Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 55
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR NEYÐARBÍLL í REYKJAVÍK Breytingar á bráðaþjónustu í Reykjavík Davíð O. Arnar davidar@tandspitali.is Það hefur varla farið framhjá neinum að nýlega voru kynntar veigamiklar breytingar á bráðaþjón- ustu utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða breytingar á starfssviði læknis á neyðarbíl en læknir hefur fylgt bílnum í nær þrjá áratugi. Bráðatæknar (paramedics) sem hafa hlot- ið sérþjálfun í viðbrögðum við bráðum uppákom- um taka nú að sér að manna framvarðarsveitina. Þótt læknir fylgi ekki lengur neyðarbíl í öll útköll stendur áfram til að hann sinni vandasamari verk- efnum. Nauðsyn þess verður metin í hverju tilfelli og læknirinn þá ferjaður á vettvang frá slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Samskipti milli slysa- og bráðadeildar og bráðatækna í útkalli verða bætt með ýmsum hætti. Efling samskipta er mjög mikilvægur liður í þessum breytingum. A sama tíma er ætlunin að styrkja starfsemi bráðalækninga á slysa- og bráðadeild með aukinni viðveru reynds læknis. Eins og búast mátti við eru skiptar skoðanir um ágæti þessara breytinga. Það eru til nokkrar mismunandi útfærslur á skipulagi neyðarþjónustu sjúkrabifreiða. í meg- indráttum eru þó tvö mismunandi módel lögð til grundvallar neyðarþjónustu, annars vegar svokallað Franco German system (FGS), þar sem læknir mannar sjúkrabifreið ásamt bráðatækni og/eða sjúkraflutningsmanni (1). Hins vegar er um að ræða það sem er kallað Anglo American system (AAS) þar sem bráðatæknar gegna lykil- hlutverki en eru í góðu sambandi við bráðalækni sem er yfirleitt staddur í fjarskiptamiðstöð bráða- móttöku (1). Það eru kostir og gallar við bæði kerfin. FGS býður upp á möguleika á sérhæfðari læknismeð- ferð á staðnum, eins og til dæmis við slys eða end- urlífgun, mati á þörf fyrir sérhæfð hjartalyf, auk annarra inngripa. Þessi nálgun hefur stundum verið kölluð stay and play. Á hinn bóginn getur þetta stundum leitt til þess að flutningur sjúklings á sjúkrahús dregst en þar er hægt að veita enn sérhæfðari meðferð. Ávinningur af FGS kann að vera meiri þar sem flutningstími á sjúkrahús er lengri. Bráðalæknisfræði sem sérgrein virðist ekki vera jafn vel þróuð í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þannig eru læknar sem manna sjúkrabifreiðar í Evrópu oft með aðra sérmenntun eins og svæf- ingalækningar, lyflækningar, barnalækningar og skurðlækningar. Bráðalækningar sem sérgrein eru þó að sækja fram í vaxandi mæli í Evrópu og kann það að leiða til að breytingar verði á mönnun sjúkrabifreiða á næstu árum. Hvað AAS-kerfið varðar þá virðist það ekki síst vera tilkomið vegna efnahagslegra ástæðna og vöntunar á læknum til að sinna þessu verkefni. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var ekki óalgengt að læknar sinntu neyðartilvikum, sérstaklega alvarlegum slysum og hjartastoppum, utan sjúkrahúsa í Bandaríkjrmum. Með frekari þróun sjúkraflutninga var síðan tekin ákvörðun um að fýsilegt væri að fela þjálfuðum staðgengl- um þeirra (bráðatæknum) þetta hlutverk. Talið var að sjúklingum, ekki síst þeim sem lent höfðu í alvarlegum slysum, væri best borgið ef eingöngu lykilverk til að gera sjúkling stöðugan til flutnings væru framkvæmd á staðnum en lögð áhersla á að hann kæmist sem allra fyrst á sjúkrahús. Horfur sjúklings voru taldar þeim mun betri því fyrr sem hann kæmist á sjúkrahús. Gagnstætt stay and play hugmyndafræði FGS hefur þessi nálgun stundum verið kölluð scoop and run. Sums staðar innan AAS-kerfisins hefur verið mögulegt að fá bráðalækna á staðinn ef þörf krefur, til dæmis við hópslys. Það er hins vegar meginstefnan í því kerfi að bráðalæknirinn nýtist best innan sjúkrahússins þar sem vissulega eru næg verkefni til staðar. Eitt af lykilverkum áhafna sjúkrabifreiða við alvarleg slys eða hjartastopp er að tryggja loftveg sjúklings. Undir slíkum kringumstæðum er gjarn- an reynd barkaþræðing. Barkaþræðing á vett- vangi getur verið gríðarlega vandasöm. Árangur barkaþræðinga virðist vera nokkuð breytilegur eftir rannsóknum en misheppnuð barkaþræðing, gjaman með þræðingu barkaslöngu í vélinda, getur verið vandamál, bæði hjá bráðatæknum og læknum (2, 3). Það getur að auki reynst, í vissum tilfellum, mjög erfitt að framkvæma barkaþræð- ingu hjá mikið slösuðum án svæfinga- eða vöðva- slakandi lyfja. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að setja skýrar kröfur um þjálfun þeirra sem geta lent í þeirri aðstöðu að framkvæma barkaþræðingu við mismunandi aðstæður á vettvangi. Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúss á íslandi hefur verið mjög góður (4). Ástæðurnar eru eflaust nokkrar en óhætt er að fullyrða að góð þjálfun áhafnar neyðarbílsins (þar með talið læknisins) leiki þar stórt hlutverk. Eins og fyrr segir stendur til að læknir fari áfram á vettvang í LÆKNAblaðið 2008/94 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.