Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2007, Page 22

Læknablaðið - 15.07.2007, Page 22
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP á jafnvel rétt á sér. En með þeim er oft fundin almenn réttlæting á lögleiðingu þess. Hafa sumir höfundar haldið því fram að þau hafi leitt til þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði fylkjum landsins að ákveða hvort líknardráp yrði leyft í hverju ríki fyrir sig (4). í kjölfar þessa var sjálfsvíg með aðstoð læknis (PAS) lögleitt í Oregon ríki (4). Að mínu mati er mjög varasamt að gera einstök tilfelli að stoð fyrir almennri reglugerð. En því miður er það leið lagakerfisins, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Einstök mál verða prófmál og almenn regla skapast út frá þeim. Þó að með laga- setningunni sé verið að vernda rétt sjúklingsins sem á í hlut getur reglugerðin sem af því skapast skert rétt mun fleiri aðila fyrir vikið. Reynsla Hollendinga Hvað með reynslu þeirra sem leyfa líknardráp? „Pann 28. nóvember 2000 voru samþykkt á hol- lenska þinginu lög sem kveða á um refsileysi verði lœknir við ósk sjúklings um að vera styttur aldur með skilyrðum um viðeigandi líkn (due care). Skilyrðin eru að lœknirinn: a) Sé sannfœrður um að beiðni sjúklingsins sé sjálf- viljug og ígrunduð, b) sé sannfœrður um að þjáning sjúklingsins sé við- varandi og óbœrileg, c) hafi upplýst sjúklinginn um ástand sitt og horf- ur, d) og sjúklingurinn séu sannfœrðir um að engin önnur skynsamleg lausn er til á ástandi hans, e) hafi ráðfœrt sig við að minnsta kosti einn annan, óháðan lækni sem hefur séð sjúklinginn og veitt skriflegt álit um skilyrði a.-d., og f) stytti sjúklingnum aldur eða aðstoði hann við sjálfsvíg með viðeigandi líkn.“ (10). Gefnar hafa verið út tvær skýrslur í Hollandi árið 1991 og 1996 sem taka saman reynslu Hollendinga. Eftirfarandi kafli er að stórum hluta byggður á þeim og tölur fengnar þaðan (11). og getur skapað það tortryggni. En líknardráp er ekki eingöngu einkamál læknis og sjúklings. Heldur ber lækninum að fylgja löggjöfinni og gæta að orðspori fagstéttarinnar. Auk þessa voru þeir læknar í Hollandi, sem haft var samráð við, yf- irleitt læknar sem störfuðu á sama stað og því má efast um hlutleysi þeirra. í aðeins 7% tilfella voru þeir ósammála. Nánast aldrei var haft samband við sérfræðing í líknarmeðferð. Almennt eru menn sammála um að Hollendingar hafa verið seinir til að þróa líknar- og verkjameðferð. Þeir eru aðeins lítillega farnir að tileinka sér hospice- hugmyndafræðina, en hún miðast að því að veita deyjandi sjúklingum læknismeðferð og aðhlynn- ingu við hæfi og það getur ef til vill skýrt afstöðu þeirra til líknardráps. í ljósi þessa má álykta að löggjöf þeirra stuðli ekki að frekari þróun líkn- armeðferðar. Erfitt mat. Hver ræður? Helstu rökin fyrir líknardrápi byggja á rétti sjúklings til sjálfræðis. Samt er það læknir sem heimilar eða neitar. Því takmarkast sjálfræði sjúklingsins við sannfæringu læknisins. En ef sjálfræði sjúklings er talin höfuðröksemdin fyrir líknardrápi, getur læknirinn þá neitað sjúklingi um líknardráp? Hvað ræður afstöðu læknisins? Hollensk lög kveða á um að læknirinn meti hvort þjáningar sjúklings séu viðvarandi og óbærilegar. En erfitt getur verið að meta þjáningar annars einstaklings. Ein algengasta ástæðan fyrir höfnun á beiðni um líknardráp í Hollandi, er að lækni hafi ekki þótt þjáningar sjúklings vera nægjanlegar. Hver geta verið rök læknis fyrir því að þjáning- arnar teldust ónógar, þegar þjáning sjúklings er fyrst og fremst huglæg tilfinning þess sem þjáist? Hvert verður áframhaldandi samband læknis og sjúklings, neiti læknirinn? Mun sjúklingurinn leita annað? Aukning líknardráps og misbrestur tilkynninga í Hollandi hefur líknardráp aukist um nær helm- ing á 5 árum frá 1990-1995 (12). Árið 1995 voru aðeins 41% líknardrápstilfella tilkynnt. Samráð við annan lækni var viðhaft í 99% tilkynntra til- fella en aðeins í 18% ótilkynntra tilfella. Af hverju var ekki haft samráð í þeim tilfellum sem ekki voru tilkynnt? Auðvelt er að álykta að eitthvað vafasamt eigi sér stað, a.m.k. er gefið tilefni til þess. Læknirinn sem framkvæmir líknardrápið er sá hinn sami og tilkynnir það til yfirvalda: því er hann einn til frásagnar. Því er ferlið ekki gegnsætt Fótfesturök í áðurnefndum skýrslum kemur fram nokkuð sem virðist styðja hræðslu manna um að líknardráp sé ekki undir nógu góðri stjórn í Hollandi, að farið sé að beita líknardrápi á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Eru þetta ein veigamestu rökin gegn líknardrápi og kallast fótfesturök (slippery slope) eða hin „hála braut“. Vísa þau til þess að menn hafi misst fótfestuna gagnvart upp- haflegri áætlun og skilgreiningu á viðfangsefninu. Vitandi eða óafvitandi breytast viðmiðin. Þá fer að halla undan fæti og menn vakna síðar upp við vondan draum þegar þeir átta sig á ástandinu. Skýrum þetta nánar. 546 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.