Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR SYKURSÝKI 2 sérstöku mælitæki (Biothesiometer frá Biomedical Instrument Company Ohio, USA) en mæligildið þar er einingin Volt. Sársaukaskyn var metið við stórutá á fjærhluta ristar með einnota pinnum sem hafa annars vegar hvassan odd en hins vegar bitlausan (Neurotip® frá Owen Mumford, Oxford, Englandi (16)) og metið hvort þátttakandi gat greint milli þeirra. Hitaskyn var metið á sama svæði með annars vegar köldum málmhlut og hins vegar volgum hlut strax á eftir en þátttakandi var beð- inn að segja til um hvor var kaldari. Þrýstingsskyn var metið á 6 stöðum á hvorri il með Semmes- Weinstein einþátta plastprjóni sem bognar við lOg álag (lOg monofilament: Neuropen® frá Owen Mumford, Oxford, Englandi (16)) samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá Nýja-Sjálandi (17) en í stuttu máli nægir skyntap á einum stað til þess að prófið teljist óeðlilegt. Snertiskyn var metið á hefðbundinn hátt með því að bómullarhnoðra var strokið létt yfir fjærhluta ristar meðan þátttakandi hafði lokuð augu. Viðkomandi var beðinn um að segja „já" fyndi hann fyrir einhverri snertingu og skynið því metið óeðlilegt ef ekkert var gefið til kynna þótt bómullarhnoðra væri strokið yfir rist í tvígang. Allir svöruðu stöðluðum spurningum um einkenni samkvæmt svonefndri taugaeinkenna- vog (TEV eða Neuropathy Symptom Score), eins og lýst var af Young (12) (tafla Ila). Einkennavogin skilgreinir 3-4 stig sem væg einkenni, 5-6 sem með- alsvæsin einkenni og 7-9 stig sem svæsin einkenni. Sömuleiðis voru nokkur ofangreindra teikna vegin saman í svokallaða taugateiknavog (TTV) sem er stigunarkerfi (Neuropathy Disability Score) eftir aðferð Youngs (12) (tafla Ilb). Samkvæmt TTV eru 3-5 stig talin væg teikn, 6-8 meðalsvæsin og 9-10 svæsin teikn um taugakvilla. Við úrvinnslu var taugakvilli skilgreindur (12) sem annaðhvort meðalsvæsin teikn eingöngu (þá >6 stig) eða væg teikn ásamt meðalsvæsnum einkennum (TTV >3 + TEV >5). Tölfræði og leyfi Við samanburð á sykursjúkum og viðmiðum var Mann-Whitney U próf notað fyrir samfelldar breytur. Fyrir niðurstöður tjáðar sem hlutföll voru 95% öryggismörk (95% CI) reiknuð en kí-kvaðr- at leiðrétt fyrir fá tilfelli (V-kvaðrat) notað við útreikninga á p-gildum. Við fylgnireikninga var Spearman fylgni notuð. Marktækni sett við p gildi <0,05. Úrvinnsla fór fram með forritinu Statistica, útgáfu 7.1. Rannsóknin var eins og áður kom fram viðbót við NIDDM-rannsóknina (15) en tilkynning um þessa vinnslu var send Persónuvemd og við- bótarleyfi fengið frá Vísindasiðanefnd (01-072). Tafla lla. Taugaeinkennavog (mest 9 stig samtals). Lýsing Stig Lýsing einkenna Bruni, dofi, náladofi / þreyta, sinadrættir, verkir 2/1 Staðsetning einkenna Fætur / kálfar / önnur 2/1/0 Hvenær einkenni verst Nótt / nótt og dagur / dagur 2/1/0 Hefur vaknað vegna einkenna Já / nei 1/0 Hvað linar einkenni Ganga / standa / sitja eða liggja 2/1/0 Tafla llb. Taugateiknavog (mest 10 stig samtats fyrir báða fætur). Eölilegt Óeðlilegt Tónkvfsl á stórutá (128Hz) 0 1 Hitaskyn 0 1 Sársaukaskyn 0 1 Ökklaviðbragð 0 1 eða 2' *Ekkert ökklaviöbragö gefur 2 stig en finnist viöbragö eftir styrkingu fæst 1 stig Þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki. Rannsóknin var styrkt af Nýsköpunarsjóði náms- manna og Vísindasjóði Landspítala. Niðurstöður Einkenni í heild höfðu 48% þátttakenda einhver einkenni frá fótum sem voru 56,1% (95% CI: 41,0-70,1) sjúklinga með SS2 en 38,2% (95% CI: 23,9-55,0) viðmiða. Þessi munur var ekki marktækur töl- fræðilega. Nær helmingur, eða 46,4% (95% CI: 32,1-61,3) SS2 sjúklinga, reyndist við eftirgrennslan hafa einhver einkenni taugakvilla sem var heldur hærra en hjá viðmiðunarhópi þar sem hlutfallið var 35,3% (95% CI: 21,5-52,1). Algengasta einkenn- ið var sinadráttur sem 36,6% (95% CI: 23,6-51,9) SS2 sjúklinga gengust við miðað við 29,4% (95% CI: 16,8-46,2) viðmiðunarhóps. Bruni, dofi eða náladofi kom fyrir hjá 14,6% (95% CI: 6,9-28,4) SS2 hópsins en 8,8% (95% CI: 3,0-23,0) viðmiða. Verkir í fótum (ótengdir áreynslu) voru til staðar hjá 12,2% (95% CI: 5,3-25,6) sjúklinga með SS2 en einungis 2,9% (95% CI: 0,5-14,9) viðmiða. Þegar einkennin voru tekin saman höfðu sykursjúkir í 39,0% (95% CI: 25,7-54,3) tilfella meðalsvæsin eða svæsin einkenni (TEV >5 stig) en 26,5% (95% CI: 14,6-43,1) samanburðarhóps en dreifing TEV var ekki marktækt frábrugðin í hópunum (tafla Illa). Hvað varðar einkenni um útæðasjúkdóm (claudicatio intermittens) gengust 29,3% (95% CI: 25,5-59,3) af SS2 hópnum við einkennum en ein- ungis 8,8% (95% CI: 3,4-24,9) viðmiða sem reynd- ist marktækur munur (p<0,03). Teikn Allir þátttakendur höfðu einhver óeðlileg teikn við þá nákvæmu skoðun sem framkvæmd var og einn LÆKNAblaðið 2008/94 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.