Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.09.2009, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Fjöldi og hlutfall (%) enduraðgerða vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á Islandi 2000-2005. Ár Heildarfjöldi hjartaaögerða Fjöldi enduraðgerða Hlutfall enduraðgerða vegna blæðinga 2000 242 13 5,4% 2001 230 24 10,4% 2002 196 22 11,2% 2003 223 17 7,6% 2004 193 14 7,3% 2005 211 13 6,2% Samtals 1295 103 8% Tafla II. Áhættuþættir og fyrri hjartasaga hjá 103 sjúklingum sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðingar eftir opna hjartaaðgerð á íslandi 2000-2005. (Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga nema fyrir líkamsþyngdarstuðul og EuroSCORE þarsem gefin eru upp meðaltöl með staðatfráviki og bil í sviga). Háþrýstingur 41 (39,8) Hækkaðar blóðfitur 53 (51,5) Sykursýki 22 (21,4) Líkamsþyngdarstuðull 26,3 ±3,9 (18,6-41,7) Langvinnur lungnasjúkdómur (COPD)* 19(18,4) Nýrnabilun fyrir aðgerð 4 (3,9) NYHA** flokkur lll+IV 88 (85,4) EuroSCORE 6,1 ±3,6(0-17) Þriggja æða kransæðasjúkdómur 63(61,2) Þrengsli á vinstri höfuðstofni 38 (36,9) Útstreymisbrot s30% 8 (7,8) Fyrri hjartasaga Hjartadrep 26 (25,2) Hjartsláttaróregla 19(18,4) Hjartalokusjúkdómar 7 (6,8) Hjartabilun 3 (2,9) Kransæðavíkkun/kransæðastoðnet 14 (13,6)/6 (5,8) Áður farið í hjartaskurðaðgerð 7 (6,8) ‘COPD = Chronic obstructive pulmonary disease, **NYHA = New York Heart Association völdum ekki þekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna tíðni þessara enduraðgerða á sex ára tímabili, kanna árangur aðgerðanna og afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturvirk og nær til allra einstakl- inga 18 ára og eldri sem gengust undir endurað- gerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á íslandi frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2005. Listi yfir nöfn sjúklinga fékkst úr tveimur aðskildum skrám, annars vegar úr aðgerðaskrá hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala og hins vegar úr sjúklingabókhaldi Landspítala. Leitað var eftir sjúkdómsgreiningunni „blæðing eftir opna hjartaaðgerð" (ICD-10 T81.0) og aðgerðamúmerum fyrir „enduraðgerð vegna blæðingar eftir opna hjartaaðgerð" (FWE00 eða FWSE00). Upplýsingar um árlegan fjölda og teg- und hjartaaðgerða fengust einnig úr aðgerðaskrá hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru samtals skráðar 107 breytur, meðal annars aldur, kyn og áhættuþættir kransæðasjúkdóma (sykursýki, reykingasaga, hækkaðar blóðfitur, háþrýstingur og nýrnabilun). Einnig var litið sérstaklega á lyf sjúklings síðustu fimm dagana fyrir upphaflegu hjartaaðgerðina, sérstaklega þó blóðþynningarlyf og lyf sem hafa áhrif á virkni blóðflagna (til dæmis acetýlsalicýlsýru og klópídógrel). Einnig var skráð hvort sjúklingar hefðu áður fengið kransæðastíflu, hjartsláttar- óreglu og hvert útstreymisbrot (ejection fraction, EF) vinstri slegils var fyrir aðgerð. Reiknaður var út líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) sjúklinganna. Einkenni sjúklings fyrir aðgerð voru skráð og metin samkvæmt NYFLA (New York Heart Association) flokkun.14 Einnig var reiknað út EuroSCORE (European System for Cardiac Operative Risk Evaluation) sem er áhættulíkan sem metur dánarlíkur í aðgerð.15 Skráð var útbreiðsla kransæðasjúkdóms, til dæmis hvort svokallaður þriggja æða sjúkdómur og mark- tæk þrengsli í vinstri höfuðstofni voru til staðar, einnig hvort um val- eða bráðaaðgerð var að ræða, tegund aðgerðar (kransæðahjáveituaðgerð, ósæðar- eða míturlokuaðgerð og svo framvegis), aðgerðartími (skin-to-skin), tangartími (aortic cross-clamp time) og tími á hjarta- og lungnavél. Blóðtap í upphaflegu aðgerðinni var skráð, einnig blæðing eftir aðgerð fram að enduraðgerð og heildarblæðing á fyrstu 24 klukkustundum frá upphaflegu hjartaaðgerðinni, þar með talin blæðing í enduraðgerðinni. Einnig var skráð hversu margar einingar af rauðkornaþykkni, blóðvökva og sett af blóðflögum voru gefin frá upphaflegu aðgerðinni og fram að útskrift. Enn- fremur var skráð hvort sjúklingur fékk fíbrínógen fyrir eða eftir enduraðgerð. Kannað var hversu langur tími leið þar til sjúklingur var tekinn til enduraðgerðar og hvert ástand hans var þá, það er hvort hjartaþröng (cardiac tamponade) og/eða lost voru til staðar. Fylgikvillar eftir aðgerð voru skráðir, meðal annars hjartsláttartruflanir, sýkingar, tíðni hjarta- dreps eftir aðgerð og fjölkerfabilun. Einnig var athugaður legutími og eru gefin upp miðgildi. Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem fjöldi sjúklinga sem lést innan 30 daga frá aðgerð. Loks var kannað hversu margir sjúklingar voru á lífi einu ári frá aðgerð (hráar tölur) og fengust þær upplýsingar úr Þjóðskrá. 568 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.