Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 40
MRÆÐA & FRÉTTIR / THE LANCET Læknar vanmeta áhrif sín Á þingi norrænna heimilislækna sem haldiö var í Reykjavík dagana 14.-16. júní flutti Richard Horton, ritstjóri breska læknatímaritsins The Lancet, þrumandi ræðu um hlutverk og ábyrgð lækna í nútímasamfélagi. Hávar Sigurjónsson Horton hefur verið ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á bresku ríkisstjórnina undanfarin ár fyrir þátttöku landsins í Írakstríðinu og kallað eftir samstöðu breskra lækna um að sýna andstöðu sína við stríðsreksturinn í verki á grundvelli- þeirrar staðreyndar að Kofi Annan, þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði stríðið ólöglegt og þjáningar írösku þjóð- arinnar vegna stríðsrekstrarins gangi þvert gegn siðferðilegri sannfæringu hvers hugsandi læknis. Eftir Horton liggur allnokkur fjöldi greina um þetta efni. Horton er sannkallaður eldhugi og hafa skoðanir hans valdið umræðum og deilum en hann er trúr þeirri sannfæringu sinni að læknum beri skylda til að taka þátt í samfélagsumræð- unni og taka skýlausa afstöðu til mikilvægra mála er lúta að lýðheilsu og heilbrigði í sem víðustum skilningi.Hann sagði í upphafi samtals okkar að honum hefði þótt mikils um vert að fá tækifæri til að ávarpa svo stórt þing norrænna heimilislækna. „Norðurlöndin eru alþjóðlega viðurkennd sem ein fremstu lýðræðisríki í heim- inum og það skiptir miklu að grunnhugmyndir lýðræðisins standi traustum fótum í huga al- mennings. f>ar eiga og geta læknar haft veruleg áhrif.” Horton hefur einnig tjáð sig í ræðu og riti um fagmennsku í læknastétt og ég bað þvíhann að reifa hugmyndir sínar um þetta efni. „Samkvæmt hefðinni þá hefur læknum verið innrætt að fagmennska snúist um samskipti þeirra við sjúklinga sína fyrst og fremst. Kjarni þeirra samskipta snýst um hugtök eins og sam- kennd, heiðarleika, hreinskilni, köllun, en ég hef kallað eftir öðrum þáttum fagmennsku sem snúa að öðrum hlutum. Par á ég við hlutverk lækna í samfélaginu og faglega skyldu þeirra til að meta siðferðilegt ástand þjóðfélagsins og hvernig landsstjórnin stýrir landinu. Læknar sem bera ábyrgð á heilsu þegnanna fyrir hönd ríkisins geta staðið frammi fyrir því að landsstjórnin er að svíkja hagsmuni landsmanna sinna og stefnir í einhverja þá átt sem teljast verður siðferðilega röng. Ef við hugsum okkur öfgakennt dæmi þar sem einræði yrði skyndilega komið á hér á Islandi þá væri það á ábyrgð margra hópa innan þjóð- félagsins að stinga við fótum og segja hreinlega: Nei! Þetta er rangt og við viljum ekki einræði. Pað sem ég á við er að í öllum tilfellum þar sem siðferðiskennd okkar er misboðið þá eiga læknar að segja nei.” I ávarpi þínu til norrænna heimilslækna lagð- irðu áherslu á hugtökin réttlæti og sanngirni. „Og einnig á jafnræði. Eg trúi því að allir eigi að njóta jafnræðis til heilbrigðs lífs við fæðingu. Sumt ójafnrétti verðum við þó að þola einsog til dæmis þá staðreynd að konur lifa lengur en karlmenn og því tel ég að jafnræði sé betra sem félagslegt markmið en jafnrétti í þessum skiln- ingi.” Læknar hafa misjafnar stjórnmálaskoðanir ekki síður en annað fólk og er því ekki allt eins líklegt að þeir verði ósammála um félagsleg og pólitísk markmið? „Það er alveg rétt að þeir hafa ólíkar skoð- anir á þessum málum og ég er að tala um jöfnuð og réttlæti í sem víðustum skilningi. Stjórnmál byggjast á umræðum og rökræðum til að ná sam- komulagi um sameiginleg markmið. Rödd lækna er mjög mikilvæg í því að hafa áhrif á mótun þessara markmiða. Við eðlilegar aðstæður reynir kannski ekki svo mjög á þetta en þegar upp koma aðstæður sem valda því að ríkisstjórnir bregðast við á öfgakenndan hátt þá þarf að halda vöku sinni. í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur á und- anförnum misserum verið gengið mjög langt í því að hefta einstaklingsfrelsið og réttlætingin hefur verið hið svokallaða Stríð gegn hryðjuverkum; þarna er um að ræða réttindi sem hefur tekið þegnana áratugi ef ekki aldir að ná fram. Við svo andlýðræðislegum ákvörðunum bera læknar faglega ábyrgð áþví að segja nei.” Hvernig leggur þú til að læknar geri þetta? „í fyrsta lagi þurfa þeir að tjá skoðanir sínar en égtel að læknar séu alltof oft þögulir um mik- 564 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.