Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / HERSLISMEIN viðmið (p < 0,55) og þeir sjúklingar sem höfðu sjúkdómseinkenni frá meltingarfærum höfðu tvö prósent lægri beinþéttni miðað við þá sem ekki höfðu meltingafæraeinkenni (p < 0,77). Þá höfðu konur með sögu um snemmkomin líðahvörf (fyrir 42 ára aldur) 12% lægri beinþéttni miðað við hinar konurnar (p < 0,23). Á hinn bóginn voru sjúkling- ar sem stunduðu leikfimi eða fóru reglulega í sjúkraþjálfun með 10% hærri beinþéttni, en þeir sem gerðu hvorugt (p < 0,18). Ekki mældist lægri beinþéttni hjá einstaklingum sem höfðu sögu um beinbrot, þeim sem voru á ónæmisbælandi lyfja- meðferð, né þeim sem höfðu mikla bólguvirkni í upphafi veikinda sinna. Ekki var hærri beinþéttni meðal þeirra sem neyttu ígildi tveggja mjólk- urglasa á dag miðað við þá sem neyttu minna af mjólkurafurðum. Umræða Rannsókn okkar bendir til þess að íslenskir sjúklingar með herslismein séu í aukinni hættu á beinrýrnun eða beinþynningu miðað við jafnaldra þeirra. Engin ein orsök virðist vera undirliggjandi í þáttagreiningu, en væg tengsl fundust þó við bark- steranotkun, meltingarfærafylgikvilla við herslis- meinið og snemmkomin tíðahvörf hjá konum með herslismein. Ennfremur virtist helmingur sjúklinga hafa truflun í kalkbúskap, sem birtist meðal annars í lækkuðum kalkútskilnaði í þvagi, sem gæti verið varnarviðbragð líkamans. Rannsóknarþýðið er alluríslenski sjúklingahóp- urinn sem nær til rúmlega 80% þeirra sem eru með herslismein hér á landi. Hlutfall kvenna í rann- sókninni er hærra en í öðrum sambærilegum rann- sóknum (22), eða 83% miðað við 75%, og einnig er meðalaldur íslenska hópsins um sex árum hærri en í fyrrnefndum rannsóknum. Sjúklingar voru ekki útiiokaðir frá þátttöku sem áður höfðu þurft barkstera gegn sjúkdómi sínum, né einstaklingar sem höfðu byrjað sérhæfða beinverndandi lyfja- meðferð eins og gert hefur verið í fleslum öðrum rannsóknum (6,9-11). Þá höfðu fleiri sjúklingar í okkar þýði dreift herslismein (diffuse systemic sclerosis), miðað við þá sem höfðu takmarkaða birtingu sjúkdómsins (limited systemic sclerosis). Konur í okkar rannsókn höfðu tíðahvörf við 45 ára aldur að meðaltali, sem er mun fyrr en með- altal íslenska kvenna, sem er við 49 ára aldur (23). Þetta samrýmist þó vel öðrum rannsóknum um herslismein (7,9). Þó að rannsóknarhópur okkar sé lítill, samrýmist hann fjölda í þeim rannsóknum sem hafa notast við DEXA-mælingar hjá þessum sjúklingahópi. Rannsókn okkar er þó víðtækari vegna ítarlega blóðrannsókna með tilliti til bein- umsetningar. Því eru ályktunarmöguleikar okkar ekki síðri en fyrri rannsókna. Helmingur sjúklinganna með herslismein reyndist hafa lágan kalkútskilnað í þvagi. Þetta endurspeglast þó ekki í meðaltalsgildum kalks í blóði, né hækkuðu PTH og önnur mæligildi voru innan viðmiðunarmarka hvað kalkbúskap varðar. Ennfremur var styrkur D-vítamíns innan viðmiðunarmarka í hópnum. Hafa ber í huga að stuðst var við svokallaða takmarkaða þvagsöfnun, þar sem tekin var þvagprufa eftir morgunþvag og sólarhringsútskilnaður umreiknaður. Ef lækkaður kalkútskilnaður hjá sjúklingahópnum endurspeglar skekkjumörk í aðferðafræðinni, það er að tíma- eða magnskekkja sé fyrir hendi, ætti það einnig að hafa áhrif á kalíum- og kreatíníngildin, en svo er ekki. Þegar kalsíumútskilnaðurinn var metinn með hlutfallsstyrk kalsíums og kreatíníns í þvagi sýndu niðurstöður einnig marktækt minnkaðan kalsíumútskilnað. Þetta rennir því stoðum undir að þessar niðurstöður endurspegli raunverulegan kalksparnað og er það í samræmi við fyrri rannsóknir (5). Megin orsök þessa gæti verið sú að herslismeinið trufli frásogshæfni þarma á kalki (16). Styrkur hinna ýmsu beinumsetningavísa gaf ekki til kynna að sjúklingahópurinn væri með aukna beinumsetningu með auknu beinniður- broti eða beinuppbyggingu. Hinsvegar höfðu nokkrir einstaklingar styrk einstakra beinumsetn- ingarvísa utan viðmiðunargilda. Þetta endurspegl- aðist í flestum tilfellum ekki í beinþéttnigildum. Því má álykta að mæling beinumsetningavísa hjá sjúklingum með herslismein nýtist ekki í daglegri klínískri ákvarðanatöku hvað varðar beinþynn- ingu hjá sjúklingum með herslismein. Nýta mætti þó suma þessara beinvísa sem mælikvarða á með- ferðarsvari við notkun bisfósfónata í völdum til- fellum, en við fundum þó ekki mun á styrk þessara efnavísa með tilliti til meðferðar. Niðurstöðurnar sýndu að einn sjúklingur var með óeðlilega lágt D-vítamín í blóði, minnkaðan útskilnað af kalsí- um í þvagi og einnig lág beinþéttnigildi (tveimur staðalfrávikum neðan aldursviðmiða). Hann var reyndar meðhöndlaður með barksterum. Hvort þessi einstaklingur hafi steraorsakaða beinþynn- ingu eða beinmeiru (oteomalasia) er útilokað að staðfesta út frá þessum niðurstöðum. Til þess þyrfti vefjasýni úr beini svo unnt væri að skera út um þessar tvær mismunagreiningar. Beinþéttnimælingar sýndu að hópurinn var með byrjandi beinþynningu, eða svokallaða beinrýrnun, fjórðungur kvennanna og tveir af fjórum körlum mældist þó með beinþéttni sam- svarandi beinþynningu eða T-gildi lægri en -2,5. Miðað við jafnaldra var fimmtungur kvennanna og tveir karlar með marktækt lægri beinþéttni 540læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.