Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 26
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP brigðisstarfsfólk sýni ekki þessa nauðsynlegu hluttekningu vegna þess að „það er ekki innan þess verkahrings". Fólk vill hafa stjórn á lífi sínu. Við mikil veik- indi hefur sjúklingur jafnvel tapað að miklu leyti stjórninni yfir lífi sínu. Þá er kannski það eina sem hann sér möguleika á að stjórna, þ.e. hve- nær og hvernig hann deyr. Margir sjúklingar finna huggun í því að vita að þeir geti drepið sig þegar þeir vilja. Þekkt eru mörg dæmi þar sem sjúklingar sanka að sér lyfjum en nota þau aldrei. Eigi að síður upplifa þeir stjórn við þær aðstæður. Góð og merkingarbær samræða við lækni gæti komið sjúklingnum í skilning um að hann stjórnar fleiru en dauðanum. Hann stjórnar meðferðinni í samráði við lækninn. Lokaorð Þegar sjúklingur kemur fram með beiðni um að deyja á svarið ekki að vera einfalt já eða nei. Að svara beiðninni tafarlaust neitandi skilur hann eftir í örvæntingu sinni. Að svara fyrirvaralaust játandi, kannar ekki ástæðurnar. Líta ber á beiðn- ina sem möguleika fyrir djúpar og merkingarbær- ar samræður. Sjúklingurinn er í örvæntingu sinni að kalla á samræðu og hann gerir það á þennan máta. Ég leyfi mér að fullyrða að fáir biðja um að láta deyða sig nema í örvæntingu. Beiðnin um líknardráp kann að hljóma rökrétt í fyrstu en yf- irleitt ekki þegar búið er að kanna hvað á bakvið hana liggur (18). I raun og veru á hið lögfræðilega umhverfi ekki að hafa áhrif á samræðumöguleik- ann. Hvort sem líknardráp er löglegt eður ei, eiga merkingarbærar samræður að fara fram undir þessum kringumstæðum. Þó að góð líknarmeðferð sé í raun svar mitt við beiðninni um líknardráp þá væri það óskhyggja að halda að hún gæti afmáð alla þjáningu. Með líknarmeðferð er leitast við að skapa sjúklingn- um og fjölskyldu hans eins mikil lífsgæði og kostur er en þjáningin verður þó ávallt hluti af því að vera manneskja. Því verður ekki breytt. í þessu samhengi vil ég að lokum vitna í Valgerði Sigurðardóttur lækni: „Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort krafan um líknardráp sé ekki fœrð fram vegna þess að einstaklingurinn vilji má burtu erftðleika, þjáningu og sorg sem fylgir því að vera manneskja. Pjáningin er hluti af lífinu og með því að upplifa hana höfum við möguleika á að þros- kast. Nútímamaðurinn virðist stundum gleyma margbreytileika lífsins og hefur tilhneigingu til að vilja einfalda hlutina og telur sig geta haft mikla stjórn á líft sínu og umhverfi. En er okkur ekki fremur œtlað að lifa með þjáningunni og finna leiðir til að vinna úr henni? “ (2). Þakkir Vill höfundur þakka kærlega annars vegar heim- spekingunum Vilhjálmi Árnasyni og Salvöru Nordal og hins vegar læknunum Valgerði Sigurðardóttur, Hauki Hjaltasyni, Kjartani Örvar, Gunnari Valtýssyni og Ögmundi Bjarnasyni fyrir gagnlegar ábendingar. Heimlldir 1. Morgunblaöiö 5. maí 2001. 2. Einarsdóttir H. „Kemur dauðinn þegar hann vill?” Morgunblaðið 4. febr. 2001. bls 10-16. 3. Valsdóttir E.B, Jónsson P.V, Árnason V, Helgadóttir H. „Siðfræðilegir þættir við takmörkun meðferðar við lok lífs” Læknablaðið 1997;83:92-101. 4. Arras D. John. „Physician-Assisted Suicide: A Tragic View”, Beauchamp, Tom L. og Walters, LeRoy (ritstj.),. Contemporary issues in Bioethics,6th ed.Thomson publishing 2003.3 kafli Life and Death, bls. 225-34. 5. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði. 2003, bls. 295. 6. Árnason V. „Deyðu á réttum tíma. Siðfræði og sjálfræði í ljósi dauðans”, Skímir 164 (haust 1990), 288-316. 7. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði. 2003, bls. 267-313. 8. Sama rit 299. 9. Snædal J, Sveinsson S, Zoega T. Læknablaðið 6.tbl. 87 árg. 2001. 10. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði. 2003, bls.297. 11. Maas PJ van der et al. „Euthanasia and other medical decisions concemig the end of life.” Amsterdam: Elsevier, 1992 og Wal G van der, Maas PJ van der. „Euthanasia and other medical decisions concemig the end of life. Practice and reporting procedure.” Den Haag: SDU uitgevers, 1996. 12. Jochemsen H and Keown J. „Voluntary Euthanasia under Control? Further Empirical Evidence from the Netherlands”, Beauchamp,Tom L. og Walters, LeRoy (ritstj.),. Contemporary issues in Bioethics, 6th ed. (Thomson publishing 2003) 3. kafli Life and Death, 235-40. 13. Velleman, J. David „Against the Right to Die”, Hugh LaFollette (ritstj.), Ethics in Practice (Blackwell 2002), 32-39. 14. Callahan D. Setting limits: Medical Goals in an Aging Society with ‘’a Response to my Critics”. 1995. Washington DC. Georgetown University Press. 15. Henk ten Have, Clark D (ritstj.) The ethics og palliative care. European perspectives. Open University Press, Philadelphia, 2002. 16. Sykes N,Thorns A. „The use of opiods and sedatives at the end of life”.The Lancet Oncology. Vol 4. May 2003:312-17.314. 17. Orentlicher D. „The Supreme Court and Physician Assisted Suicide- Rejecting Ássisted Suicide but Embracing Euthanasia.” N Engl J Med 1997;337:1236-9. 18. Battin MP. „Rational suicide: how can we respond to a request for help?” JAMA. 1991;12:73-80 . Aðrar heimildir American Psychiatric Association. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fourth Edition. Washington, DC: American Psychiatric Association; 1994:326 Badger LW, deGruy FV, Hartman J, et al. „Patient presentation, interview content, and the detection of depression by primary care physicians." Psychosom Med. 1994;56:128-135 Beauchamp, Tom L. og Childress, James F. Principles of Biomedical Ethics. Oxford University Press. 5. útgáfa 2001. 4 kafli. Beck AT, Steer RA, Kovacs M, Garrison G. „Hopelessness and eventual suicide: a 10-year prospective study of patients hospitalized with suicidal ideation." Am J Psychiatry. 1985;142:559- 563. Block SD, Billings JA. „Patient requests for euthanasia and assisted suicide in terminal illness: the role of the psychiatrist." Psychosomatics. 1995;36:445-457 Breitbart W. „Cancer pain and suicide." Adv Pain Res Ther. 1990;16:399-412. Breitbart W, Rosenfeld BD, Passik SD. „Interest in physician- assisted suicide among ambulatory HlV-infected patients." Am J Psychiatry. 1996;153:238-242. 550 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.