Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 12

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 12
FRÆÐIGREINAR / HERSLISMEIN slagæða, sem leiðir af sér blóðrásartruflanir og bandvefsaukningu í húð og innri líffærum og vísar nafn sjúkdómsins, það er herslismein, til þessarar bandvefsaukningar í húð (2). Óþekkt er hvað leysir sjúkdóminn úr læðingi. Útbreiðsla herslismeins í húð er mismikil, en er mest áberandi á höndum og í andliti (1,2). Bandvefsaukningar verður einnig vart í innri líffærum, svo sem í meltingarfærum, stoðkerfi, lungum, nýrum og hjarta. Pví er birtingarmynd sjúkdómsins breytileg frá einum sjúklingi til annars (3). Margt í meingerð herslismeins, sem og í meðferð, til dæmis sykursterar og ónæmisbælandi meðferð, getur haft áhrif á kalk- og beinabúskap sjúklinga með herslismein. Fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt misvísandi niðurstöður (4- 10). Beinþynning einkennist af minnkun á bein- þéttni, það er steinefnamagni í beinvef, og breyt- ingu á innri uppbyggingu beinvefsins, sem leiðir til aukinnar áhættu á beinbrotum. Beinþéttni er mæld sem steinefnainnihald í beinum á flat- armálseiningu (Bone Mineral Density (BMD)), en niðurstöðurnar eru gefnar upp annarsvegar í T-gildum, sem er fjöldi staðalfrávika frá hámarks- beinþéttni ungra einstaklinga af sama kyni, og í Z-gildi hinsvegar, sem er frávikið í fjölda staðalfrávika frá aldurs- og kynbundinni með- altalsbeinþéttni. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (WHO) er um beingisnun (osteopenia) að ræða þegar T-gildið er -1,0 til -2,5, en beinþynn- ing (osteoporosis) þegar beinþéttnigildið (T-gildi) er lægra en -2,5(10). Vel þekkt er að langvinnir bólgusjúkdómar, til dæmis rauðir úlfar (SLE) og iktsýki (RA), valda svokallaðri fylgibeinþynningu (secondary osteoporosis). Hinsvegar er óljóst hver áhrif herslismeins eru á beinbúskapinn. Stirðleiki og hreyfihömlun meðal sjúklinga með herslismein er algeng, meðal annars vegna bandvefsauka í húð ásamt lið- og vöðvaverkjum, sem hvoru tveggja hefur áhrif á vöðva og bein. Enn fremur getur fjölvöðvabólga (polymyositis) verið fylgikvilli við herslismein, sem ásamt bólguvirkni í innri líffærum kallar á sykurstera og/eða aðra ónæmisbælandi meðferð, sem hvort tveggja er vel þekktur orsakavaldur beinþynningar (12-13). Pá sýna röngtenrannsóknir oft á tíðum breytingar í stoðkerfi sjúklinga með herslismein, ekki eingöngu mjúkvefjakalkanir, heldur einnig beineyðingu í fjærkjúkum fingra og beinþynningu aðlægt liðum (periarticular osteoporosis) (14), en allt þetta beinir athyglinni að því að sjúklingar með herslismein geta verið í aukinni áhættu á ótímabærri beinþynningu. Auk ofannefndra stoðkerfisvandamála, geta ýmsir aðrir þættir haft áhrif á beinumsetningu 536 Læknablaðtð 2007/93 þessa sjúklingahóps. Fyrst er að nefna að herslis- mein er bólgusjúkdómur og geta frumuboðefni, t.d. TNF-alfa og IL-6 haft neikvæð áhrif á beinumsetningu (15). Meltingarfæratruflanir geta verið hluti af birtingarmynd sjúkdómsins og getur leitt til frásogstruflana og þannig haft neikvæð áhrif á kalk- og D-vítamínfrásog frá görn (16). Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að konur með herslismein fá oft snemmkomin tíðahvörf sem einnig hefur neikvæð áhrif á beinhag (7,9).Truflun á blóðrásarstjórnun er talin geta verið orsök örmyndunar í innri líffærum herslimeinssjúklinga, en óvíst er hvort þetta geti haft neikvæð áhrif á bein. Þá eru sjúklingar með fjölkerfasjúkdóma oft meðhöndlaðir með lyfjum sem hafa neikvæð áhrif á beinaumsetningu eins og fyrr greinir frá. Dual X-ray absorptiometry (DEXA) mæling er „gullstandard“íbeinþéttnimælingumídag,en þrjár af sjö fyrri rannsóknum á beinþéttni sjúklinga með herslimein notuðu eldri mælingaaðferðir (5-7). Ein þeirra studdist við Single Photon Absorptiometry (SPA) og tvær Dual Photon Absorptiometry (DPA).Tvær þessara rannsókna (5-6) sýndu fram á lægri beinþéttni sjúklinga með herslismein, en sú þriðja sýndi ekki marktækan mun á beinþéttni sjúklinga með herslismein og viðmiða. Hinsvegar framkvæmdu Di Munno og félagar DPA mælingu á framhandlegg og höfðu til samanburðar DEXA mælingu hjá 43 konum með herslismein, jafnframt sem þeir könnuðu kalsíumbúskap þeirra (8). Niðurstöður þeirra sýndu að sjúklingar með herslismein höfðu marktækt lægri beinþéttni og tengdist beinþéttnin alvarleika herslismeinsins. Mjúkpartakölkun hafði hinsvegar ekki áhrif á beinþéttni og reyndist kalkbúskapur vera eðlilegur. Önnur rannsókn sem einnig notaðist við DEXA aðferð hjá 47 konum með herslismein (9), sýndi að sjúklingarnir höfðu lægri beinþéttni samanborið við heilbrigð viðmið. Beinþéttnigildin virtust einnig tengjast alvarleika sjúkdómsins. Rannsókn Carbone og félaga á 15 konum (10), styður einnig tengsl á milli herslismeins og beinþynningar. Rannsókn Neuman og félaga (4) sýndi hinsvegar aðrar niðurstöður en fyrrnefndar tvær rannsóknir. Þeir rannsökuðu 30 konur og reyndist eingöngu ein þeirra hafa beinþynningu, en 11 beingisnun og þeir fundu ekki tengsl á milli alvarleika sjúkdómsins og beinþéttni. I samantekt sýna tvær eða jafnvel þrjár rann- sóknir að konur með herslismein geta haft lægri beinþéttni en heilbrigðar jafnöldrur. Hinsvegar er þýði allra rannsóknanna sérvalið og býður því upp á bjögun. Engin rannsóknanna kannaði bein- umsetningu með beinvísum. Því er áhugavert að kanna kalk- og beinabúskap íslenska sjúklinga- þýðisins með herslismein. J

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.