Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 47
UMRÆÐ'UR O G F R É T T I R 1
L Æ K N A R A Ð S T J Ó R N A 191
„Alveg tvímælalaust. Ég er fullur aðdáunar á
því fólki sem tekst að fóta sig sem stjórnendur í
heilbrigðiskerfinu án reynslu af starfi innan þess.
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir eru svo flóknar og
margbrotnar að það er að mínu mati algjörlega
nauðsynlegt að hafa reynslu af starfi innan
þeirra til að skilja hvemig fólk hugsar og hvernig
starfsemin fléttast saman. Mér hefur fundist af-
skaplega mikilsvert að hafa reynslu og þekkingu á
því hvernig svo fjölbreytt og ólík starfsemi fléttast
saman. Þar er ég að tala um lækningarnar, rami-
sóknirnar og háskólakennsluna og vita að þetta
verður að virka saman til að fá sem mest út úr
öllum þáttum starfseminnar."
Birgir segir tvennt vera mikilvægt í að fá ein-
staklinga í ólíkum greinum innan sjúkrahússins
til að starfa sem best saman. „Línur um verksvið
og valdsvið þurfa að vera skýrar og einfaldar. Um
leið þarf að undirstrika að góður árangur byggist
á samstarfi og samvinnu. Góð samvinna er lyk-
illinn að góðri þjónustu við sjúklingana. Skýrt
og einfalt skipurit er nauðsynlegt en um leið er
mikilvægt að gera sér grein fyrir að skipurit segir
ekki til um hvernig fólk vinnur saman. Þegar ég
kom á Karolinska þá var eitt hið fyrsta sem ég tók
eftir hversu óskýrt og flókið skipuritið var. Fólk
vissi ekki almennilega hver réð hverju eða hvar
ákvarðanirnar væru teknar. Hvað má ég gera sem
stjórnandi? var algeng spurning."
Læknastéttin hæsti þröskuldurinn
Hvar hefurðu orðið fyrir mestri fyrirstöðu við innleið-
ingu breytinganna sem þú hefur staðiðfyrir?
„Ef ég á að vera alveg ærlegur þá er læknastétt-
in hæsti þröskuldurinn. Læknar eru oft tregir til að
taka upp nýjungar í vinnubrögðum, sérstaklega
gagnvart öðrum starfsgreinum, en þeir eru mjög
snöggir að taka upp nýjar tæknilausnir og ný lyf.
Þegar hins vegar er um að ræða hvernig starfs-
greinarnar eiga og þurfa að vinna saman þá hefur
mér sýnst að læknarnir séu mjög áfram um að
varðveita sjálfstæði sitt; með öðrum orðum geta
gert það sem þeir vilja þegar þeir vilja. Geta komið
og farið að vild. Þetta er mjög erfitt að eiga við
þegar um er ræða breytingar sem beinast að hag-
ræðingu og aukinni framleiðni þar sem stöðlun
vinnu- og verkferla er lykilatriðið. Það gengur
ekki að tíu manns sitji og bíði eftir einum lækni
sem svo kemur jafnvel ekki þann daginn. Það er
óþolandi. Læknirinn kemur kannski alltof seint og
tími annarra starfsmanna fer að meira eða minna
leyti í þarflausar útskýringar á fjarveru hans. Þetta
er því miður alltof algengt en nú er ég auðvitað að
tala um það umhverfi sem ég þekki best í Svíþjóð.
Ég veit ekki hvort þetta á við um íslenska kerfið."
Hvernig hefur þér tekist að breyta þessu?
„Það sjá þetta auðvitað allir þegar nánar er
skoðað en oft sést þetta ekki og mörgum er akkur
í því. Það er hins vegar ekkert hægt að komast hjá
því að taka á þessu og þegar ég fel mínum stjóm-
endum að framkvæma ákveðin verk á ákveðnum
tíma geri ég þeim ljóst að því verði fylgt eftir og
gengið úr skugga um að verkið hafi verið fram-
kvæmt samkvæmt áætlun. Við viljum líka fylgjast
með hvernig hlutirnir eru gerðir, okkur nægir ekki
að vita að þeir hafi verið gerðir. Ef uppfylla á kröf-
ur um öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar þá
þarf að tryggja að verkin hafi verið framkvæmd á
réttan hátt og á réttum tíma."
Sparar þetta peninga?
„Það er er í rauninni ekki markmiðið heldur að
bæta þjónustuna, gæðin og öryggið. Reynsla mín
og annarra hefur sýnt að með aukinni framleiðni
gerum við meira án þess að auka kostnaðinn. Það
er ávinningurinn. Það er auðvitað mjög vel þekkt
úr öðrum greinum og löngu tímabært að koma
þeirri hugsun að í heilbrigðiskerfinu."
Læknadagar 2008
Þrátt fyrir að Læknadagar 2008 væru komnir í fullan gang hafði Arna
Guðmundsdóttir formaður Fræðslustofnunar lækna nóg að gera.
LÆKNAblaðið 2008/94 139