Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 18
IFRÆÐIGREINAR SYKURSÝKl 2 Tafla I. Samanburöur tilfella og viðmiöa. Tilfelli (n=41) Viömiö (n=34) P Meöalaldur í árum (SD) aldursdreifing í árum 67,0 (6,7) 48-75 66,6 (7,4) 43-77 ns Meöalfjöldi ára meö SS2 (SD) Miðgildi í árum Dreifing í árum 17,1 (6,8) 16 8-31 Karlar/konur 20/21 18/16 ns Holdastuðull [Kg/m2J (95% Cl) 27,7 (26,3-29,1) 28,7 (27,1-30,2) ns Slagbilsþrýstingur[mmHg], (95% Cl) 148 (140-156) 141 (134-148) ns Hlébilsþrýstingur[mmHg], (95% Cl) 80(77-83) 82 (79-86) ns Kólesteról [mmól/l], (95% Cl) 5,9 (5,6-6,2) 6,2 (5,8-6,6) ns HDL-kólesteról [mmól/l], (95% Cl) 1,23 (1,13-1,32) 1,41 (1,28-1,55) <0,04 Þríglýseríöar [mmól/l], (95% Cl) 1,8(1,5-2,0) 1,5 (1,2-1,7) ns árin en sjúkdómnum geta fylgt alvarleg vandamál eins og kransæðasjúkdómur, nýrnamein, augn- kvillar og fótamein. í Evrópu og Bandaríkjunum fer allt að 7% af heildarfjárframlögum til heil- brigðismála í málefni er tengjast sykursýki (2) og fylgikvillarnir leggjast þyngst á þá sem eldri eru, hóp sem fer sístækkandi hér á íslandi. Allt að fimmtungur sykursjúkra (SS2) íslendinga hefur kransæðasjúkdóm þegar við greiningu (3) og syk- ursýki að minnsta kosti tvöfaldar líkur á dauða vegna kransæðasjúkdóms hér á íslandi eins og annars staðar (4). Sykursýki er aðalorsök blindu á Vesturlöndum en á íslandi er þetta lokastig augn- kvilla sjaldgæft vegna fyrirbyggjandi aðgerða (5). Sama virðist gilda um nýmamein þar sem próteinmiga er jafnalgeng hér og erlendis þó færri hérlendis þurfi blóðskilun (6). Einnig virðist ristruflun jafnalgeng hjá sykursjúkum á Islandi og erlendis (7) og svipaða sögu má segja af röskun á ósjálfráða taugkerfinu (8) í sykursýki af tegund 1 (SSl). Fótamein skerðir lífsgæði sykursjúkra verulega en útæðasjúkdómur og taugakvilli eru helstu þættir þess sem svo geta leitt til fótasára og aflim- ana. Þetta tvennt síðastnefnda er að auki verulega kostnaðarsamt fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Líkur einstaklings með sykursýki á að fá fótasár á lífsleiðinni eru taldar allt að 15% en fótasár eru undanfari aflimana hjá sykursjúkum í 85% tilfella (9). Orsök sáranna er talin vera hrein blóðþurrð í um 10% tilfella, í 40% tilfella taugakvilli eingöngu en að minnsta kosti helmingur sára er talinn af blönduðum uppruna (10). Talið er að 13-50% ein- staklinga með SS2 hafi taugakvilla (11,12) og um 7-24% hafi útæðasjúkdóm (13, 14). Ekki eru fyrir- liggjandi upplýsingar um algengi einkenna eða teikna um fótamein hjá íslenskum sjúklingum sem hafa SS2 og því var þessi rannsókn gerð. Efniviður og aðferðir Þýði Á árunum 1998-2000 tóku 3924 manns þátt í Fullorðinssykursýkisrannsókn Hjartavemdar og íslenskrar erfðagreiningar (NIDDM-rannsókn) sem áður hefur verið lýst (15). Fyrir þetta úrtak var gagnagrunnurinn skoðaður með tilliti til þekktrar sykursýki af tegund 2 í að minnsta kosti 8 ár, fæðingardag á bilinu 1925-1965 og búsetu á höfuðborgarsvæðinu auk þess að eiga maka sem einnig tók þátt í NIDDM-rannsókninni. Makarnir mynduðu þannig viðmiðunarhóp sem ekki hafði SS2 en voru á sama aldri og í sama umhverfi. Þannig fundust 130 einstaklingar (65 pör) sem fengu bréf sem var fylgt eftir með símtali. Ekki tókst að hafa uppá 18 einstaklingum, 20 neituðu þátttöku en 14 áttu ekki heimangengt. Þrír af viðmiðunarhópnum reyndust þegar til kom hafa nýlega greinda sykursýki og vom þess vegna ekki gjaldgengir. Þannig fengust til úrvinnslu gögn frá 41 einstaklingi með SS2 og viðmiðin urðu 34 makar án sykursýki. Hóparnir voru sambærilegir eins og sést í töflu I. Mælingar Þátttakendur í þessu úrtaki voru kallaðir inn sér- staklega og skoðaðir ítarlega af sama aðila (FH). Stuðst var við einföld klínísk teikn sem talin eru einkenna fótamein og hægt er að staðfesta með hraði í dagsins önn. Niðurstöður vom skráðar sem eðlilegar eða óeðlilegar fyrir hvert teikn. Þannig var leitað var eftir fótasárum, húðþurrki, sveppasýktum nöglum og óeðlilegri myndun og dreifingu siggs. Fótapúlsar (a. dorsalis pedis og a. tibialis posterior) voru metnir og taldir óeðlilegir ef þreifing með fingri greindi einungis einn eða tvo af fjórum. Hreyfitaugalömun í fótum var talin vera til staðar ef augljósar vöðvarýrnanir sáust ásamt hamartám eða ósjálfráðir vöðvakippir í fótum neðan ökkla. Sinaviðbragð í ökkla var metið á hefðbundinn hátt með þátttakanda sitjandi á bekk og hné beygð 90° meðan ökkla var haldið í vægri uppsveigju (dorsiflexion). Viðbragðið var metið sem: til staðar, til staðar eftir styrkingu eða ekki til staðar. Við mat á titringsskyni var tilfinningin fyrst kynnt með því að styðja 128Hz tónkvísl á enni og viðkomandi var svo beðinn um að segja til um leið og titringur var stöðvaður án þess að lyfta tónkvíslinni. Þátttakandi var svo liggjandi með lokuð augu og titrandi tónkvíslin látin hvíla með eigin þunga fremst (distalt) á stórutá. Titringurinn var svo stöðvaður skyndilega með því að grípa um tónkvíslina. Þröskuldur titringsskyns var met- inn á sama stað á stórutá hjá hluta hópsins með 1 1 0 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.