Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR
KRABBALÍKISÆXLI
Niðurstöður
Alls greindust 64 sjúklingar með krabbalíki í
lungum á þeim tíma sem rannsóknin náði til. Á
sama tímabili greindust 3303 lungnakrabbamein
á Islandi og voru krabbalíkisæxlin því 1,9% af
illkynja lungnaæxlum á þessu tímabili. Samtals
greindust 22 karlar og 42 konur (hlutfall kk/kvk
0,53, p<0,05) og var meðalaldur 49 ár (bil 16-86 ár)
(tafla I). Aldursstaðlað nýgengi fyrir krabbalíki í
lungum var 0,4/100.000 fyrir karla og 0,7/100.000
fyrir konur. Alls greindust tíu sjúklingar með
afbrigðilega vefjagerð, allt konur. Meðalaldur
hópsins með illkynja vefjagerð var 59,7 ár. Eftir því
sem leið á tímabilið virtist nýgengi heldur aukast
án þess þó að um marktækan mun væri að ræða á
milli fimm ára tímabila.
Alls höfðu 21 af 64 sjúklingum (32,8%) sögu
um reykingar. Samtals 45 sjúklingar greindust
vegna einkenna og voru algengustu einkennin
takverkur, hósti og endurteknar lungnasýkingar
(tafla II). Þrír sjúklingar höfðu krabbalíkisheil-
kenni (carcinoid syndrome) og einn greindist með
efri-holæðar heilkenni (vena cava superior synd-
rome). Önnur einkenni eru sýnd í töflu II. Nítján
sjúklingar (29,7%) greindust fyrir tilviljun (það er
án einkenna), oftast á lungnamynd sem tekin var
vegna uppvinnslu annarra sjúkdóma. Æxlin voru
staðsett í hægra lunga hjá 33 sjúklingum (52%) og í
vinstra lunga hjá 31 (48%), en 49 þessara æxla voru
miðlægt og 15 utar í lunganu.
Af 64 sjúklingum gengust 56 (88%) undir skurð-
aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Algengasta
aðgerðin var blaðnám, eða hjá 46 sjúklingum, og
voru 18 aðgerðanna hægra megin (5 í efra blaði,
5 í miðblaði, 8 í neðra blaði) og 17 vinstra megin
(10 í efra blaði og 7 í neðra blaði). Hjá 11 sjúkling-
um þurfti að fjarlægja tvö lungnablöð í hægra
lunga (bilobectomy) og fjórir sjúklingar gengust
undir lungnabrottnám (pneumonectomy) vegna
miðlægra æxla, í öllum tilvikum vinstra megin.
Hjá fjórum sjúklingum var eingöngu gerður fleyg-
skurður (wedge resection) og hjá tveimur var
æxlið numið á brott án nærliggjandi lungnavefjar
(enucleation/lumpectomy), í báðum tilvikum
snemma á rannsóknartímabilinu (1961 og 1971).
Átta sjúklingar fóru ekki í aðgerð, þar af sjö sem
ekki var treyst í aðgerð vegna lélegs líkamlegs
ástands og einn sem fékk lyfjameðferð vegna
meinvarpa í lifur.
Heildartíðni fylgikvilla var 19,6%. Einn sjúk-
lingur lést innan 30 daga frá aðgerð (skurð-
dauði 1,7%) og var dánarorsök alvarleg önd-
unarbilun (acute respiratory distress syndrome,
ARDS). Aðrir fylgikvillar eftir aðgerð voru sýk-
ing í skurðsári (n=2), dren sem festist í skurðsári
(n=l), þindarlömun (n=l), viðvarandi loftleki í >7
Tafla II. Einkenni 45 sjúklinga sem greindust með krabbalíki á íslandi 1955-2005. Hver
sjúklingurgetur haft fleiri einkenni samtímis. Nítján sjúkiingar sem greindust fyrir tilviljun
(einkennalausir) eru ekki sýndir.
n % (n=45)
Takverkur 18 28,1
Hósti 17 26,6
Lungnasýkingar/lungnabólga 17 26,6
Blóðhósti (hemoptysis) 8 12,5
Mæði 3 4,7
Krabbalíkisheilkenni (carcinoid syndrome) 3 4,7
Holæöar-heilkenni (vena cava superior syndrome) 1 1,6
Tafla III. TNM-stigun 60 sjúklinga sem greindust með krabbalíki á íslandi 1955-2005.
(Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og prósentur í sviga).
Veljafrasði
Dæmigerö Afbrigðileg Samtals
Stigl 45 (83,3%) 3(30) 48 (80)
Stig II 0 2(20) 2 (3,3)
Stig III 4(7,4%) 0 4(6,7)
Stig IV 2 (3,7%) 4 (40) 6(10)
Tafla IV. Sjúklingar með meinvörp í lungnaeitlum (Nl), miðmætiseitlum (N2) og
fjarmeinvörp (stig IV) við greiningu krabbalíkis á íslandi 1955-2005. (Gefinn er upp fjöldi
sjúklinga með meinvörp af heildarfjölda sjúklinga með viðkomandi vefjagerð og prósentur
innan sviga).
Vefjafræöi
Dæmigerö Afbrigöileg Samtals
Eitlar innan lunga (Nl) 3 (5,6) 0 (0) 3 (4,7)
Miðmastiseitlar (N2) 4 (7,4) 1 (10) 5 (7,8)
Lifur 3 (5,6) 2 (20) 5 (7,8)
Heili 0 (0) 1 (10) 1 (1,6)
daga hjá fimm sjúklingum. Einn sjúklingur þurfti
að fara á hjarta- og lungnavél í aðgerðinni, en við
töku æxlisins lokaði það fyrir hægri efri berkju og
olli alvarlegum öndunarerfiðleikum.
I töflu III er sýnd stigun æxlanna. Ekki var hægt
að stiga fjögur tilfelli vegna þess að upplýsingar
vantaði. Flestir greindust á stigi I, eða 48 sjúklingar
(34 sjúklingar á stigi IA og 14 á stigi IB) og tveir á
stigi IIB. Fjórir sjúklingar greindust með meinvörp
í miðmætiseitlum (stig IIIA) og voru allir þessara
sjúklinga með dæmigerða vefjagerð. Fjarmeinvörp
greindust hjá öðrum sex sjúklingum (stig IV) og
voru tveir þeirra með dæmigerða vefjagerð.
Alls fundust meinvörp hjá tólf sjúklingum
innan þriggja mánaða frá greiningu en tveir
þeirra greindust með fleiri en eitt meinvarp. Átta
sjúklinganna með meinvörp voru með dæmi-
gerða vefjagerð og fjórir afbrigðilega vefjagerð.
Samanburður á sjúklingum með þessar tvær vefja-
gerðir er sýndur í töflu IV. Við eftirlit greindust
aðrir tveir sjúklingar með meinvörp, annar ári frá
aðgerð með afbrigðilega vefjagerð og meinvarp í
miðmætiseitli og hinn fimm árum frá greiningu.
Sá síðarnefndi var með dæmigerða vefjagerð og
LÆKNAblaðið 2008/94 127