Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR
STOFNFRUMUR
í dópamínmyndandi taugafrumur hvort sem er
utan eða innan líkama. Til þess að geta haft not
af slíkri uppsprettu þurfa vísindamenn að geta
skilgreint vel alla áhrifaþætti og haft tæknilega
stjórn á ferlinu. Nauðsynlegt er að geta ræktað
frumur, beint sérhæfingu þeirra í átt að dópa-
mínmyndandi taugafrumum og geta grætt þær í
kjölfarið í heilann. Önnur leið er að græða minna
sérhæfðar dópamínmyndandi frumur og reiða sig
á að þær sérhæfist enn frekar í heila sjúklingsins.
Hvor leiðin sem farin er þarf örugga uppsprettu
frumna. Vísindamenn hafa þegar uppgötvað
fjölda af mögulegum frumugerðum til þess. Nú
er unnið að því að greina hvaða frumugerðir séu
æskilegastar.
Sýnt hefur verið fram á að hægt er að mynda
dópamínmyndandi taugafrumur utan líkama frá
stofnfrumum af mismunandi upprima: ES-frum-
um, stofnfrumum einangruðum úr beinmerg eða
fósturheila (20-22). Mikil framþróun hefur átt stað
á þessu sviði á síðustu árum og hafa klínískar
rannsóknir á dýrum sýnt fram á nokkurn árangur
með ígræðslu dópamínmyndandi taugafrumna
úr ES-frumum (20, 23). í einni slíkri rannsókn sér-
hæfðust ígræddar ES-frumur ekki aðeins í dópa-
mínfrumur heldur var einnig um klíníska framför
að ræða (23). Samfara því fengu um fimmtungur
tilraunadýranna furðuæxli sem er óviðunandi
aukaverkun. í kjölfarið birtist önnur rannsókn þar
sem undirbúningur frumnanna fyrir ígræðslu var
með öðrum hætti og þar mynduðust ekki furðu-
æxli og klínískur árangur náðist einnig (24).
Hvað varðar taugastofnfrumur hefur ein
rannsókn farið fram þar sem taugastofnfrum-
ur Parkinsonsjúklings voru einangraðar með
sýnatöku úr heila og þeim fjölgað utan líkama
í nokkra mánuði og um 15% þeirra sérhæfðist í
dópamínmyndandi frumur. í kjölfarið voru þær
frumur ígræddar í gráhýði sjúklingsins sem leiddi
af sér töluverðan klínískan bata og einnig kom
fram með jáeindaskönnun að dópamíntaugafrum-
umar lifðu (25). Það er hins vegar ljóst að þörf er á
frekari rartnsóknum áður en farið verður að beita
ígræðslu stofnfrumna gegn Parkinsonsjúkdómi.
Örvun taugastofnfrumna sjúklings
með ytri þáttum án ígræðslu
Þegar ljóst var að taugavefur innihéldi vefja-
stofnfrumur fóru vísindamenn að leita leiða til að
kveikja á innlægum viðgerðarferlum miðtauga-
kerfisins án frumuígræðslu. Er sú aðferð minna
þróuð en frumuígræðslan. Aðferðirnar þurfa þó
alls ekki að útiloka hvora aðra enda er ein möguleg
ástæða virkni frumuígræðslu einmitt sú að hún feli
í sér örvun á innlægum viðgerðaferlum heilans.
Ýmsar vísbendingar eru fyrir því að hefðbund-
imi skaði, ekki síst í hæggengum hrörnunarsjúk-
dómum örvi ekki nægjanlega innlæga viðgerð-
arferla heilans auk þess sem virkjun taugastofn-
frurnna fyrir umhverfisboðum verði að gerast
innan ákveðins tíma. Því geti þurft utanaðkom-
andi stuðning á formi vaxtarþátta á réttum tíma til
að koma í veg fyrir frekari skaða og þróun tiltekins
sjúkdóms. Að tvennu leyti væri æskilegri leið að
geta örvað innbyggða viðgerðarferla heilans með
hjálp vaxtarþátta en að notast við frumuígræðslu.
I fyrsta lagi eru lítil sem engin siðferðileg vandmál
tengd virkjun innlægra vefjastofnfrumna og í öðru
lagi er minni hætta á ónæmisfræðilegri höfnun.
Margir mismunandi vaxtarþættir hafa verið
kartnaðir í þeim tilgangi að örva taugastofnfrumur
heilans. Dr. James Fallon og félagar sýndu fram á
áhrif transforming growth factor- (TGF-a) í rottu-
heilum. TGF-a er prótein sem finnst frá fyrstu
stigum fósturþroska og er mikilvægt í viðgerð-
arferlum margra líffæra á borð við lifur og húð.
Þessar rannsóknir gefa til kynna að viðgerðarferl-
ar séu ekki nægjanlega vel örvaðir í hæggengum
hrörnunarsjúkdómum eins og Parkinsonsjúkdómi
og gjöf TGF-a gæti ýtt undir vakningu þeirra.
Með því að gefa efnið í heilbrigðan rottuheila fara
frumur á SVZ-svæðinu að fjölga sér en hverfa eftir
nokkra daga. Ef TGF-a er gefið í rottuheila sem
hefur verið skaðaður með 6-hydroxydópamíni
sem veldur skaða í sorturákakjama heilans þá ger-
ist eftirfarandi - eftir fjölgunartíma ferðast tauga-
forverafrumurnar að vefjaskaðanum þar sem þær
sérhæfast yfir í dópamínmyndandi taugafrumur.
Þær rottur sem gefið er TGF-a ná marktækum bata
eftir skaða af 6-hydroxydópamín í samanburði við
viðmiðunarhóp sem lýsir verndandi áhrifum vaxt-
arþáttarins. Óvíst er þó hvort stofnfrumumar taka
stað dauðra dópamínmyndandi taugafrumna eða
hvort um trópísk áhrif sé að ræða (26).
Auk vaxtarþátta bendir ýmislegt til þess að
taugaboðefni á borð við dópamín skipti töluverðu
máli þegar kemur að tauganýmyndun. Sýnt hefur
verið fram á í músum og öpum að taugaforvera-
frumur sem eru staðsettar á SVZ- og SGZ-svæðum
heilans hafa dópamínviðtaka og eru ítaugaðar
af aðfarandi dópamínmyndandi taugum (27-28).
Við skort á dópamíni í tilraunamúsum minnkar
frumufjölgun á tveimur ofannefndum stöðum
(27). Auk þess er frumufjölgunin endurvakin með
sértækum lyfjum sem örva dópamínviðtaka. Sömu
niðurstöður hafa fengist í tilraunum á mannlegum
viðföngum frá sama svæði (27). í samræmi við
þessar niðurstöður kemur í ljós að fækkun er á
fjölgandi taugaforverafrumum á SVZ- og SGZ-
svæði hjá sjúklingum með Parkinson sjúkdóm.
Þessar upplýsingar gefa til kynna að frumufjölgun
120 LÆKNAblaðið 2008/94