Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 9
RITSTJORNARGREINAR Pétur Hannesson peturh@landspitali.is Höfundur er röntgenlæknir á Landspítala. Jáeindaskanni Næsta stóra tækninýjung í læknisfræði á íslandi Jáeindaskanni (JS) (PET/CT, positron emission tomography/computer tomography) er sú mynd- greiningaraðferð sem vex hraðast í heiminum. PET eitt og sér hefur lengi verið í klínískri notkun en það eru aðeins nokkur ár síðan hjónaband tækninnar með tölvusneiðmyndum átti sér stað. Saman eru aðferðimar mun næmari og sértækari en hvor tækn- in fyrir sig. Þetta byggir á þeim samlegðaráhrifum sem fást við það að leggja saman þessar tvær mynd- greiningaraðferðir. Nýtast þar saman starfrænar upplýsingar PET og upplausn tölvusneiðmyndanna sem eykur greiningarhæfni við stigun æxla og mat á meðferð þeirra. Nú eru einungis seld síamstæki af þessari gerð og er því ekki ástæða til að aðgreina PET frá PET/CT hvað varðar íslenska nafngift. JS er ísótópaskann sem byggir á notkun ísótóps sem gefur frá sér jáeind. Við sammna jáeindar við rafeind verður til orkurík gammageislun sem er numin af tækinu. ísótópinn er tengdur við merki- efni (tracer) sem hefur sækni í ákveðinn vef eða ástand í líkamanum. Við tæknina er nú fyrst og fremst notast við flúorl8 ísótóp tengdan sykri, svokallað FDG (F-18 fluorodeoxyglukosa), sem sýnir hraða á bruna sykurs í vefjum. Safnast efnið fyrir bæði í æxlum og bólgu. Fjöldi annarra ísótópa og merkiefna er í rannsókn eða væntanlegir á mark- að. Til framleiðslu ísótópanna þarf öreindahraðal (cyclotron) sem framleiðir jáeindir og þarf hann að vera í nálægð við JS þar sem ísótóparnir eru skammlífir. Framleiðsla ísótópa með merkiefni er umfangsmikil og háþróuð lyfjaframleiðsla sem þarf fullkomnar aðstæður þótt síðustu ár hafi tæknin orðið sjálfvirkari og ódýrari. Hér liggur stærsti hluti kostnaðar við JS en að starfseminni koma margar ólíkar fræði- og starfsstéttir (1). JS hefur verið til á stærri háskólasjúkrahúsum í fjölda ára og var í byrjun mest notaður við greiningu sjúkdóma í miðtaugakerfi og við grunnrannsóknir. Helstu ábendingar í miðtaugakerfi eru flogaveiki og minnisglöp. JS á sér einnig ábendingar við hjarta- og bólgusjúkdóma. Yfir 90% sjúklinga sem rannsak- aðir eru nú í JS eru þó með illkynja sjúkdóma. Er svo komið að JS er víða hluti venjubundinnar upp- vinnslu við marga sjúkdóma (standard of care). JS er notað til frumgreiningar, stigunar, mats á endur- komu, mats á árangri meðferðar og fyrir geislameð- ferð illkynja sjúkdóma. Meðal ábendinga fyrir JS er mat á því hvort hnútur í lunga sé illkynja og leit að duldu illkynja æxli. JS er einnig notað í stigun ým- issa krabbameina, svo sem lungna-, eitilfrumu-, vél- inda-, ristil-, skjaldkirtils-, og leghálskrabbameins, krabbameina á höfuð- og hálssvæði, sortuæxlis, sarkmeins og krabbameina í heila. Verið er að meta gildi stigunar fleiri krabbameina með JS. JS er gagn- legt við mat á endurkomu fjölda krabbameina, svo sem eitilfrumu- og ristilkrabbameins. Einnig til að meta árangur meðferðar við eitilfrumukrabbamein, krabbamein á höfuð- og hálssvæði og GIST-æxla. JS er notað til að afmarka meðferðarsvæði við geisla- meðferð nokkurra krabbameina, svo sem krabba- meins á höfuð- og hálssvæði, eitilfrumu-, lungna-, vélinda- og leghálskrabbameins (2, 3). Stöðugt bætast við krabbamein þar sem sýnt hefur verið fram á notagildi aðferðarinnar. JS sýnir sig breyta þeirri meðferð sem stór hluti sjúklinga fær við sjúkdómi sfnum. Þetta leiðir til að læknar og sjúklingar gera kröfu um að aðferðin sé aðgengileg og aukins vilja opinberra aðila og tryggingafélaga til þess að greiða fyrir hana. Heilsufarslegur ávinningur af notkun JS er verulegur og verður ekki metinn til fjár. Þótt tæknin sé dýr mun JS þó einnig hafa jákvæð áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu þar sem nákvæmari greining mun leiða til markvissari meðferðar. Með JS verður hægt að meta virkni meðferðar strax í byrjun hennar og er þannig unnt að draga úr kostnaði við ný dýr lyf með því að gera notkun þeirra markvissari. Auk þess er hægt að draga úr ónauðsynlegum skurð- aðgerðum vegna betri greiningar og stigunar. Þar sem aðferðin hefur fest sig í sessi sem venju- bundin uppvinnsla margra sjúkdóma verður ekki hjá því komist að bjóða upp á rannsóknaraðferðina á íslandi. Miðað við áætlanir danskra heilbrigðis- yfirvalda um þörf fyrir rannsóknir árin 2008-2010 má áætla að þörfin hér verði yfir 2000 rannsóknir á ári. Ef vonir manna um notagildi nýrra merkiefna rætast má ætla að þörfin geti orðið mun meiri í framtíðinni. Starfræksla JS krefst töluverðs und- irbúnings og fjármuna. Öreindahraðall og merkiefn- isframleiðsla krefst sérhæfðs húsnæðis og er gert ráð fyrir starfseminni í nýjum Landspítala. Mikilvægt er að þær byggingar rísi sem fyrst svo ekki verði töf á innleiðingu JS eða að leita þurfi óhagkvæmra bráðabirgðalausna. Heimildir 1. Krug B, Van Zanten A, Pirson A-S, Crott R, Borgt TSV. Activity-based costing evaluation of (18F)-fludeoxyglucose production. Eur J Nucl Med Mol Imaging 2008; 35: 80-8. 2. PET (Positron emissionstomografi). Anbefalinger for udbygning af PET og FDG (flourodeoxyglukose) produktion. Sundhedsstyrelsen 1. juni 2006. 3. Facey K, Bradbury I, Laking G, Payne E. Overview of the clinical effectiveness of positron emission tomography imaging in selected cancers. Health Technol Assess 2007; 11: 1-288. LÆKNAblaðið 2008/94 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.