum hætti að ná saman aðli og verkalýð í Bretlandi í baráttunni gegn nazism- anum. Hann fól hagfræðingnum William Beveridge að móta hugsjón sem gæti skapað samstöðu og hvatt Breta til frekari dáða. Beveridge nefndin skilaði þeirri hugarsmíð árið 1942, sem er álitin grunnurinn að velferðarkerfinu eins og við þekkj- um það í dag (the welfare state) (1). f kjölfar þessa stofnuðu Bretar metnaðarfullt opinbert heilbrigð- iskerfi, The National Health Service (NHS) árið 1948. Svipuð hugmyndafræði liggur að baki heil- brigðiskerfunum sem þróuðust á Norðurlöndum (2) . í hnotskurn er grunnurinn sá, að almannafé er nýtt til að fjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn og að tryggja jafnt ungum sem öldr- uðum lífsviðurværi og félagslegt öryggi. Sérstaða lækna sem vinna í bresku og norrænu velferðarumhverfi hefur frá upphafi verið sú að þeir bera ekki eingöngu ábyrgð á velferð skjól- stæðinga sinna, heldur einnig á jafnvægi í vel- ferðarkerfinu í heild. Ef þetta tvöfalda hlutverk lækna er þróað með markvissum hætti stuðlar það að skilvirku, öruggu og hagkvæmu vinnuferli og úrlausnum. Heilbrigðisþjónusta í slíku kerfi er ekki hugsuð sem bein tekjulind og markaðsvæð- ing hennar ógnar tvíhliða hlutverki lækna, einkum samfélagsábyrgðinni. Sem dæmi má nefna þá til- hneigingu að læknar fari í vaxandi mæli í hlutverk „framleiðanda” þjónustu og sjúklingar í hlutverk viðskiptavina (3,4). Það er því ærin ástæða til að gefa hlutverki lækna, stöðu þeirra og framtíð nán- ari gaum. Á norrænu þingi um heimilislækningar sem haldið var í Reykjavík dagana 13.-16. júní 2007 (3) var nánar fjallað um stöðu læknisfræðinnar og lækna í norræna velferðarkerfinu med hliðsjón af tækni- og hnattvæðingu nútímans. Þema þings- ins var “The human face of medicine in a hi-tech world” en það gaf læknum tækifæri til að skoða hina húmanístísku hlið læknisfræðinnar i ljósi líf- vísinda og öfugt. Sögu húmanístískrar læknisfræði má eins og kunnugt er rekja til Hippokratesar þar sem sam- skipti læknis og sjúklings voru í hávegum höfð. Læknar Forn-Grikkja hafa eflaust haft betri tök á listinni að rækta heilbrigði (salutogenesis) en læknar nútímans. Á tímum (há-) tækni og framfara byggst læknisfræðin nú meira á raunvís- indalegri þekkingu. Þar er mest áhersla lögð á að finna orsakrir sjúkóma (patogenesis), flokka þá og meðhöndla. Flestir eru sammála þeirri skoðun að læknisfræðin þurfi á báðum þessum þáttum að halda. Þá vaknar spurningin við hvað sé átt með hugtökunum húmanismi og tækni í lækn- isfræðilegum skilningi nútímans. Til eru margar skilgreiningar á þessum hugtökum, meðal ann- ars „Húmanismi er rökræn heimspeki upplýst af vísindum, fyllt andagift af listum og örvuð af samkennd (Humanism is a rational philosophy in- formed by science, inspired by art, and motivated by compassion)(5). Eins og sjá má eru vísindin þar í hávegum höfð. Auðmýkt og tillitsemi ein saman gerir lækni ekki að húmanista, enda þótt þetta séu vissulega góðir kostir. Kjarni málsins er listin að nota vísindin á þann hátt að þau verði til góðs fyrir einstaklinginn og um leið fyrir samfélagið i heild. Varðandi tæknihugtakið hefur Björn Hofmann, prófessor í læknisfræðilegri siðfræði skilgreint tækni (technology) sem fléttu búnaðar, aðferða og fyrirkomulags, sem nýtt er í þágu mannlegrar athafnasemi (ó).Tæknivæðing í læknisfræði fjallar þar með ekki eingöngu um aukna notkun á hefð- bundnum tækjum og tólum heldur hvetur skil- greining Hofmanns okkur til heildrænnar sýnar. Lyfjameðferð, klínískar leiðbeiningar, staðlaðar sjúkraskrár og ýmis flokkunarkerfi sjúkdóma (til dæmis ICD-10) og hagkerfi tengd sjúkdómsgrein- ingu (Diagnosis-Related Group) heyra undir tæknihugtakið, samhliða tölvum, myndgrein- ingarvélum og vélmennum. Þá hefur danski heimspekingurinn Steen Wackerhausen efnislega skilgreint húmanisma í læknisfræði sem upplýsta samstöðu með sjúklingnum sem lifandi veru í menningarsamfélagi (7). Jóhann Ág. Sigurðsson1 johsig@hi.is Linn Getz2 linn.getz@ntnu.no 'Heimililæknisíræði/ Læknadeild HÍ og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, IS-220 Sólvangi, Hafnarfirði Hnstitutt for Samfunnsmedisin, Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet, Þrándheimi, Noregi. Læknablaðið 2007/93 531
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.