Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 19

Læknablaðið - 15.09.2009, Síða 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á Islandi Njáll Vikar Smárason1 læknanemi Hannes Sigurjónsson2 deildarlæknir Kári Hreinsson3 svæfingarlæknir Þórarinn Arnórsson2 brjóstholsskurðlæknir Tómas Guðbjartsson12 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: blæðingar, enduraðgerðir, opnar hjartaaðgerðir, kransæðahjáveituaðgerð, lokuskiptaaðgerð, fylgikvillar, blóðgjafir, lífshorfur. ’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is Ágrip Tilgangur: Að kanna tíðni og árangur endurað- gerða vegna blæðinga eftir opnar hjartaaðgerðir á íslandi á sex ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar >18 ára sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Skráðar voru ýmsar breytur, svo sem lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna var á acetýlsalicýlsýru og átta á klópídógreli síðustu fimm dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690- 10.740 ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klukkustunda og voru samtals gefnar 16,5 einingar af rauðkornaþykkni, 15,6 af blóðvökva (plasma) og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma út, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85), þar af tveir dagar á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) s30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktun: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Þetta er hættulegur fylgi- kvilli sem lengir legutíma, eykur kostnað og getur dregið sjúklinga til dauða. Inngangur Opnar hjartaskurðaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar á íslandi í rúma tvo áratugi og í lok ársins 2008 höfðu alls farið fram rúmlega 4200 aðgerðir hér á landi. Kransæðahjáveituaðgerðir eru langalgengastar (76%) en þar á eftir koma ósæðarlokuskipti (8%) og ósæðarlokuskipti ásamt kransæðahjáveituaðgerð (7%). Aðrar hjartaað- gerðir eru fátíðari, svo sem míturlokuskipti (1,1%) og aðgerðir vegna ósæðargúla (2%).' Hjartaskurðaðgerðum fylgir viss áhætta og má gera ráð fyrir að 2-4% sjúklinga lifi ekki af aðgerðina.2 I samanburði við minni aðgerðir eru fylgikvillar tíðir og sumir þeirra lífshættulegir, svo sem hjarta- og nýmabilun, heilablóðfall eða sýkingaríbringubeinsskurði.3Hjartsláttartruflanir, hjartadrep, lungnabólga og yfirborðssýkingar eru þó mun algengari fylgikvillar en afleiðingar þeirra ekki jafnalvarlegar fyrir sjúklinginn.3 Blæðing er algengur fylgikvilli þessara aðgerða, meðal annars vegna þess að við aðgerðimar er blóðið þynnt með heparíni. Auk þess veldur snerting blóðsins við leiðslur hjarta- og lungna- vélar truflun á starfsemi blóðflagna og storku- kerfis. Loks geta lyf sem sjúklingarnir taka haft letjandi áhrif á blóðflögur (til dæmis acetýlsalicýlsýra og klópídógrel) og storkukerfi (til dæmis warfarín). í flestum tilvikum er um vægar blæðingar að ræða sem stöðvast af sjálfu sér á fyrstu klukkustundunum eftir aðgerðina. Alvarlegar blæðingar koma þó oft fyrir eða í allt að fimmtungi tilfella.4 Er þá reynt að örva blóðstorku með því að gefa blóðvatn eða blóð- flögur, en einnig lyf eins og tranexamsýru eða jafnvel einstaka storkuþætti líkt og fíbrínógen.5 f 2-6% tilfella dugar þessi meðferð ekki til og er þá gripið til enduraðgerðar og þess freistað að stöðva blæðinguna. Við enduraðgerðina finnast oft orsakir blæðingarinnar, svo sem óþéttar æðatengingar eða leki frá æðagræðlingum. í þriðjungi tilfella finnst hins vegar engin skýring á blæðingunni og er hún þá oftast rakin til truflunar á storkukerfi sjúklingsins án þess þó að hægt sé að sýna fram á sérstaka truflun.6 Dánarhlutall er umtalsvert aukið hjá sjúklingum sem þurfa að fara í enduraðgerð vegna blæðingar, eða 10-22% samkvæmt erlendum rannsóknum.7' 10 Einnig er tíðni fylgikvilla aukin og sama á við kostnað, bæði vegna lengri legutíma og dýrra blóðgjafa.7'9'12 Hér á landi hafa verið birtar fáar rannsóknir á árangri hjartaaðgerða.13 Til dæmis er tíðni alvarlegra blæðinga og enduraðgerða af þeirra LÆKNAblaðið 2009/95 567
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.