Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2007, Page 41

Læknablaðið - 15.07.2007, Page 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / THE LANCET ilvægustu málefni samtímans. Þetta geta læknar gert með greinaskrifum og öðrum hætti hvar og hvenær sem þeir sjá tækifæri til. Ekki síður mik- ilvægt er að samtök og stofnanir innan læknastétt- arinnar tjái skoðun sína opinberlega. Samtökin eru of upptekin af eigin hagsmunum og hugsa lítið um annað en samninga sína við hið opinbera og hvernig afla eigi meiri fjármuna til starfsem- innar. Stofnanir og félög innan læknastéttarinnar eru ekki einungis stéttarfélög heldur eiga þau að líta á sig sem framverði réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Ef læknar gæta ekki að jöfnuði hver gerir það þá?” Hvernig verður þetta samræmt við hugmyndir um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og tilhneig- ingu í þá átt að þeir sem mest hafi efnin njóti for- gangs og fái bestu þjónustuna? „Umræðan hefur þróast í þá átt að heilsa sé vara sem hægt er að kaupa og selja og að læknar búi yfir kunnáttu sem einnig ntegi kaupa og selja. Það er mjög erfitt að breyta þessu og við verðum að skoða þetta frá tvöföldu sjónarhorni. í fyrsta lagi er gríðarlega mikilvægt að opinber umræða fari fram um þær breytingar á heilbrigðiskerfinu sem eiga sér stað en í öðru lagi er jafnmikilvægt að rnuna að hlutverk lækna er að gæta hagsmuna almennings í gegnum þessar breytingar. Þannig mega breytingar sem ganga í þá átt að einkavæða heilbrigðisþjónustu ekki verða til þess að læknar gleymi þeirri grundvallarskyldu sinni að veita þeim fátækustu og afskiptustu í samfélaginu jafngóða læknisþjónustu og þeim sem betur eru settir.” Eru læknar kannski komnir í þá stöðu að vera hámenntaðir tæknimenn fremur en sú siðferðilega rödd réttlætis og jöfnuðar sem þú kallar eftir? „Alltof margir læknar líta þannig á sig en þó er enn alvarlegra að stjórnvöld vilja mjög gjarnan líta þannig á lækna og telja sér best borgið með þá í þeirri stöðu. Læknar eru mjög ógnvekjandi hópur fyrir stjórnvöld og því kemur þeim best ef læknar tjá sig ekki opinberlega um neitt sem snertir samfélagsleg málefni. Astæðan er sú að læknar njóta almennrar virðingar, þeir búa yfir „Norðurlöndin eru al- þjóðlega viðurkennd sem ein fremstu lýðrœðisríki í heiminum og það skiptir miklu að grunnhug- myndir lýðrœðisins standi traustum fótum í huga al- mennings. Par eiga og geta lœknar haft veruleg áhrif”, segir Horton ritstjóri The Lancet. Læknablaðið 2007/93 565

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.