Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 59
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR SJÚKRASKRÁ „Þarfað komast í gagnið á næstu 12 mánuðum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um skráningu upplýsinga frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Skráningin er lagaskylda Hávar Sigurjónsson Á dögunum var haldinn fjölmennur fund- ur á vegum Læknafélags Reykjavíkur þar sem fundarefni var skráning sjálfstætt starf- andi sérfræðinga á upplýsingum í sjúkraskrár Landlæknisembætt- isins. Upphaf þessa má rekja til bréfs er landlæknir sendi út í maí í fyrra þar sem boðað var að upplýsingaskráningin myndi hefjast í byrjun þessa árs. Þegar erindið var svo ítrekað undir lok ársins kom það flatt upp á marga og þótti þeiin sem þetta hefði ekki verið nægilega vel kynnt og fyrirvarinn væri of stuttur. Fundurinn var því haldinn til að skýra nánar hvað í þessu fælist og Læknablaðið fékk Sigurð Guðmundsson landlækni til að skýra í nokkrum orðum um hvað málið snýst. „Landlæknisembættið safnar upplýsingum í ýmsar skrár á landsvísu. Þar má nefna fæðinga- skrá, dánarmeinaskrá, smitsjúkdómaskrá, lyfja- skrá, slysaskrá og krabbameinsskrá. Einnig er safnað upplýsingum frá sjúkrahúsum landsins, eins konar útskriftarskrá, samskiptaskrá úr heilsu- gæslunni. Allt þjónar þetta þeim tilgangi að hafa sýn yfir hvað heilbrigðisþjónustan er að gera og hverjum hún sinnir, og út frá þessu er síðan reynt að meta árangurinn og umfangið. Það gefur eirrnig augaleið að upplýsingar af þessu tagi eru ómet- anlegur fjársjóður fyrir faraldursfræðilegar rann- sóknir af ýmsum toga. í þessum skráningum hefur hins vegar verið stórt gat og það snýr að sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Einu upplýsingarnar um hvað þeir eru að gera og hverju þeir sinna birtast í reikningum sem þeir senda til Tryggingastofnunar. Þar eru vissulega upplýsingar um sjúklinginn en engar upplýsingar um tilefni heimsóknarinnar eða hver niðurstaðan af heimsókninni varð; engin sjúkdómsgreining eða upplýsingar um úrlausn nema að mjög litlu leyti. Það er satt að segja dálítið merkilegt að hugsa til þess að ríkið hafi áratugum saman samið við sérfræðinga án þess að nokkum tíma hafi í rauninni legið fyrir hvað þeir eru að gera; um hvað raunverulega er verið að semja. Spjótin hafa staðið á okkur um hríð að fá þessar upplýsingar frá sérfræðingunum á sama hátt og við fáum þær frá öðmm aðilum." Sigurður segir að hugmynd hafi kviknað fyrir 4-5 árum að tengjast upplýsingaöflun Tryggingastofnunar þar sem svo litlu hafi í raun þurft að bæta við til að fylla út í myndina. „Þetta gekk einhvem ekki nógu vel upp og ég hef satt að segja ekki skýringu á því en við ákváðum sem sagt að fara aðra leið og gera þetta sjálfstætt og sendum út bréf til sérfræðinganna í maí í fyrra. Viðbrögð þeirra voru almennt mjög góð og síðan tóku gildi lög 1. september sl. þar sem þessi upp- lýsingaöflun er orðin lagaskylda. í lögunum em sérstaklega tilteknar sjö skrár sem safna skuli upplýsingum í án samþykkis sjúklinga. í kjölfarið sendum við út bréf í desember þar sem óskað var eftir ákveðnum lágmarksupplýsingum sem höfðu verið skilgreindar árið 2002 fyrir sjálfstæða sér- fræðinga og heilsugæsluna. Sumum fannst þetta allbratt af stað farið og eftir á að hyggja má vel vera að þetta hafi mátt vera betur undirbúið af LÆKNAblaðið 2008/94 1 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.