Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 50
■ UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR A Ð VESTAN Virkur þátttakandi í samfélaginu Þorsteinn Jóhannesson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar ísafjarðar, man sann- arlega tímana tvenna á ferli sínum sem læknir. Hann stundaði sérnám í hjartaskurð- lækningum í Þýskalandi og var þar kominn í fremstu röð þegar óvænt slys setti honum stólinn fyrir dyrnar á þeim kröfuharða vettvangi. Hann sneri þá heim til Islands og leitaði á æskustöðvarnar á ísafirði og hafði ekki verið þar lengi þegar þrjú mannskæð snjóflóð féllu á byggðarlög á norðanverðum Vestfjörðum og líða ekki svo létt úr minni. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélaginu á ísafirði og sat í bæjarstjórn um átta ára skeið og kveðst jafnaðarmaður í hjarta sínu og í því sé engin mótsögn falin þó hann hafi setið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn er einnig mikill útivistar- og veiðimaður og stundar þau áhugamál eftir föngum bæði á sjó og landi. „Ég er fæddur á ísafirði í Mjallargötunni sem reyndar var alltaf kölluð Læknisgatan frá því Þorvaldur Jónsson var hér læknir og bjó í götunni. Foreldrar mínir er Sjöfn Magnúsdóttir og Jóhannes Þorsteinsson og ég ólst upp í fimm systkina hóp. Ég var á ísafirði til 17 ára aldurs er ég fór suður í Menntaskólann í Reykjavík. Hér var þá ekki kom- inn menntaskóli en þó menntaskóladeild þar sem hægt var að taka 1. bekk. Ég kom síðan aðeins hingað vestur á sumrum eftir það þar til ég lauk læknisfræðináminu í Háskóla Islands og fór til Þýskalands í framhaldsnám. Ég var síðan orðinn l_l , ^ fertugur þegar ég fluttist hingað eftir tæplega 10 ára búsetu í Þýskalandi. Ég er kvæntur Margréti Sigurjónsson p; Hreinsdóttur, hjúkrunarfræðingi, saman eigum Gatnli spítalinn á ísafirði sem nú er Safnahús. við tvö börn, Magnús Þóri 8 ára og Þuríði Kristínu 5 ára. Af fyrra hjónabandi á ég Jóhannes, 29 ára verkfræðing sem er búsettur og starfar í New York, hann er kvæntur Ágústu Þuríði Vigfúsdóttur og eiga þau eina dóttur, Sólveigu Júlíu tveggja ára." Þorsteinn hóf sémám sitt í skurðlækningum í Alen, borg austan við Stuttgart. „Þarna var 130 rúma skurðdeild, afskaplega góður skóli og mikil vinna þar sem ég var á skurðstofu fjóra daga í viku en einn dag vikunnar var ég á vakt. Þama var ég í þrjú ár en fluttist síðan til háskólasjúkrahúss- ins í Freiburg þar sem ég var í sex og hálft ár. Ég lauk þaðan prófi í almennum skurðlækningum og síðan doktorsprófi árið 1989 en þá hafði ég tveimur árum fyrr byrjað í hjarta- og brjóstholsskurðlækn- ingum. Ég var í byrjun á Háskólasjúkrahúsinu en flutti mig þaðan yfir á einkasjúkrahús sem var eingöngu með hjartaaðgerðir, á kransæðum, hjartalokum og hjartaflutningum. Ég var kominn í teymi skurðlækna í hjartaflutningunum þegar ég kaus að fara heim 1989 eftir slæmt slys sem ég varð fyrir." Slysið sem Þorsteinn talar um var líkamsárás sem hann varð fyrir er hann var ásamt fleiri lækn- um staddur á námskeiði í æðaskurðlækningum í Amsterdam í Hollandi. „Við vorum fimm félagar á heimleið eitt kvöld- ið þegar ráðist er á okkur og við allir barðir illa. Ég lenti í því að missa vinstra augað í þessari árás og þó ég héldi áfram í átta mánuði að stunda hjarta- skurðlækningarnar þá fannst mér það of erfitt og ekki réttlætanlegt að stunda svo flóknar og erfiðar aðgerðir með eitt auga. Ég flutti því heim og vann við almennar skurðlækningar á Landspítalanum í 142 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.