Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 44
Tímabær hugsun í heilbrigðiskerfinu
Stjórnun sjúkrastofnana hefur verið mikið til umræðu undanfarin
misseri. Ekki er laust við að mörgum lækninum þyki sem stjórnun
hafi verið færð úr höndum þeirra til fólks sem hefur takmarkaða
þekkingu á því starfi sem unnið er á deildum sjúkrahúsanna.
Birgir Jakobsson er sérfræðingur í barnalækningum og hlaut sér-
menntun sína í Svíþjóð þar sem hann hefur átt farsælan starfsferil
í 30 ár, framan af sem læknir og sérfræðingur, en eftir 1990 færðist
stjórnun æ meira yfir á hans hendur og eftir að hafa gegnt starfi
sviðsstjóra á Huddinge-sjúkrahúsinu með góðum árangri um fjög-
urra ára skeið var hann ráðinn sjúkrahússtjóri á St. Göran-sjúkra-
húsið í Stokkhólmi sem nýtur þeirrar sérstöðu að vera stærsta
einkasjúkrahús í Svíþjóð. Starf Birgis og breytingarnar sem hann
innleiddi í rekstri stofnunarinnar vöktu slíka athygli að á síðasta
ári var hann ráðinn sjúkrahússtjóri á Karolinska háskólasjúkra-
húsinu í Stokkhólmi, annað af tveimur stærstu sjúkrahúsum
Svíþjóðar.
Birgi var boðið hingað í tilefni Læknadaga 2008
og flutti hann erindi við opnun þeirra, undir yfir-
skriftinni Læknir í stjórnunarstöðu og hlutverk
hans. Læknablaðið fékk Birgi til að ræða efni fyr-
irlestursins og segja frá reynslu sinni af starfi við
sjúkrahússtjórn.
„Þegar ég hóf minn feril sem læknir þá stefndi
ég á sérnám og rannsóknir og hafði alls engan
áhuga á stjórnun. Þetta var í rauninni tilviljun
hvernig ég leiddist út í þetta og satt að segja var
ég dálítið tregur að gera þessa breytingu á starfi
mínu," segir Birgir og rifjar upp að eftir tíu ára
dvöl í Svíþjóð hafi hann starfað hér heima á
Landakotsspítala í eitt ár, 1988-1989.
„Þegar ég kom aftur út til Svíþjóðar hafði
umræða um breytingar á rekstri deilda aukist
mjög og á barnadeildinni á Huddinge-sjúkrahús-
inu þar sem ég starfaði var fengið inn fólk utanfrá
til að vinna að breytingunum og reyna að draga
úr kostnaði. Við sem störfuðum á deildinni vorum
fengin í lið með þeim og ég gerður að verkefn-
isstjóra ásamt yfirlækni deildarinnar. Þarna vakn-
aði í fyrsta skipti áhugi minn á stjórnun og síðan
leiddi eitt af öðru og ég var skipaður yfirlæknir
barnadeildarinnar og gegndi því starfi í fimm ár.
Ég vann þó áfram við lækningar en stjórnun deild-
arinnar tók þó talsverðan hluta af vinnutímanum.
í framhaldi af þessu var ég beðinn um að taka að
mér starf sviðsstjóra og þá stakk ég við fótum. Mér
fannst að með því væri ég að yfirgefa sérgreinina
mína og farinn að fást við hluti sem hefðu ekkert
með barnalækningar að gera. Ég þráaðist því við
Hávar { hálft ár en lét á endanum tilleiðast með þeirri
Sigurjónsson hugsun að ég gæti þá alltaf farið aftur í barnalækn-
ingarnar ef mér leiddist. Mér þótti svo starfið mjög
skemmtilegt og gegndi því í fjögur ár þar til mér
var boðið starf sjúkrahússtjóra á St. Göran-sjúkra-
húsinu. Það var vorið 2003. Það er eina einkarekna
bráðasjúkrahúsið í Svíþjóð og mér fannst mjög
spennandi að taka við því verkefni."
Vinnubrögðin hafa lítið breyst
Starfþitt sem sviðstjóri Huddinge-sjúkrahússins hefur
greinilega vakið athi/gli. Fyrir hvað var það?
„Það er ekki vel gott að segja. Ég hafði auðvit-
að velt mikið fyrir mér stjómun sjúkrastofnana
og sett í gang vinnu við hagræðingu og end-
urskipulag vinnu- og verkferla innan deilda
sjúkrahússins. Ég kynnti mér líka talsvert breyt-
ingastjórnun í öðrum starfsgreinum með það í
huga hvort ekki væri hægt að nýta sér það í okkar
starfsemi. Kerfisbundnar breytingar á þjónustunni
undir minni stjórn hófust 1997 og leiðarljós þeirrar
vinnu var að framkvæma breytingar með velferð
sjúklinganna í fyrirrúmi. Þetta hefur þróast síðan
og ég tók þessar aðferðir með mér yfir á St. Göran
og reyndar fékk ég með mér einn af mínum nán-
ustu samstarfsmönnum af Huddinge, þar tókst
okkur að útfæra þessar hugmyndir að vemlegu
leyti sem í rauninni gerbreytti starfseminni, sér-
staklega á bráðamóttöku en líka á deildunum."
Enn vakti starf Birgis athygli og hann var á síð-
asta ári ráðinn sjúkrahússtjóri Karolinska háskóla-
sjúkrahússins sem er margþætt stofnun, bráða-
sjúkrahús, rannsóknastofnun og kennslu- og há-
skólasjúkrahús. Að sögn Birgis einfaldar það ekki
málin að sjúkrahúsið er rekið af Stokkhólmsléni en
háskólahluti starfseminnar af ríkinu.
„Hugmyndir stjórnar Karolinska með ráðningu
minni var að hægt væri að nota aðferðir mínar við
breytingar á St. Göran á Karolinska líka. Aðstæður
þar eru reyndar mun flóknari þannig að breyt-
ingastjórnun er margþættara og tímafrekara verk-
efni en sannarlega spennandi."
Þú talaðir um það í erindi þínu að vinnubrögð á
sjúkrahúsum hefðu lítið breyst þó að tækninni hefði
fleygtfram. Hvernig skýrirðu það?
„Já, það er sannarlega skrýtið hvað vinnu-
brögðin hafa lítið breyst. Ég fór í fyrsta sinn
stofugang á Barnadeild Hringsins 1975 og í dag
er stofugangur nákvæmlega eins, nema að í stað
möppu halda læknarnir á fartölvu. Sumir eru bæði
með möppu og fartölvu. Það sem hefur breyst er
að starfsfólkinu hefur fjölgað og kunnáttunni og
tækninni hefur sannarlega fleygt fram en allt hefur
þetta gerst án þess að við spyrðum okkar þeirrar
136 LÆKNAblaðið 2007/93