Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 25

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 25
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP ferð en hún er enn vannýtt og veldur því þekk- ingarleysi á henni sem meðferðarformi. Leggja ber áherslu á það að líknarmeðferð er rnjög virk meðferð, en það vill kveða við, vegna þekking- arleysis, að fólk, jafnvel fagaðilar, halda að ekkert sérstakt sé að gert þegar líknarmeðferð er viðhöfð. Notuð er öll læknisfræðileg og hjúkrunarfræðileg þekking til að bæta líðan einstaklingsins og til að hjálpa honum að lifa innihaldsríku lífi meðan hann lifir. I líknarmeðferð er megináhersla lögð á líðan sjúklingsins. Þar er horft heildstætt á sjúklinginn og reynt að taka tillit til þarfa hans í sem víðustum skilningi. Þar er sérstaklega reynt að sinna sálræn- um og andlegum þörfum hans. I líknarmeðferð eru yfirleitt margir valkostir fyrir sjúklinginn og margt hægt að gera til þess að honum líði sem best. Þessi þjónusta krefst þó mikils tíma og orku. Fylgismenn líknardráps segja gjarnan, að líkn- armeðferð sé nokkurskonar falið líknardráp. Því til stuðnings fullyrða þeir að morfín sé vísvitandi gefið í þeim tilgangi að stytta lífið. En því er til að svara að í fyrsta lagi er það ekki gefið vísvitandi til að stytta lífið. f öðru lagi bendir fjöldi rannsókna til þess að morfín lengi líf frekar en hitt (16). Yfirleitt hafa lokastigssjúklingar verið lengi á morfíni og byggt upp töluvert þol gagnvart aukaverkunum lyfins. Auðvitað er hægt að flýta dauða ef óvarlega er farið. Reynsla margra lækna er þó sú að fólki líður mun betur á morfíni. Það slakar betur á, önd- unin verður hagkvæmari, það eyðir minni orku í að erfiða, en það verður auðvitað að nota lyfið rétt eins og öll önnur lyf. Ef óvarlega er farið getur morfín vissulega stytt líf en óbærilegar líkamlegar þjáningar, sem eru ein helsta forsenda liknardráps, eru með aukinni þekkingu í verkjameðferð og líknarmeðferð, mun sjaldgæfari en áður. Munur á líknarmeðferð og líknardrápi? Forvígismenn líknatdráps halda því gjarnan fram að ekki sé eðlismunur á líknarmeðferð og líknar- drápi (17). Með líknarmeðferð sé aðeins verið að deyða fólk á hægari máta. Að mínu mati er þetta alröng hugsun. I öðru tilfellinu er verið að líkna en í hinu er verið að deyða. Það er skýr munur á þeirri hugsun og þeim ásetningi sem að baki liggur. Þegar ásetningurinn er að deyða er væntanlega gefinn svo stór skammtur af viðkomandi lyfi að hann nægi til þess að dauðann beri fljótt að. Þegar ásetningurinn er að líkna er það aðalatriði með- ferðarinnar. Það er því reginmunur á því hvort gripið er til aðgerða sem lina þjáningar með þeirri mögulegu afleiðingu að sjúklingurinn deyr eða hvort aðgerðin er vísvitandi notuð til að deyða sjúklinginn. Ásetningurinn skiptir því höfuðmáli. Ef læknar gefa vísvitandi skammta umfram það sem þarf til að verkjastilla í þeim tilgangi að deyða, þá eru þeir að framkvæma líknardráp. Á hinn bóginn er ekki er rétt að halda því fram að það sé leynilega verið að drepa fólk með líknarmeðferð þegar tilgangurinn er að lina þjáningar. Mikilvægi samræðunnar Samræður auðvelda sjúklingi að tjá vilja sinn og rækta sjálfræði sitt. En hverjar eru forsendur ár- angursríkra og siðferðilegra samræðna læknis og sjúklings? Það eru fyrst og fremst tveir mann- legir eiginleikar, annars vegar samrœðuvilji og hins vegar samrœðuhœfni. Vilhjálmur Árnason lýsir þesssu þannig: „Með samrœðuvilja á ég við vilja til þess að taka þátt í samrœðum og lúita lög- málum þeirra, að tjá sig og hlusta á aðra, og með samræðuhæfni á ég í þessu tilviki við getu til þess að geta gefið af sér, verið heiðarlegur og einlægur og geta sett sig í spor annarrar manneskju. Þetta eru hvort tveggja eiginleikar eða mannkostir sem allir hafa eða œttu að geta tileinkað sér og til þess er iðkun samræðna bezta leiðin. Þessum markmiðum verður þó ekki náð nema fólk geft sér þann tíma sem eiginlegar samrœður krefjast. “ (6). Almennt held ég að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á að komast að ástæðum þess að einhver kjósi að deyja. Beiðnin um að fá að deyja kallar á samræðu og er í raun ákall á samræðu. Ef ákallinu er svarað og sjúklingi hjálpað þá hverfur oftast löngunin. Algengast er að beiðnin sé vegna einhvers sem hægt er að lækna eða lina t.a.m. verkir eða þunglyndi. Könnun á ástæðum beiðn- innar er því nauðsynleg. Læknar verða að gefa sér tíma í að kanna þessar ástæður þó það geti verið erfitt og tímafrekt. Best er að læknir sjúklings geri það, en ef hann telur sig ekki geta það verður að fá sérfróðan aðila, t.d. geðlækni eða sálfræðing í málið. í samræðunni er mikilvægt að láta sjúkling- inn ekki upplifa skömm vegna beiðni sinnar. Ekki gengur að hefja eða ljúka samræðum með valds- mannslegum tón og segja: „veistu ekki að þetta er ólöglegt í þessu landi, þú getur ekki beðið mig um að drepa þig. “ Hér verða heiðarleg samskipti að eiga sér stað. Innilegar samræður þar sem hlustað er vel á sjúklinginn og að hann látinn finna fyrir andlegum og tilfinningalegum stuðningi, þ.e. hluttekningu umönnunaraðilans. Taka verður tillit til óska sjúklingsins og þeirrar kröfu að hann sé virtur sem manneskja, því á þessu stigi upplifir sjúklingur sig oft varnarlausan, hjálparvana og finnst sjálfræði sínu ógnað. Hinn sjúki verður að upplifa stjórn að einhverju leyti, en ekki firringu. Að tapa stjórninni er afar óþægileg tilfinning. Aukin verkaskipting á sjúkrastofnunum má ekki leiða til þess að heil- Læknablaðið 2007/93 549

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.