Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 9

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 9
RITSTJÓRNARGREI N A R Siðfræðidálkur Ástríður Stefánsdóttir astef@hi.is Stefán Hjörleifsson stefan. hjorleifsson@isf. uib. no Ástríður er læknir og M.A. í heimspeki við menntavísindasvið HÍ. Stefán er heimilislæknir, Dósent vid háskólann í Björgvin og aðjúnkt við HÍ. Ethical case discussion Ástríður Stefánsdóttir, MD, MA Associate professor University of lceland Stefán Hjörleifsson, MD, Phd, University of Bergen Ritstjórn Læknablaðsins hefur hug á að efla umræðu innan stéttarinnar um siðferðileg álitamál. í því skyni voru undirrituð fengin til að hrinda úr vör og ritstýra siðfræðidálki sem ætlunin er að birtist í nokkrum tölublöðum á ári fyrst um sinn. Uppsetning siðfræðidálksins verður með þeim hætti að fyrst verður kynnt tilfelli í stuttu máli en síðan fylgja hugleiðingar sem hafa almenna siðfræðilega og læknisfræðilega skírskotun en vísa jafnframt beint eða óbeint í tilfellið sem kynnt hefur verið. Þetta fyrirkomulag er sambærilegt við það sem lesendur þekkja úr dálkunum Tilfelli mánaðarins og Sjúkratilfelli með yfirliti. Tilfellin munu vonandi flest koma frá íslenskum læknum og viljum við hvetja lesendur til að miðla okkur reynslusögum sem veita tilefni til siðfræðilegrar umræðu. Sönnum tilfellum verður breytt til að tryggja persónuvernd læknis og sjúklings. Af sömu sökum verður heimildarmaður hvers tilfellis ekki nafngreindur. Einnig má búast við að skáldaleyfi verði stundum nýtt í framsetningu tilfellanna umfram það sem þarf til að tryggja nafnleynd ef það stuðlar að auknu fræðslu- og umræðugildi. Við leggjum þó áherslu á samvinnu og samráð við heimildarmann í allri úrvinnslu. Verklagsreglum Læknablaðsins varðandi nafnleynd verður að sjálfsögðu fylgt. Hugleiðing sem fylgir tilfellinu er á hinn bóginn skrifuð af lækni eða öðrum sem varpað geta ljósi á söguna og birtist hún undir nafni. Þessum dálki er ætlað að efla málefnalega umræðu um siðferðilegar hliðar læknisstarfsins. Er það gert til að vekja lækna til umhugsunar um þau fjölmörgu siðferðilegu álitamál sem mæta þeim í daglegu starfi. Umfjöllun sem þessi er einnig leið fyrir starfandi lækna til að miðla sín á milli hugsunum og reynslu af erfiðum málum í daglegu starfi. Mun slíkt vonandi stuðla að góðu siðferði meðal íslenskra lækna og góðum lækningum. Það þýðir þó ekki að ritstjórar dálksins eða höfundar hugleiðinganna sem fylgja hverju tilfelli geti leyst öll þau siðferðilegu álitamál sem fjallað verður um. Sjónarmið þau sem kynnt verða hljóta að vera umdeilanleg. Engu að síður er mikilvægt fyrir lækna að hafa vettvang þar sem hægt er að miðla hugmyndum og þróa áfram í opinni umræðu þann sameiginlega siðferðilega grunn sem starf okkar hlýtur að byggja á. Veitið þeim sem hefja umræðuna því málefnalegar móttökur, skarpskyggni okkar allra og mannúð til framdráttar! Fyrsta tilfellið sem kynnt er í þessu tölublaði Læknablaðsins var valið með það fyrir augum að vekja athygli lesenda á auknu algengi keisara- skurðar og þeim vanda sem upp kemur þegar faglegt mat læknisins annars vegar og ósk sjúkl- ings hins vegar fara ekki saman.1 í hugleiðingun- um sem fylgja tilfellinu hefur verið kosið að beina athyglinni ekki aðeins að þeim hættum sem þessi aðgerð hefur í för með sér heldur ekki síður að álitamálum varðandi samskipti læknis og sjúkl- ings þegar rætt er hvort keisaraskurður skuli framkvæmdur eða ekki. Þessar áherslur eru til marks um þá sannf æringu ritstjóra siðfræðidálksins að lækningar séu í eðli sínu siðferðileg iðja, að sérhvert verk sem læknar inni af hendi reyni á siðferðilega dómgreind þeirra, og að siðfræðin eigi erindi irtn í alla afkima læknisfræðinnar. Við tökum undir orð heimspekingsins Vilhjálms Árnasonar í bókinni Siðfræði lífs og dauða: „Heilbrigðisþjónusta er siðferðileg í grunninn en ekki aðeins vegna tilfallandi vandamála sem kunna að steðja að vegna tækninýjunga"2 og þá skoðun Vilhjálms að hlutverk siðfræðinnar gagnvart læknisfræðinni sé ekki síður að fjalla um siðferðileg álitamál sem varða „dagleg samskipti starfsfólks og sjúklinga" heldur en „stóru málin" sem oftar er slegið upp í fjölmiðlum.2 Jafnframt eru þessar áherslur í samræmi við þá stefnu sem tekin hefur verið varðandi siðfræði við læknadeild Háskóla íslands, en þar fer siðfræðikennsla fyrir læknanema nú fram innan nýs og metnaðarfulls námskeiðs í samskiptafræði og klínískri aðferð3 þar sem gengið er út frá því að færni í samskiptum og beiting siðferðilegrar dómgreindar séu órjúfanlegir þættir í klínískri læknisfræði. Heimildir 1. Steingrímsdóttir Þ, Stefánsdóttir Á. Siðfræðidálkur. Læknablaðið 2009; 95: 613-5. 2. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. 2 ed. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004. 3. Sigurjónsson H. Læknavísindin eru hluti af læknislistinni. Viðtal við Bryndísi Benediktsdóttur. Læknablaðið 2008; 94: 397-9. LÆKNAblaðið 2009/95 557
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.